Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2020 18:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli hafa verið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata sem hann segir stimpla alla lögreglumenn sem kynþáttahatara. Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. „Það er mikilvægt að lögreglan sé ekki merkt með neinum hætti sem gefur eitthvað til kynna að þau séu ekki til þjónustu fyrir alla þá sem hér búa. Og það er mikilvægt að við fylgjum því eftir og það verður gert, hvort sem þörf er á aukinni fræðslu eða menntun eða annað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar. „En þetta hefur kannski opnað augu margra fyrir hvað tákn merkja, hvaða skilaboð þau gefa og hvað þau þýða fyrir annað fólk sem lögreglan er að þjóna,“ segir Áslaug. Tákn sem þessi hafi ekki verið mikið til umræðu hérlendis en með fjölbreyttara samfélagi þurfi að taka tillit til mismunandi túlkanna. En finnst þér umræðan hafa verið óvægin? „Já auðvitað tel ég ekki að það sé grasserandi kynþáttahyggja innan lögreglunnar hér á landi en ég tel aftur á móti að við þurfum alltaf að læra af þessu því við munum alltaf fordæma hvers konar haturstákn eða orðræðu sem upp kemur og við getum lært af þessu og skilið hvernig fólk upplifir þessi tákn og hvað þau merkja,“ segir Áslaug. Lögreglan Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. 22. október 2020 15:15 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli hafa verið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata sem hann segir stimpla alla lögreglumenn sem kynþáttahatara. Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. „Það er mikilvægt að lögreglan sé ekki merkt með neinum hætti sem gefur eitthvað til kynna að þau séu ekki til þjónustu fyrir alla þá sem hér búa. Og það er mikilvægt að við fylgjum því eftir og það verður gert, hvort sem þörf er á aukinni fræðslu eða menntun eða annað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar. „En þetta hefur kannski opnað augu margra fyrir hvað tákn merkja, hvaða skilaboð þau gefa og hvað þau þýða fyrir annað fólk sem lögreglan er að þjóna,“ segir Áslaug. Tákn sem þessi hafi ekki verið mikið til umræðu hérlendis en með fjölbreyttara samfélagi þurfi að taka tillit til mismunandi túlkanna. En finnst þér umræðan hafa verið óvægin? „Já auðvitað tel ég ekki að það sé grasserandi kynþáttahyggja innan lögreglunnar hér á landi en ég tel aftur á móti að við þurfum alltaf að læra af þessu því við munum alltaf fordæma hvers konar haturstákn eða orðræðu sem upp kemur og við getum lært af þessu og skilið hvernig fólk upplifir þessi tákn og hvað þau merkja,“ segir Áslaug.
Lögreglan Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. 22. október 2020 15:15 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. 22. október 2020 15:15
Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent