Yfirmaður smitrakningarteymisins: „Við erum í algjörri draumaaðstöðu til að klára þetta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2020 08:56 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að vinna teymisins í þriðju bylgju faraldursins hafi gengið vel. Þegar smituðum tók að fjölga hratt á skömmum tíma þurfti að bregðast við og bæta við mannskap en teymið finnur strax fyrir því þegar fjöldi smitaðra fer niður á við eins og verið hefur síðustu daga. „Það er þetta þegar fólk minnkar tengslanetið sitt og minnkar fjöldann af þeim sem fólk hittir. Það hefur rosaleg áhrif á þá sem þurfa á sóttkví að halda,“ sagði Jóhann í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær. Aðspurður hvort það væri þá betra að halda sig til hlés núna sagðist hann telja að fljótlega geti almenningur um frjálst höfuð strokið. „Við erum í algjörri draumaaðstöðu til að klára þetta. Við sjáum strax að tölurnar eru að færast okkur í hag og fljótlega getum við um frjálst höfuð strokið.“ Það gæti þó vissulega komið bakslag þegar slakað verði á þeim aðgerðum sem nú eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá væri fólk að taka áhættu með því að vera að hittast mikið á meðan smit væri eitthvað dreift í samfélaginu. „En um leið og tölurnar eru komnar niður eins og við sáum að gerðist í sumar þá eru líkurnar miklu minni, þá geturðu skellt þér í tímann og það eru mjög litlar líkur á að einhver sé smitandi þar. Það er mín tilfinning að það sé stutt eftir og við förum að klára þetta,“ sagði Jóhann og vísaði þarna í líkamsræktartíma sem höfðu verið til umræðu fyrr í viðtalinu, eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að vinna teymisins í þriðju bylgju faraldursins hafi gengið vel. Þegar smituðum tók að fjölga hratt á skömmum tíma þurfti að bregðast við og bæta við mannskap en teymið finnur strax fyrir því þegar fjöldi smitaðra fer niður á við eins og verið hefur síðustu daga. „Það er þetta þegar fólk minnkar tengslanetið sitt og minnkar fjöldann af þeim sem fólk hittir. Það hefur rosaleg áhrif á þá sem þurfa á sóttkví að halda,“ sagði Jóhann í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær. Aðspurður hvort það væri þá betra að halda sig til hlés núna sagðist hann telja að fljótlega geti almenningur um frjálst höfuð strokið. „Við erum í algjörri draumaaðstöðu til að klára þetta. Við sjáum strax að tölurnar eru að færast okkur í hag og fljótlega getum við um frjálst höfuð strokið.“ Það gæti þó vissulega komið bakslag þegar slakað verði á þeim aðgerðum sem nú eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá væri fólk að taka áhættu með því að vera að hittast mikið á meðan smit væri eitthvað dreift í samfélaginu. „En um leið og tölurnar eru komnar niður eins og við sáum að gerðist í sumar þá eru líkurnar miklu minni, þá geturðu skellt þér í tímann og það eru mjög litlar líkur á að einhver sé smitandi þar. Það er mín tilfinning að það sé stutt eftir og við förum að klára þetta,“ sagði Jóhann og vísaði þarna í líkamsræktartíma sem höfðu verið til umræðu fyrr í viðtalinu, eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira