„Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. október 2020 12:33 Guðlaug Rakel segir að allt sé gert til að hefta útbreiðslu smitanna. Vísir/Vilhelm Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu kórónuveirusmitanna á Landakoti, að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala. Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn hafa greinst með veiruna og fastlega er gert ráð fyrir að sú tala muni hækka. Tíu sjúklingar hafa verið fluttir á Landspítalann Fossvogi með mikil einkenni. „Þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er hópsýking og það má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans,“ segir Guðlaug í samtali við fréttastofu, eftir fund sinn með farsóttanefnd Landspítalans. Af persónuverndarsjónarmiðum getur Guðlaug ekki upplýst um hvort einhver sé alvarlega veikur. „Ég get ekki svarað því en við erum búin að flytja tíu sjúklinga inn í Fossvog, sem segir að þeir eru veikir og það var ástæða til að flytja þá þangað,“ segir hún. Allir tíu eru sjúklingar á Landakoti. Enginn starfsmaður hefur verið sendur á spítala vegna veikindanna. Að minnsta kosti hundrað manns eru komnir í sóttkví og kallað hefur verið til bakvarðasveitarinnar. Guðlaug segir hlutina í stöðugri endurskoðun. „Við munum funda með Landakoti eftir hádegi og farsóttanefndin fundar aftur klukkan fjögur. Við erum að gera ákveðnar ráðstafanir á Landakoti varðandi hólfun og slíkt og það verður unnið í því í dag, þannig að í raun er allt gert til þess að reyna að hefta útbreiðslu á þessu smiti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu kórónuveirusmitanna á Landakoti, að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala. Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn hafa greinst með veiruna og fastlega er gert ráð fyrir að sú tala muni hækka. Tíu sjúklingar hafa verið fluttir á Landspítalann Fossvogi með mikil einkenni. „Þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er hópsýking og það má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans,“ segir Guðlaug í samtali við fréttastofu, eftir fund sinn með farsóttanefnd Landspítalans. Af persónuverndarsjónarmiðum getur Guðlaug ekki upplýst um hvort einhver sé alvarlega veikur. „Ég get ekki svarað því en við erum búin að flytja tíu sjúklinga inn í Fossvog, sem segir að þeir eru veikir og það var ástæða til að flytja þá þangað,“ segir hún. Allir tíu eru sjúklingar á Landakoti. Enginn starfsmaður hefur verið sendur á spítala vegna veikindanna. Að minnsta kosti hundrað manns eru komnir í sóttkví og kallað hefur verið til bakvarðasveitarinnar. Guðlaug segir hlutina í stöðugri endurskoðun. „Við munum funda með Landakoti eftir hádegi og farsóttanefndin fundar aftur klukkan fjögur. Við erum að gera ákveðnar ráðstafanir á Landakoti varðandi hólfun og slíkt og það verður unnið í því í dag, þannig að í raun er allt gert til þess að reyna að hefta útbreiðslu á þessu smiti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira