Skuldar lögreglan þér bætur? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 24. október 2020 20:16 Snarrótin aðstoðar nú einstaklinga sem hafa að ósekju verið þolendur þvingunarúrræða lögreglu við að leita réttar síns. Í sakamálalögunum er að finna ákvæði sem heimila lögreglu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að beita borgarana þvingunum. Um er að ræða þvingunarráðstafanir á borð við handtöku, líkamsleit, húsleit, líkamsrannsókn, fangelsun, gæsluvarðhald, eigur teknar og færðar í vörslur lögreglu, símhlustun, kyrrsetning eigna og fleira. Þessar þvingunarráðstafanir eru í eðli sínu taldar fela í sér brot á mikilvægum mannréttindum fólks, s.s. brot á friðhelgi einkalífs, persónufrelsi og eignarétti. Af þeim sökum hefur löggjafinn mælt fyrir um það að hver sá sem er beittur slíkum þvingunarúrræðum skuli alla jafna eiga rétt á skaðabótum, þ.e. hafi mál hans ekki endað með refsingu. Hér á landi virðast mjög fáir meðvitaðir um þennan rétt sinn til bóta og hvernig þeir eigi yfirhöfuð að sækja hann. Sem er ekki furða þar sem slíkt reynist jafnvel lögmönnum flókið og tímafrekt. Þetta er ólíkt því sem gerist í löndum okkur nærri þar sem þessi réttur til skaðabóta er mun skýrari. Víða eru jafnvel gefnar út reglur sem innihalda nákvæma fjárhæð fyrir hverja tegund þvingunar og mun auðveldara er fyrir borgarana að sækja bæturnar. Það sem verra er þá virðist almenningur og raunar lögreglan sjálf einnig illa að sér í reglunum er varðar þvingunarráðstafanirnar sjálfar. Það sjáum við af þeim fjölda frásagna sem okkur hafa borist og þeim málum sem við höfum nú þegar sótt er tengjast leit lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Sem dæmi þá virðist lögreglan fara mjög frjálslega með líkamsleitarheimild sakamálalaga og oft leita á fólki að því óspurðu, fyrir litlar sem engar sakir. Það dugar ekki að einstaka lögregluþjóni þyki einhver „grunsamlegur“ eða líklegri en aðrir til að vera með t.d. ólögleg vímuefni í fórum sér, heldur þarf að vera til staðar rökstuddur grunur þess efnis (auk annarra skilyrða). Séu skilyrðin uppfyllt þá þarf lögreglan alltaf líka að fá ótvírætt leyfi frá einstaklingnum sem hún vill leita á. Fái hún ekki leyfi þá þarf hún að sækja leyfi til dómara (dómsúrskurður). Hérna dugar hvorki þegjandi né þvingað samþykki. Í ljósi alls ofangreinds viljum við í Snarrótinni leggja okkar af mörkum og aðstoða fólk við að sækja sjálfsagðan rétt sinn til skaðabóta. Að auki erum við að vinna að ítarlegri réttindafræðslu fyrir almenning á mannamáli. Þannig vonumst við ekki bara til þess að almenningur sé upplýstari um réttindi sín og ófeimnara við að krefjast þess að þau séu virt, heldur einnig að framkvæmd lögreglunnar verði skýrari og samrýmdari. Til að byrja með bjóðum við öllum þeim sem hafa orðið fyrir þvingunarráðstöfunum lögreglunnar síðustu 4 árin fulla aðstoð við að sækja rétt sinn til skaðabóta. Skilyrði er að málið hafi endað með niðurfellingu eða sýknudóm, sem sagt ekki með refsingu. Við buðum þessa þjónustu í fyrrasumar í kringum Secret Solstice og nú þegar hefur fjöldi einstaklinga fengið greiddar bætur. Þetta er því raunhæfur möguleiki. Við hvetjum því alla sem telja sig eiga rétt á bótum eða vilja skoða þann möguleika að hafa samband við okkur í gegnum netfangið logmenn@snarrotin.is eða hér á Facebook. Höfundur skrifar fyrir hönd Snarrótarinnar - samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi og er formaður hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Snarrótin aðstoðar nú einstaklinga sem hafa að ósekju verið þolendur þvingunarúrræða lögreglu við að leita réttar síns. Í sakamálalögunum er að finna ákvæði sem heimila lögreglu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að beita borgarana þvingunum. Um er að ræða þvingunarráðstafanir á borð við handtöku, líkamsleit, húsleit, líkamsrannsókn, fangelsun, gæsluvarðhald, eigur teknar og færðar í vörslur lögreglu, símhlustun, kyrrsetning eigna og fleira. Þessar þvingunarráðstafanir eru í eðli sínu taldar fela í sér brot á mikilvægum mannréttindum fólks, s.s. brot á friðhelgi einkalífs, persónufrelsi og eignarétti. Af þeim sökum hefur löggjafinn mælt fyrir um það að hver sá sem er beittur slíkum þvingunarúrræðum skuli alla jafna eiga rétt á skaðabótum, þ.e. hafi mál hans ekki endað með refsingu. Hér á landi virðast mjög fáir meðvitaðir um þennan rétt sinn til bóta og hvernig þeir eigi yfirhöfuð að sækja hann. Sem er ekki furða þar sem slíkt reynist jafnvel lögmönnum flókið og tímafrekt. Þetta er ólíkt því sem gerist í löndum okkur nærri þar sem þessi réttur til skaðabóta er mun skýrari. Víða eru jafnvel gefnar út reglur sem innihalda nákvæma fjárhæð fyrir hverja tegund þvingunar og mun auðveldara er fyrir borgarana að sækja bæturnar. Það sem verra er þá virðist almenningur og raunar lögreglan sjálf einnig illa að sér í reglunum er varðar þvingunarráðstafanirnar sjálfar. Það sjáum við af þeim fjölda frásagna sem okkur hafa borist og þeim málum sem við höfum nú þegar sótt er tengjast leit lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Sem dæmi þá virðist lögreglan fara mjög frjálslega með líkamsleitarheimild sakamálalaga og oft leita á fólki að því óspurðu, fyrir litlar sem engar sakir. Það dugar ekki að einstaka lögregluþjóni þyki einhver „grunsamlegur“ eða líklegri en aðrir til að vera með t.d. ólögleg vímuefni í fórum sér, heldur þarf að vera til staðar rökstuddur grunur þess efnis (auk annarra skilyrða). Séu skilyrðin uppfyllt þá þarf lögreglan alltaf líka að fá ótvírætt leyfi frá einstaklingnum sem hún vill leita á. Fái hún ekki leyfi þá þarf hún að sækja leyfi til dómara (dómsúrskurður). Hérna dugar hvorki þegjandi né þvingað samþykki. Í ljósi alls ofangreinds viljum við í Snarrótinni leggja okkar af mörkum og aðstoða fólk við að sækja sjálfsagðan rétt sinn til skaðabóta. Að auki erum við að vinna að ítarlegri réttindafræðslu fyrir almenning á mannamáli. Þannig vonumst við ekki bara til þess að almenningur sé upplýstari um réttindi sín og ófeimnara við að krefjast þess að þau séu virt, heldur einnig að framkvæmd lögreglunnar verði skýrari og samrýmdari. Til að byrja með bjóðum við öllum þeim sem hafa orðið fyrir þvingunarráðstöfunum lögreglunnar síðustu 4 árin fulla aðstoð við að sækja rétt sinn til skaðabóta. Skilyrði er að málið hafi endað með niðurfellingu eða sýknudóm, sem sagt ekki með refsingu. Við buðum þessa þjónustu í fyrrasumar í kringum Secret Solstice og nú þegar hefur fjöldi einstaklinga fengið greiddar bætur. Þetta er því raunhæfur möguleiki. Við hvetjum því alla sem telja sig eiga rétt á bótum eða vilja skoða þann möguleika að hafa samband við okkur í gegnum netfangið logmenn@snarrotin.is eða hér á Facebook. Höfundur skrifar fyrir hönd Snarrótarinnar - samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi og er formaður hennar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun