Remdesivir samþykkt sem meðferðarúrræði gegn Covid í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2020 22:27 Remdesivir hefur verið samþykkt sem meðferðarúrræði gegn Covid-19 í Bandaríkjunum. Það er fyrsta lyfið til að fá formlegt samþykki sem meðferðarúrræði gegn Covid vestanhafs. Getty/ Fadel Dawood Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt fyrsta lyfið til meðferðar við Covid-19, Remdesivir. Lyfið er veirusýkingalyf sem gefið er sjúklingum, sem lagst hafa inn á spítala, í gegn um æð. Rannsókn sem leidd var af heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sýndi fram á að lyfið, sem lyfjafyrirtækið Gilead Sciences Inc. kallar Veklury, hafi að meðaltali flýtt bata sjúklinga um fimm daga, úr fimmtán niður í tíu. Heimilt hefur verið í Bandaríkjunum að nota lyfið í neyðartilfellum frá því í vor en er nú fyrsta lyfið sem hefur fengið formlegt samþykki Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna sem meðferðarúrræði við Covid-19. Donald Trump Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sjúklinga sem fengið hefur lyfið, þegar hann veiktist af Covid fyrr í þessum mánuði. Lyfið má nota í meðferð sjúklinga sem náð hafa 12 ára aldri og eru minnst 40 kíló og hafa verið lagðir á sjúkrahús vegna Covid-veikinda. Í tilfellum sjúklinga sem eru yngri en tólf ára má nota lyfið í neyðartilfellum, samkvæmt leyfinu sem hingað til hefur verið í gildi. Lyfið hefur annað hvort verið samþykkt eða má nota í neyðartilfellum í um fimmtíu löndum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði á dögunum samning við Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum á lyfinu. Öll ríki sem koma að samningnum, þar á meðal Ísland, geta nú sótt um að panta skammta af lyfinu og er það fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19. Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. 15. október 2020 16:52 Semja um kaup á Remdesivir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað rammasamning við bandaríska lyfjarisann Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum af Remdesivir sem nýst hefur gegn einkennum Covid-19. 8. október 2020 08:48 Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, eitt af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. 30. júní 2020 20:12 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt fyrsta lyfið til meðferðar við Covid-19, Remdesivir. Lyfið er veirusýkingalyf sem gefið er sjúklingum, sem lagst hafa inn á spítala, í gegn um æð. Rannsókn sem leidd var af heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sýndi fram á að lyfið, sem lyfjafyrirtækið Gilead Sciences Inc. kallar Veklury, hafi að meðaltali flýtt bata sjúklinga um fimm daga, úr fimmtán niður í tíu. Heimilt hefur verið í Bandaríkjunum að nota lyfið í neyðartilfellum frá því í vor en er nú fyrsta lyfið sem hefur fengið formlegt samþykki Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna sem meðferðarúrræði við Covid-19. Donald Trump Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sjúklinga sem fengið hefur lyfið, þegar hann veiktist af Covid fyrr í þessum mánuði. Lyfið má nota í meðferð sjúklinga sem náð hafa 12 ára aldri og eru minnst 40 kíló og hafa verið lagðir á sjúkrahús vegna Covid-veikinda. Í tilfellum sjúklinga sem eru yngri en tólf ára má nota lyfið í neyðartilfellum, samkvæmt leyfinu sem hingað til hefur verið í gildi. Lyfið hefur annað hvort verið samþykkt eða má nota í neyðartilfellum í um fimmtíu löndum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði á dögunum samning við Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum á lyfinu. Öll ríki sem koma að samningnum, þar á meðal Ísland, geta nú sótt um að panta skammta af lyfinu og er það fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19.
Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. 15. október 2020 16:52 Semja um kaup á Remdesivir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað rammasamning við bandaríska lyfjarisann Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum af Remdesivir sem nýst hefur gegn einkennum Covid-19. 8. október 2020 08:48 Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, eitt af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. 30. júní 2020 20:12 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. 15. október 2020 16:52
Semja um kaup á Remdesivir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað rammasamning við bandaríska lyfjarisann Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum af Remdesivir sem nýst hefur gegn einkennum Covid-19. 8. október 2020 08:48
Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, eitt af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. 30. júní 2020 20:12