Guðmundur Hólmar um atvinnumennskuna: Þetta tók á Anton Ingi Leifsson skrifar 22. október 2020 22:00 Guðmundur Hólmar er mættur á Selfoss og hefur farið vel af stað í Olís-deildinni. STÖÐ 2 SPORT Guðmundur Hólmar Helgason, nú leikmaður Selfoss í Olís-deild karla, segir að árin í atvinnumennskunni hafi tekið á en hann glímdi við mikil meiðsli á meðan hann var úti. Guðmundur snéri aftur í íslenska boltann fyrir þessa leiktíð en hann hafði leikið í bæði Frakklandi og Sviss er hann lét staðar numið í atvinnumennskunni og snéri heim. Guðmundur hefur ekkert slakað á eftir komuna og hefur spilað ansi vel í liði Selfoss áður en allt var sett á ís vegna kórónuveirunnar. „Mér líkar mjög vel hérna. Ég og fjölskyldan erum búin að koma okkur vel fyrir. Samfélagið hefur tekið okkur opnum örmum og bæði hvað varðar handboltann og annað. Okkur líður mjög vel,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Ég var í fjögur ár úti og í hreinskilni sagt þá var þetta erfiður tími. Ég var mikið í meiðslum og átti ekkert auðvelt með það. Maður hefur fylgst með mönnum sem hafa komið heim og þú ert að koma heim í meiri keyrslu.“ „Það fylgir því hérna að þú ert að vinna eða í skóla með. Það er ákveðinn þáttur í þessu líka. Ég var vel undirbúinn og var búinn að ræða þetta við fjölskylduna og pæla í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig.“ Hann segir að þó að þetta hafi verið erfitt og mikil meiðsli, sérstaklega í Frakklandi hjá Cesson Rennes, hafi ekki hjálpað til. „Þetta fer í reynslubankann. Árin tvö í Frakklandi; sérstaklega 2017 þegar ég spilaði held ég einn eða tvo leiki. Ég slít liðbönd í ökkla og fæ svo brjósklos í bakið. Reynslumikil ár sem tóku á.“ Náði ekki markmiðunum í atvinnumennskunni „Að ákveðnu leyti hefði maður viljað vera áfram úti. Manni finnst manni ekki hafa náð þeim markmiðum sem maður setti þegar maður fór út upphaflega,“ en hvaða markmið voru það? „Mig langaði að festa mig í sessi í landsliðinu og komast til Þýskalands í bestu deildina. Það er draumur sem hefur alltaf verið. Að ákveðnu leyti var maður pínu ósáttur fyrst að hafa ekki náð að klára það en svo komu bara önnur markmið í staðinn sem maður er að tækla núna.“ Guðmundur Hólmar Helgason er 28 ára og er ekki orðinn gamall, nema þegar hann labbar inn á gólfið á æfingu á Selfossi segir hann. Hann hefur áfram áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. „Mér finnst ég ekki gamall maður en svo kemur maður á æfingar hérna á Selfossi og þá er maður þriðji elstur. Það er skellur. Það er ekki fyrir það skotið að maður komist aftur inn og það er stefnan.“ „Það var einnig partur af ákvörðuninni að koma heim; maður er dálítið fyrir utan sviðsljósið þegar maður er úti og ekki að spila í bestu deildunum. Hérna er maður sýnilegri og meira í umræðunni. Það hafði áhrif líka,“ sagði Guðmundur en viðtalið við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Guðmundur Hólmar Helgason, nú leikmaður Selfoss í Olís-deild karla, segir að árin í atvinnumennskunni hafi tekið á en hann glímdi við mikil meiðsli á meðan hann var úti. Guðmundur snéri aftur í íslenska boltann fyrir þessa leiktíð en hann hafði leikið í bæði Frakklandi og Sviss er hann lét staðar numið í atvinnumennskunni og snéri heim. Guðmundur hefur ekkert slakað á eftir komuna og hefur spilað ansi vel í liði Selfoss áður en allt var sett á ís vegna kórónuveirunnar. „Mér líkar mjög vel hérna. Ég og fjölskyldan erum búin að koma okkur vel fyrir. Samfélagið hefur tekið okkur opnum örmum og bæði hvað varðar handboltann og annað. Okkur líður mjög vel,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Ég var í fjögur ár úti og í hreinskilni sagt þá var þetta erfiður tími. Ég var mikið í meiðslum og átti ekkert auðvelt með það. Maður hefur fylgst með mönnum sem hafa komið heim og þú ert að koma heim í meiri keyrslu.“ „Það fylgir því hérna að þú ert að vinna eða í skóla með. Það er ákveðinn þáttur í þessu líka. Ég var vel undirbúinn og var búinn að ræða þetta við fjölskylduna og pæla í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig.“ Hann segir að þó að þetta hafi verið erfitt og mikil meiðsli, sérstaklega í Frakklandi hjá Cesson Rennes, hafi ekki hjálpað til. „Þetta fer í reynslubankann. Árin tvö í Frakklandi; sérstaklega 2017 þegar ég spilaði held ég einn eða tvo leiki. Ég slít liðbönd í ökkla og fæ svo brjósklos í bakið. Reynslumikil ár sem tóku á.“ Náði ekki markmiðunum í atvinnumennskunni „Að ákveðnu leyti hefði maður viljað vera áfram úti. Manni finnst manni ekki hafa náð þeim markmiðum sem maður setti þegar maður fór út upphaflega,“ en hvaða markmið voru það? „Mig langaði að festa mig í sessi í landsliðinu og komast til Þýskalands í bestu deildina. Það er draumur sem hefur alltaf verið. Að ákveðnu leyti var maður pínu ósáttur fyrst að hafa ekki náð að klára það en svo komu bara önnur markmið í staðinn sem maður er að tækla núna.“ Guðmundur Hólmar Helgason er 28 ára og er ekki orðinn gamall, nema þegar hann labbar inn á gólfið á æfingu á Selfossi segir hann. Hann hefur áfram áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. „Mér finnst ég ekki gamall maður en svo kemur maður á æfingar hérna á Selfossi og þá er maður þriðji elstur. Það er skellur. Það er ekki fyrir það skotið að maður komist aftur inn og það er stefnan.“ „Það var einnig partur af ákvörðuninni að koma heim; maður er dálítið fyrir utan sviðsljósið þegar maður er úti og ekki að spila í bestu deildunum. Hérna er maður sýnilegri og meira í umræðunni. Það hafði áhrif líka,“ sagði Guðmundur en viðtalið við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni