Remdesivir samþykkt sem meðferðarúrræði gegn Covid í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2020 22:27 Remdesivir hefur verið samþykkt sem meðferðarúrræði gegn Covid-19 í Bandaríkjunum. Það er fyrsta lyfið til að fá formlegt samþykki sem meðferðarúrræði gegn Covid vestanhafs. Getty/ Fadel Dawood Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt fyrsta lyfið til meðferðar við Covid-19, Remdesivir. Lyfið er veirusýkingalyf sem gefið er sjúklingum, sem lagst hafa inn á spítala, í gegn um æð. Rannsókn sem leidd var af heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sýndi fram á að lyfið, sem lyfjafyrirtækið Gilead Sciences Inc. kallar Veklury, hafi að meðaltali flýtt bata sjúklinga um fimm daga, úr fimmtán niður í tíu. Heimilt hefur verið í Bandaríkjunum að nota lyfið í neyðartilfellum frá því í vor en er nú fyrsta lyfið sem hefur fengið formlegt samþykki Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna sem meðferðarúrræði við Covid-19. Donald Trump Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sjúklinga sem fengið hefur lyfið, þegar hann veiktist af Covid fyrr í þessum mánuði. Lyfið má nota í meðferð sjúklinga sem náð hafa 12 ára aldri og eru minnst 40 kíló og hafa verið lagðir á sjúkrahús vegna Covid-veikinda. Í tilfellum sjúklinga sem eru yngri en tólf ára má nota lyfið í neyðartilfellum, samkvæmt leyfinu sem hingað til hefur verið í gildi. Lyfið hefur annað hvort verið samþykkt eða má nota í neyðartilfellum í um fimmtíu löndum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði á dögunum samning við Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum á lyfinu. Öll ríki sem koma að samningnum, þar á meðal Ísland, geta nú sótt um að panta skammta af lyfinu og er það fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19. Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. 15. október 2020 16:52 Semja um kaup á Remdesivir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað rammasamning við bandaríska lyfjarisann Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum af Remdesivir sem nýst hefur gegn einkennum Covid-19. 8. október 2020 08:48 Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, eitt af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. 30. júní 2020 20:12 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt fyrsta lyfið til meðferðar við Covid-19, Remdesivir. Lyfið er veirusýkingalyf sem gefið er sjúklingum, sem lagst hafa inn á spítala, í gegn um æð. Rannsókn sem leidd var af heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sýndi fram á að lyfið, sem lyfjafyrirtækið Gilead Sciences Inc. kallar Veklury, hafi að meðaltali flýtt bata sjúklinga um fimm daga, úr fimmtán niður í tíu. Heimilt hefur verið í Bandaríkjunum að nota lyfið í neyðartilfellum frá því í vor en er nú fyrsta lyfið sem hefur fengið formlegt samþykki Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna sem meðferðarúrræði við Covid-19. Donald Trump Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sjúklinga sem fengið hefur lyfið, þegar hann veiktist af Covid fyrr í þessum mánuði. Lyfið má nota í meðferð sjúklinga sem náð hafa 12 ára aldri og eru minnst 40 kíló og hafa verið lagðir á sjúkrahús vegna Covid-veikinda. Í tilfellum sjúklinga sem eru yngri en tólf ára má nota lyfið í neyðartilfellum, samkvæmt leyfinu sem hingað til hefur verið í gildi. Lyfið hefur annað hvort verið samþykkt eða má nota í neyðartilfellum í um fimmtíu löndum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði á dögunum samning við Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum á lyfinu. Öll ríki sem koma að samningnum, þar á meðal Ísland, geta nú sótt um að panta skammta af lyfinu og er það fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19.
Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. 15. október 2020 16:52 Semja um kaup á Remdesivir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað rammasamning við bandaríska lyfjarisann Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum af Remdesivir sem nýst hefur gegn einkennum Covid-19. 8. október 2020 08:48 Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, eitt af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. 30. júní 2020 20:12 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. 15. október 2020 16:52
Semja um kaup á Remdesivir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað rammasamning við bandaríska lyfjarisann Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum af Remdesivir sem nýst hefur gegn einkennum Covid-19. 8. október 2020 08:48
Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, eitt af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. 30. júní 2020 20:12
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent