Tími er það verðmætasta sem við gefum börnum okkar Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 24. október 2020 18:06 Tími er dýrmætur og það er svo sannarlega hvert augnablik á mannsævi. Mér er streita hugleikinn og hefur mér lengi þótt of mikill hraði einkenna íslenskt samfélag. Vinnudagar eru langir og vinnudagar barna okkar eru langir. Þegar ég á við vinnudag barna á ég við þann tíma sem þau eru í daggæslu, á leikskólum og í skólum/frístund. Að því loknu tekur svo oft við stíf dagskrá eins og tómstundir, heimalærdómur og leikur við félaga. Mér finnst mikilvægt að minna fólk á að dagar barna okkar eru ekki alltaf rólegir. Það er krefjandi að vera í hópi barna allan daginn, í samskiptum við aðra, oft í of miklum hávaða og eiga sjaldan þess kost að vera einn eða geta hvílt sig. Hópar á leikskólum og í skólum eru oft of stórir og fjöldi barna á starfsmenn of mikill. Einstaklingar eru misnæmir fyrir streitu og taugakerfi okkar og líkamar þola streitu misvel. Það sem gæti hentað einu barni vel gæti farið afar illa í annað barn. Þessi hefðbundni dagur sem ég vil meina að sé alltof hraður gæti því haft slæm áhrif á hluta barna. Ég er fullviss um að út í þjóðfélaginu er auk þess fjöldi foreldra með samviskubit yfir því að vera of lítið með börnum sínum. Vinnustaðir krefjast þess að fólk vinni langa daga og það er að mínu mati samfélagslega samþykkt að börn séu í um átta klukkustundir á dag í gæslu. Vissulega eru blikur á lofti í rétta átt á þessu sviði með styttingu vinnuvikunnar en breytingar gerast hægt. Þegar kemur að fríum barna í leik og grunnskólum virðist vera of lítill sveigjanleiki á vinnumarkaði. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að minna á að hraði og mikil dagskrá er ekki alltaf það sem er okkur fyrir bestu. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um streituþröskuld sinn og barna sinna. Gefa sér tíma á hverjum degi fyrir ró og hvíld. Einnig gætum við skoðað hvort dagar barna okkar og barnanna séu mögulega of pakkaðir. Í lífi hvers manns þarf að gæta að ákveðnu jafnvægi. Það þarf að vera jafnvægi milli vinnu og hvíldar. Það að hafa mikið að gera og halda mörgum boltum á lofti er ekki endilega mælikvarði á lífshamingju. Það er mikilvægt að þekkja mörk sín og sinna. Það sem hefur lengi talist eðlilegt í samfélagi okkar þarf ekki endilega að vera það rétta eða besta fyrir okkur. Kannski er kominn tími til að stíga aðeins á bremsuna og breyta samfélaginu okkar. Viðurkenna það hve mikilvægur tími með börnunum okkar er og skapa enn fjölskylduvænna samfélag. Ef grunnstoðirnar eru sterkar eru mun meiri líkur á traustri byggingu sem stendur vel og lengi. Höfundur er fjögurra barna móðir og menntaður grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Tími er dýrmætur og það er svo sannarlega hvert augnablik á mannsævi. Mér er streita hugleikinn og hefur mér lengi þótt of mikill hraði einkenna íslenskt samfélag. Vinnudagar eru langir og vinnudagar barna okkar eru langir. Þegar ég á við vinnudag barna á ég við þann tíma sem þau eru í daggæslu, á leikskólum og í skólum/frístund. Að því loknu tekur svo oft við stíf dagskrá eins og tómstundir, heimalærdómur og leikur við félaga. Mér finnst mikilvægt að minna fólk á að dagar barna okkar eru ekki alltaf rólegir. Það er krefjandi að vera í hópi barna allan daginn, í samskiptum við aðra, oft í of miklum hávaða og eiga sjaldan þess kost að vera einn eða geta hvílt sig. Hópar á leikskólum og í skólum eru oft of stórir og fjöldi barna á starfsmenn of mikill. Einstaklingar eru misnæmir fyrir streitu og taugakerfi okkar og líkamar þola streitu misvel. Það sem gæti hentað einu barni vel gæti farið afar illa í annað barn. Þessi hefðbundni dagur sem ég vil meina að sé alltof hraður gæti því haft slæm áhrif á hluta barna. Ég er fullviss um að út í þjóðfélaginu er auk þess fjöldi foreldra með samviskubit yfir því að vera of lítið með börnum sínum. Vinnustaðir krefjast þess að fólk vinni langa daga og það er að mínu mati samfélagslega samþykkt að börn séu í um átta klukkustundir á dag í gæslu. Vissulega eru blikur á lofti í rétta átt á þessu sviði með styttingu vinnuvikunnar en breytingar gerast hægt. Þegar kemur að fríum barna í leik og grunnskólum virðist vera of lítill sveigjanleiki á vinnumarkaði. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að minna á að hraði og mikil dagskrá er ekki alltaf það sem er okkur fyrir bestu. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um streituþröskuld sinn og barna sinna. Gefa sér tíma á hverjum degi fyrir ró og hvíld. Einnig gætum við skoðað hvort dagar barna okkar og barnanna séu mögulega of pakkaðir. Í lífi hvers manns þarf að gæta að ákveðnu jafnvægi. Það þarf að vera jafnvægi milli vinnu og hvíldar. Það að hafa mikið að gera og halda mörgum boltum á lofti er ekki endilega mælikvarði á lífshamingju. Það er mikilvægt að þekkja mörk sín og sinna. Það sem hefur lengi talist eðlilegt í samfélagi okkar þarf ekki endilega að vera það rétta eða besta fyrir okkur. Kannski er kominn tími til að stíga aðeins á bremsuna og breyta samfélaginu okkar. Viðurkenna það hve mikilvægur tími með börnunum okkar er og skapa enn fjölskylduvænna samfélag. Ef grunnstoðirnar eru sterkar eru mun meiri líkur á traustri byggingu sem stendur vel og lengi. Höfundur er fjögurra barna móðir og menntaður grunnskólakennari.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar