Maðurinn sem lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli í fyrrinótt hét Jósef G. Kristjánsson, fæddur þann 28. nóvember 1967. Jósef var búsettur með unnustu sinni á Bifröst í Borgarfirði.

Jósef lætur eftir sig níu börn á aldrinum átta til 31 árs, barnabörn og foreldra.
Jósef lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli í fyrrinótt þegar jarðýta sem hann stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikill hæð.