Telur ríkisstjórnina ætla að keyra öldrunarheimilin í þrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2020 10:22 Gísli Páll Pálsson er forstjóri Grundarheimilana og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Vísir/Egill Forstjóri Grundarheimilanna, dvalar- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða, segir ríkisstjórnina viljandi svelta öldrunarheimilin með það að markmiði að rekstrinum verði skilað til ríkisins. Ríkisstjórnin geri allt hvað hún geti til að keyra öldrunarheimilin í þrot. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna sem reka Grund við Hringbraut og Ás í Hveragerði, er harðorður í föstudagspistli sínum þessa vikuna. Pistillinn ber titilinn „Skammist ykkar“. Þar vísar hann til stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar árið 2017. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Gísli Páll segir raunina hafa verið allt aðra. Rekstrargrundvöllurinn hafi raunar markvisst verið veiktur í tíð ríkisstjórnarinnar sem lýkur haustið 2021. „Sumir segja sem betur fer,“ segir Gísli. Hann nefnir sérstaklega að hann kannist við tvo af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. Af góðu einu en þann þriðja hafi hann aldrei hitt. Frá setningu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves á Grund.Vísir/Vilhelm „Í stað þess að auka við fjárframlög umfram launa- og verðlagshækkanir, þá eru hjúkrunarheimilin, auk dvalar- og dagdeildarheimila, krafin um niðurskurð upp á hálft prósent á ári. Árin 2018, 2019, 2020 og nú stendur til að skera enn og aftur niður um hálft prósent skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Á sama tíma hefur nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkanir á fjárlögum umfram launa- og verðlagshækkanir á meðan öldrunarþjónustan situr eftir.“ Gísli Páll er afdráttarlaus í pistli sínum „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé með vilja gert til að svelta öldrunarheimilin svo mikið að þau gefist upp og skili rekstrinum til ríkisins. Sem er nákvæmlega það sem er að gerast.“ Hann vísar til nýlegra fregna af því að ríkið taki við rekstri öldrunarheimila á Akureyri um áramótin. „Hið sama er uppi á teningnum, misjafnlega langt komið, í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði, Fjarðarbyggð og víðar. Það er ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli láta sig engu varða þessa grímulausu ríkisvæðingu öldrunarþjónustunnar. En lengi má manninn reyna og mér sýnist þessi ríkisstjórn ætla að gera allt hvað hún getur til að keyra öldrunarheimilin í þrot.“ Samhliða því neyðist stjórnendur þeirra til að draga úr þjónustu til heimilismanna, þeirra sem hafi byggt upp þetta ágæta þjóðfélag sem við búum í. „Þau eiga það síst skilið.“ Þá hnýtur Gísli Páll um rekstur Landspítalans á biðdeild á Vífilsstöðum og segir ýmsa þjónustu þar lakari en á hjúkrunarheimilum landsins. „Fyrir það greiðir ríkið, sjálfu sér, rúmlega 52 þúsund krónur á sólarhring. Fyrir meiri þjónustu í mun huggulegra húsnæði, í flestum tilfellum, á hjúkrunarheimilum landsins greiðir ríkið aftur á móti eingöngu rúmlega 38 þúsund krónur. Fyrir lakari þjónustu greiðir ríkið 36% hærra verð, sérstakt. Það er þetta með Jónana,“ segir Gísli Páll og vísar í orðtakið um Jón og Séra Jón. Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Forstjóri Grundarheimilanna, dvalar- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða, segir ríkisstjórnina viljandi svelta öldrunarheimilin með það að markmiði að rekstrinum verði skilað til ríkisins. Ríkisstjórnin geri allt hvað hún geti til að keyra öldrunarheimilin í þrot. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna sem reka Grund við Hringbraut og Ás í Hveragerði, er harðorður í föstudagspistli sínum þessa vikuna. Pistillinn ber titilinn „Skammist ykkar“. Þar vísar hann til stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar árið 2017. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Gísli Páll segir raunina hafa verið allt aðra. Rekstrargrundvöllurinn hafi raunar markvisst verið veiktur í tíð ríkisstjórnarinnar sem lýkur haustið 2021. „Sumir segja sem betur fer,“ segir Gísli. Hann nefnir sérstaklega að hann kannist við tvo af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. Af góðu einu en þann þriðja hafi hann aldrei hitt. Frá setningu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves á Grund.Vísir/Vilhelm „Í stað þess að auka við fjárframlög umfram launa- og verðlagshækkanir, þá eru hjúkrunarheimilin, auk dvalar- og dagdeildarheimila, krafin um niðurskurð upp á hálft prósent á ári. Árin 2018, 2019, 2020 og nú stendur til að skera enn og aftur niður um hálft prósent skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Á sama tíma hefur nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkanir á fjárlögum umfram launa- og verðlagshækkanir á meðan öldrunarþjónustan situr eftir.“ Gísli Páll er afdráttarlaus í pistli sínum „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé með vilja gert til að svelta öldrunarheimilin svo mikið að þau gefist upp og skili rekstrinum til ríkisins. Sem er nákvæmlega það sem er að gerast.“ Hann vísar til nýlegra fregna af því að ríkið taki við rekstri öldrunarheimila á Akureyri um áramótin. „Hið sama er uppi á teningnum, misjafnlega langt komið, í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði, Fjarðarbyggð og víðar. Það er ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli láta sig engu varða þessa grímulausu ríkisvæðingu öldrunarþjónustunnar. En lengi má manninn reyna og mér sýnist þessi ríkisstjórn ætla að gera allt hvað hún getur til að keyra öldrunarheimilin í þrot.“ Samhliða því neyðist stjórnendur þeirra til að draga úr þjónustu til heimilismanna, þeirra sem hafi byggt upp þetta ágæta þjóðfélag sem við búum í. „Þau eiga það síst skilið.“ Þá hnýtur Gísli Páll um rekstur Landspítalans á biðdeild á Vífilsstöðum og segir ýmsa þjónustu þar lakari en á hjúkrunarheimilum landsins. „Fyrir það greiðir ríkið, sjálfu sér, rúmlega 52 þúsund krónur á sólarhring. Fyrir meiri þjónustu í mun huggulegra húsnæði, í flestum tilfellum, á hjúkrunarheimilum landsins greiðir ríkið aftur á móti eingöngu rúmlega 38 þúsund krónur. Fyrir lakari þjónustu greiðir ríkið 36% hærra verð, sérstakt. Það er þetta með Jónana,“ segir Gísli Páll og vísar í orðtakið um Jón og Séra Jón.
Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda