Grímulaus andstaða Helga Seljan við Samherja Páll Steingrímsson skrifar 23. október 2020 11:01 Helgi Seljan reynir ekki lengur að leyna andstöðu sinni gagnvart Samherja. Framganga hans á samfélagsmiðlum er með þeim hætti að hann virðist ekki hafa neinn áhuga á því að reyna að virðast hlutlaus út á við og skeytir þannig engu um trúverðugleika Ríkisútvarpsins. Síðastliðinn miðvikudag bárust fréttir þess efnis að Samherji Holding, félag tengt Samherja, hefði aukið eignarhlut sinn í Eimskip um 0,29% og þannig farið yfir 30% eignarhlut í félaginu. Í leiðinni boðaði Samherji Holding að félagið myndi gera öðrum hluthöfum tilboð í hluti sína í Eimskip líkt og lög um verðbréfaviðskipti áskilja. Var greint frá því að tilgangurinn væri fyrst og fremst að ljúka tilboðsskyldu gagnvart öðrum hluthöfum Eimskips þar sem félagið fór einnig yfir 30% mörkin í mars á þessu ári en fékk undanþágu frá tilboðsskyldu hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands vegna þeirra sérstöku og óvenjulegu aðstæðna sem voru uppi í íslensku efnahagslífi af völdum Covid-19 heimsfaraldursins. Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, finnur þessu flest til foráttu. Sama dag og greint var frá kaupum Samherja Holding skrifaði hann færslu á Twitter og gagnrýndi seðlabankastjóra harðlega. Er færsla fréttamannsins svohljóðandi: ,,Húrra fyrir Seðlabankastjóranum sem lét spila með sig...what a joke.‘‘ Með færslunni fylgdi hlekkur á frétt vefmiðilsins Kjarnans um málið. Þannig gaf Helgi í skyn með færslunni að ósk Samherja Holding um undanþágu frá tilboðsskyldu í mars síðastliðnum hafi verið einhvers konar sýndargjörningur og Seðlabankinn hafi látið blekkjast. Helgi Seljan gekk svo lengra því í umræðum undir færslunni fullyrðir hann að engin ástæða hafi verið til að veita umrædda undanþágu í mars síðastliðnum. „Það að þeim hafi verið heimilað að sleppa undan yfirtökuskyldu í mars vegna Covid var galið...og hreinn fyrirsláttur,“ skrifaði Helgi. Þessar fullyrðingar fréttamannsins eru athyglisverðar og erfitt að skilja hvað hann hefur fyrir sér í þeim efnum. Það er áhugavert að rifja upp hvað átti sér stað frá 10. mars þegar Samherji Holding boðaði að félagið myndi gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð og þar til 20. mars þegar félagið óskaði eftir undanþágu frá yfirtökuskyldunni. Á þessum tíu dögum var fjöldi nýgreindra smita af Covid-19 í veldisvexti í heiminum. Þann 10. mars voru rúmlega 4.000 smit greind í heiminum þann daginn en tíu dögum síaðr var fjöldi greindra smita orðinn rúmlega 24.000 og faraldurinn í hraðri útbreiðslu um heim allan. Þann 11. mars tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að algjört bann yrði á ferðum frá Evrópu til Bandaríkjanna og kepptust lönd innan Evrópu við að loka landamærum sínum í kjölfarið og gripu sum þeirra til enn harðari aðgerða, svo sem útgöngubanns. Tveimur dögum síðar sagði yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) að Evrópa væri orðin miðpunktur faraldursins með fleiri greind smit og dauða af völdum veirunnar en allur heimurinn til samans. Á þessu tíu daga tímabili féll S&P 500 hlutabréfavísitalan í Bandaríkjum um 20% enda var óvissan á fjármálamörkuðum mikil. Það er hægt að færa mjög gildi rök fyrir því óvissan vegna kórónuveirufaraldursins hafi aldrei verið eins mikil og einmitt á þessu tíu daga tímabili frá 10. mars til 20. mars. Raunar má ganga lengra og segja að heimurinn hafi staðið frammi fyrir aðstæðum án hliðstæðu. Hvenær áður hafði voldugasta þjóðríki heimsins bannað allar flugferðir frá heilli heimsálfu? Helgi Seljan heldur því fram að óvissan vegna Covid-19 sé ekki minni núna. Það er vissulega rétt hjá honum að óvissan er ennþá mikil og baráttunni við veiruna er langt frá því að vera lokið en það er erfitt að halda því fram að óvissan sé meiri heldur en í mars þegar engin fordæmi voru fyrir þeim aðgerðum sem gripið var til. Í þessu sambandi er einnig mikilvægt að halda því til haga að þann 10. mars var verð hlutabréfa í Eimskip 135 krónur á hlut og hefði yfirtökutilboð Samherja væntanlega miðast við það verð. Að þessu sinni mun yfirtökutilboð Samherja að öllum líkindum miðast við 176 krónur á hlut sem er 30% hærra heldur en verðið var í mars. Það er því vandséð að aðrir hluthafar hafi borið skertan hlut frá borði vegna undanþágunnar heldur þvert á móti hafa þeir notið hennar ríkulega í formi ávöxtunar á hlutafjáreign sína í félaginu síðan undanþágan var veitt. Það er ekki annað hægt að lesa úr orðum fréttamannsins en að hann telji ákvörðun fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands hafi byggt á einhverju öðru en faglegum sjónarmiðum. Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna Helgi Seljan telur sig betur til þess fallinn til að meta hvað teljist til sérstakra aðstæðna á fjármálamörkuðum en lögfræðingar Seðlabanka Íslands sem búa yfir sérþekkingu á verðbréfamarkaðsrétti og regluverki fjármálamarkaðarins. Svo vitað sé býr Helgi Seljan hvorki yfir sérþekkingu á fjármálamörkuðum né túlkun laga, eða yfir höfuð nokkurri menntun til að tala um. Hér má líka spyrja, ef þeir atburðir sem að áttu sér stað í heiminum frá 10.-20. mars teljast ekki til sérstakra og óvenjulegra aðstæðna, hvað fellur eiginlega þar undir? Að öllum líkindum byggir afstaða fréttamannsins ekki á lagatúlkun eða þekkingu heldur byggir hún líklega fremur á grímulausri andstöðu hans við Samherja. Enda fátt sem varðar félagið sem Helgi Seljan finnur sig ekki knúinn til að lýsa vanþóknun sinni á. Með réttu ætti öll hans umfjöllun um Samherja að skoðast í því ljósi. Þar með talinn Kveiksþátturinn sem var sýndur á síðasta ári þar sem settar voru fram alvarlegar ásakanir vegna útgerðar í Namibíu. Flestar þeirra hafa verið leiðréttar á síðustu vikum. Það sem er hins vegar sérstakt umhugsunarefni vegna nýjustu skrifa fréttamannsins á Twitter er auðvitað sú staðreynd að hann hefur enn á ný virt að vettugi siðareglur Ríkisútvarpsins. Fyrir siðanefnd stofnunarinnar er nú rekið mál þar sem eru til umfjöllunar skrif hans og annarra starfsmanna Ríkisútvarpsins á samfélagsmiðla. Sú staðreynd að Helgi Seljan birtir færslur sínar um Samherja núna lýsir auðvitað fullkomlegu skeytingarleysi gagnvart þeirri málsmeðferð, gagnvart Ríkisútvarpinu sjálfu og gagnvart almenningi sem á að geta treyst því að starfsfólk stofnunarinnar sinni störfum sínum af fagmennsku og hlutleysi í samræmi við reglur hennar. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Sjávarútvegur Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Helgi Seljan reynir ekki lengur að leyna andstöðu sinni gagnvart Samherja. Framganga hans á samfélagsmiðlum er með þeim hætti að hann virðist ekki hafa neinn áhuga á því að reyna að virðast hlutlaus út á við og skeytir þannig engu um trúverðugleika Ríkisútvarpsins. Síðastliðinn miðvikudag bárust fréttir þess efnis að Samherji Holding, félag tengt Samherja, hefði aukið eignarhlut sinn í Eimskip um 0,29% og þannig farið yfir 30% eignarhlut í félaginu. Í leiðinni boðaði Samherji Holding að félagið myndi gera öðrum hluthöfum tilboð í hluti sína í Eimskip líkt og lög um verðbréfaviðskipti áskilja. Var greint frá því að tilgangurinn væri fyrst og fremst að ljúka tilboðsskyldu gagnvart öðrum hluthöfum Eimskips þar sem félagið fór einnig yfir 30% mörkin í mars á þessu ári en fékk undanþágu frá tilboðsskyldu hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands vegna þeirra sérstöku og óvenjulegu aðstæðna sem voru uppi í íslensku efnahagslífi af völdum Covid-19 heimsfaraldursins. Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, finnur þessu flest til foráttu. Sama dag og greint var frá kaupum Samherja Holding skrifaði hann færslu á Twitter og gagnrýndi seðlabankastjóra harðlega. Er færsla fréttamannsins svohljóðandi: ,,Húrra fyrir Seðlabankastjóranum sem lét spila með sig...what a joke.‘‘ Með færslunni fylgdi hlekkur á frétt vefmiðilsins Kjarnans um málið. Þannig gaf Helgi í skyn með færslunni að ósk Samherja Holding um undanþágu frá tilboðsskyldu í mars síðastliðnum hafi verið einhvers konar sýndargjörningur og Seðlabankinn hafi látið blekkjast. Helgi Seljan gekk svo lengra því í umræðum undir færslunni fullyrðir hann að engin ástæða hafi verið til að veita umrædda undanþágu í mars síðastliðnum. „Það að þeim hafi verið heimilað að sleppa undan yfirtökuskyldu í mars vegna Covid var galið...og hreinn fyrirsláttur,“ skrifaði Helgi. Þessar fullyrðingar fréttamannsins eru athyglisverðar og erfitt að skilja hvað hann hefur fyrir sér í þeim efnum. Það er áhugavert að rifja upp hvað átti sér stað frá 10. mars þegar Samherji Holding boðaði að félagið myndi gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð og þar til 20. mars þegar félagið óskaði eftir undanþágu frá yfirtökuskyldunni. Á þessum tíu dögum var fjöldi nýgreindra smita af Covid-19 í veldisvexti í heiminum. Þann 10. mars voru rúmlega 4.000 smit greind í heiminum þann daginn en tíu dögum síaðr var fjöldi greindra smita orðinn rúmlega 24.000 og faraldurinn í hraðri útbreiðslu um heim allan. Þann 11. mars tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að algjört bann yrði á ferðum frá Evrópu til Bandaríkjanna og kepptust lönd innan Evrópu við að loka landamærum sínum í kjölfarið og gripu sum þeirra til enn harðari aðgerða, svo sem útgöngubanns. Tveimur dögum síðar sagði yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) að Evrópa væri orðin miðpunktur faraldursins með fleiri greind smit og dauða af völdum veirunnar en allur heimurinn til samans. Á þessu tíu daga tímabili féll S&P 500 hlutabréfavísitalan í Bandaríkjum um 20% enda var óvissan á fjármálamörkuðum mikil. Það er hægt að færa mjög gildi rök fyrir því óvissan vegna kórónuveirufaraldursins hafi aldrei verið eins mikil og einmitt á þessu tíu daga tímabili frá 10. mars til 20. mars. Raunar má ganga lengra og segja að heimurinn hafi staðið frammi fyrir aðstæðum án hliðstæðu. Hvenær áður hafði voldugasta þjóðríki heimsins bannað allar flugferðir frá heilli heimsálfu? Helgi Seljan heldur því fram að óvissan vegna Covid-19 sé ekki minni núna. Það er vissulega rétt hjá honum að óvissan er ennþá mikil og baráttunni við veiruna er langt frá því að vera lokið en það er erfitt að halda því fram að óvissan sé meiri heldur en í mars þegar engin fordæmi voru fyrir þeim aðgerðum sem gripið var til. Í þessu sambandi er einnig mikilvægt að halda því til haga að þann 10. mars var verð hlutabréfa í Eimskip 135 krónur á hlut og hefði yfirtökutilboð Samherja væntanlega miðast við það verð. Að þessu sinni mun yfirtökutilboð Samherja að öllum líkindum miðast við 176 krónur á hlut sem er 30% hærra heldur en verðið var í mars. Það er því vandséð að aðrir hluthafar hafi borið skertan hlut frá borði vegna undanþágunnar heldur þvert á móti hafa þeir notið hennar ríkulega í formi ávöxtunar á hlutafjáreign sína í félaginu síðan undanþágan var veitt. Það er ekki annað hægt að lesa úr orðum fréttamannsins en að hann telji ákvörðun fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands hafi byggt á einhverju öðru en faglegum sjónarmiðum. Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna Helgi Seljan telur sig betur til þess fallinn til að meta hvað teljist til sérstakra aðstæðna á fjármálamörkuðum en lögfræðingar Seðlabanka Íslands sem búa yfir sérþekkingu á verðbréfamarkaðsrétti og regluverki fjármálamarkaðarins. Svo vitað sé býr Helgi Seljan hvorki yfir sérþekkingu á fjármálamörkuðum né túlkun laga, eða yfir höfuð nokkurri menntun til að tala um. Hér má líka spyrja, ef þeir atburðir sem að áttu sér stað í heiminum frá 10.-20. mars teljast ekki til sérstakra og óvenjulegra aðstæðna, hvað fellur eiginlega þar undir? Að öllum líkindum byggir afstaða fréttamannsins ekki á lagatúlkun eða þekkingu heldur byggir hún líklega fremur á grímulausri andstöðu hans við Samherja. Enda fátt sem varðar félagið sem Helgi Seljan finnur sig ekki knúinn til að lýsa vanþóknun sinni á. Með réttu ætti öll hans umfjöllun um Samherja að skoðast í því ljósi. Þar með talinn Kveiksþátturinn sem var sýndur á síðasta ári þar sem settar voru fram alvarlegar ásakanir vegna útgerðar í Namibíu. Flestar þeirra hafa verið leiðréttar á síðustu vikum. Það sem er hins vegar sérstakt umhugsunarefni vegna nýjustu skrifa fréttamannsins á Twitter er auðvitað sú staðreynd að hann hefur enn á ný virt að vettugi siðareglur Ríkisútvarpsins. Fyrir siðanefnd stofnunarinnar er nú rekið mál þar sem eru til umfjöllunar skrif hans og annarra starfsmanna Ríkisútvarpsins á samfélagsmiðla. Sú staðreynd að Helgi Seljan birtir færslur sínar um Samherja núna lýsir auðvitað fullkomlegu skeytingarleysi gagnvart þeirri málsmeðferð, gagnvart Ríkisútvarpinu sjálfu og gagnvart almenningi sem á að geta treyst því að starfsfólk stofnunarinnar sinni störfum sínum af fagmennsku og hlutleysi í samræmi við reglur hennar. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar