„Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2020 08:31 Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sést hér ræða við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Getty/Win McNamee Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meadows sagði að stjórnvöld muni ekki ná stjórn á faraldrinum heldur ætli þau að stjórna því að það fáist bóluefni við veirunni, lyf og önnur úrræði. Þessi yfirlýsing Meadows kom á sama tíma og faraldurinn er á uppleið í mörgum ríkjum Bandaríkjanna auk þess sem að minnsta kosti fimm starfsmenn og ráðgjafar Mike Pence, varaforseta, hafa greinst með veiruna. Að því er segir í umfjöllun The Washington Post þá grafa bæði smitin í kringum Pence sem og yfirlýsing Meadows á CNN undan þeirri röksemdafærslu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, að það sé að takast að snúa baráttunni við kórónuveiruna til betri vegar í Bandaríkjunum. „Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum. Við náum stjórn á þeim staðreyndum að við munum fá bóluefni, lyf og fara í aðrar mótvægisaðgerðir,“ sagði Meadows í viðtalinu á CNN í gær. watch on YouTube Þegar Meadows var spurður í framhaldinu hvers vegna það myndi ekki nást stjórn á faraldrinum sagði hann það vegna þess að um væri að ræða smitandi veiru, alveg eins og flensuna. Hann var þá spurður hvers vegna ekki væri ráðist í aðgerðir til að hefta faraldurinn sagði Meadows að það væri verið að gera það. Hann vék sér síðan ítrekað undan spurningum um ábyrgð Trumps og ríkisstjórnar hans við að hefta útbreiðslu veirunnar, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Meadows hafi ekki mismælt sig Demókratinn Joe Biden, mótframbjóðandi Trumps í forsetakosningunum eftir rúma viku, greip orð Meadows á lofti. Hann sagði að það hefðu ekki verið mismæli hjá Meadows að ekki ætti að ná stjórn á faraldrinum. „Þetta var hreinskilin viðurkenning á stefnu Trumps frá upphafi þessarar krísu: að veifa hvítum fána í uppgjöf og vona að með því að hundsa hann þá myndi veiran hverfa. Það hefur ekki gerst og mun ekki gerast,“ sagði Biden í yfirlýsingu í gær. Þrátt fyrir smit í starfsliði sínu hyggst Pence, varaforseti, ekki fara í sóttkví og gera þannig hlé á kosningabaráttu sinni. Þrír hinna smituðu eru allir nánir samstarfsmenn varaforsetans; Marc Short, starfsmannastjóri hans, Marty Obst, pólitískur ráðgjafi Pence, og Zach Bauer, persónulegur aðstoðarmaður hans. Gróf vanræksla að halda áfram kosningabaráttunni Síðustu daga hefur Pence verið í nánu samneyti við Short en að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans, fóru varaforsetahjónin bæði í sýnatöku á laugardag og sunnudag og greindust neikvæð. Þá væru þau við góða heilsu. O‘Malley sagði að ákveðið hefði verið „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn að halda kosningabaráttunni áfram. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðaði sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það væri „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ sagði Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meadows sagði að stjórnvöld muni ekki ná stjórn á faraldrinum heldur ætli þau að stjórna því að það fáist bóluefni við veirunni, lyf og önnur úrræði. Þessi yfirlýsing Meadows kom á sama tíma og faraldurinn er á uppleið í mörgum ríkjum Bandaríkjanna auk þess sem að minnsta kosti fimm starfsmenn og ráðgjafar Mike Pence, varaforseta, hafa greinst með veiruna. Að því er segir í umfjöllun The Washington Post þá grafa bæði smitin í kringum Pence sem og yfirlýsing Meadows á CNN undan þeirri röksemdafærslu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, að það sé að takast að snúa baráttunni við kórónuveiruna til betri vegar í Bandaríkjunum. „Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum. Við náum stjórn á þeim staðreyndum að við munum fá bóluefni, lyf og fara í aðrar mótvægisaðgerðir,“ sagði Meadows í viðtalinu á CNN í gær. watch on YouTube Þegar Meadows var spurður í framhaldinu hvers vegna það myndi ekki nást stjórn á faraldrinum sagði hann það vegna þess að um væri að ræða smitandi veiru, alveg eins og flensuna. Hann var þá spurður hvers vegna ekki væri ráðist í aðgerðir til að hefta faraldurinn sagði Meadows að það væri verið að gera það. Hann vék sér síðan ítrekað undan spurningum um ábyrgð Trumps og ríkisstjórnar hans við að hefta útbreiðslu veirunnar, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Meadows hafi ekki mismælt sig Demókratinn Joe Biden, mótframbjóðandi Trumps í forsetakosningunum eftir rúma viku, greip orð Meadows á lofti. Hann sagði að það hefðu ekki verið mismæli hjá Meadows að ekki ætti að ná stjórn á faraldrinum. „Þetta var hreinskilin viðurkenning á stefnu Trumps frá upphafi þessarar krísu: að veifa hvítum fána í uppgjöf og vona að með því að hundsa hann þá myndi veiran hverfa. Það hefur ekki gerst og mun ekki gerast,“ sagði Biden í yfirlýsingu í gær. Þrátt fyrir smit í starfsliði sínu hyggst Pence, varaforseti, ekki fara í sóttkví og gera þannig hlé á kosningabaráttu sinni. Þrír hinna smituðu eru allir nánir samstarfsmenn varaforsetans; Marc Short, starfsmannastjóri hans, Marty Obst, pólitískur ráðgjafi Pence, og Zach Bauer, persónulegur aðstoðarmaður hans. Gróf vanræksla að halda áfram kosningabaráttunni Síðustu daga hefur Pence verið í nánu samneyti við Short en að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans, fóru varaforsetahjónin bæði í sýnatöku á laugardag og sunnudag og greindust neikvæð. Þá væru þau við góða heilsu. O‘Malley sagði að ákveðið hefði verið „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn að halda kosningabaráttunni áfram. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðaði sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það væri „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ sagði Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira