Yfirmaður smitrakningarteymisins: „Við erum í algjörri draumaaðstöðu til að klára þetta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2020 08:56 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að vinna teymisins í þriðju bylgju faraldursins hafi gengið vel. Þegar smituðum tók að fjölga hratt á skömmum tíma þurfti að bregðast við og bæta við mannskap en teymið finnur strax fyrir því þegar fjöldi smitaðra fer niður á við eins og verið hefur síðustu daga. „Það er þetta þegar fólk minnkar tengslanetið sitt og minnkar fjöldann af þeim sem fólk hittir. Það hefur rosaleg áhrif á þá sem þurfa á sóttkví að halda,“ sagði Jóhann í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær. Aðspurður hvort það væri þá betra að halda sig til hlés núna sagðist hann telja að fljótlega geti almenningur um frjálst höfuð strokið. „Við erum í algjörri draumaaðstöðu til að klára þetta. Við sjáum strax að tölurnar eru að færast okkur í hag og fljótlega getum við um frjálst höfuð strokið.“ Það gæti þó vissulega komið bakslag þegar slakað verði á þeim aðgerðum sem nú eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá væri fólk að taka áhættu með því að vera að hittast mikið á meðan smit væri eitthvað dreift í samfélaginu. „En um leið og tölurnar eru komnar niður eins og við sáum að gerðist í sumar þá eru líkurnar miklu minni, þá geturðu skellt þér í tímann og það eru mjög litlar líkur á að einhver sé smitandi þar. Það er mín tilfinning að það sé stutt eftir og við förum að klára þetta,“ sagði Jóhann og vísaði þarna í líkamsræktartíma sem höfðu verið til umræðu fyrr í viðtalinu, eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að vinna teymisins í þriðju bylgju faraldursins hafi gengið vel. Þegar smituðum tók að fjölga hratt á skömmum tíma þurfti að bregðast við og bæta við mannskap en teymið finnur strax fyrir því þegar fjöldi smitaðra fer niður á við eins og verið hefur síðustu daga. „Það er þetta þegar fólk minnkar tengslanetið sitt og minnkar fjöldann af þeim sem fólk hittir. Það hefur rosaleg áhrif á þá sem þurfa á sóttkví að halda,“ sagði Jóhann í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær. Aðspurður hvort það væri þá betra að halda sig til hlés núna sagðist hann telja að fljótlega geti almenningur um frjálst höfuð strokið. „Við erum í algjörri draumaaðstöðu til að klára þetta. Við sjáum strax að tölurnar eru að færast okkur í hag og fljótlega getum við um frjálst höfuð strokið.“ Það gæti þó vissulega komið bakslag þegar slakað verði á þeim aðgerðum sem nú eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá væri fólk að taka áhættu með því að vera að hittast mikið á meðan smit væri eitthvað dreift í samfélaginu. „En um leið og tölurnar eru komnar niður eins og við sáum að gerðist í sumar þá eru líkurnar miklu minni, þá geturðu skellt þér í tímann og það eru mjög litlar líkur á að einhver sé smitandi þar. Það er mín tilfinning að það sé stutt eftir og við förum að klára þetta,“ sagði Jóhann og vísaði þarna í líkamsræktartíma sem höfðu verið til umræðu fyrr í viðtalinu, eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira