„Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. október 2020 12:33 Guðlaug Rakel segir að allt sé gert til að hefta útbreiðslu smitanna. Vísir/Vilhelm Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu kórónuveirusmitanna á Landakoti, að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala. Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn hafa greinst með veiruna og fastlega er gert ráð fyrir að sú tala muni hækka. Tíu sjúklingar hafa verið fluttir á Landspítalann Fossvogi með mikil einkenni. „Þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er hópsýking og það má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans,“ segir Guðlaug í samtali við fréttastofu, eftir fund sinn með farsóttanefnd Landspítalans. Af persónuverndarsjónarmiðum getur Guðlaug ekki upplýst um hvort einhver sé alvarlega veikur. „Ég get ekki svarað því en við erum búin að flytja tíu sjúklinga inn í Fossvog, sem segir að þeir eru veikir og það var ástæða til að flytja þá þangað,“ segir hún. Allir tíu eru sjúklingar á Landakoti. Enginn starfsmaður hefur verið sendur á spítala vegna veikindanna. Að minnsta kosti hundrað manns eru komnir í sóttkví og kallað hefur verið til bakvarðasveitarinnar. Guðlaug segir hlutina í stöðugri endurskoðun. „Við munum funda með Landakoti eftir hádegi og farsóttanefndin fundar aftur klukkan fjögur. Við erum að gera ákveðnar ráðstafanir á Landakoti varðandi hólfun og slíkt og það verður unnið í því í dag, þannig að í raun er allt gert til þess að reyna að hefta útbreiðslu á þessu smiti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Sjá meira
Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu kórónuveirusmitanna á Landakoti, að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala. Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn hafa greinst með veiruna og fastlega er gert ráð fyrir að sú tala muni hækka. Tíu sjúklingar hafa verið fluttir á Landspítalann Fossvogi með mikil einkenni. „Þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er hópsýking og það má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans,“ segir Guðlaug í samtali við fréttastofu, eftir fund sinn með farsóttanefnd Landspítalans. Af persónuverndarsjónarmiðum getur Guðlaug ekki upplýst um hvort einhver sé alvarlega veikur. „Ég get ekki svarað því en við erum búin að flytja tíu sjúklinga inn í Fossvog, sem segir að þeir eru veikir og það var ástæða til að flytja þá þangað,“ segir hún. Allir tíu eru sjúklingar á Landakoti. Enginn starfsmaður hefur verið sendur á spítala vegna veikindanna. Að minnsta kosti hundrað manns eru komnir í sóttkví og kallað hefur verið til bakvarðasveitarinnar. Guðlaug segir hlutina í stöðugri endurskoðun. „Við munum funda með Landakoti eftir hádegi og farsóttanefndin fundar aftur klukkan fjögur. Við erum að gera ákveðnar ráðstafanir á Landakoti varðandi hólfun og slíkt og það verður unnið í því í dag, þannig að í raun er allt gert til þess að reyna að hefta útbreiðslu á þessu smiti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Sjá meira