Lögreglan, traust minnihlutahópa og tjáning Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 22. október 2020 18:00 Óhjákvæmilega breytist margt í samfélaginu þegar fjölbreytileiki verður meiri. Fleiri innflytjendur og fólk með erlendan bakgrunn, sterkari staða ýmissa minnihlutahópa og fólk með alls kyns sýnileg trúartákn eru hluti af því að búa í fjölbreyttu samfélagi. Almennt er fólki orðið ljóst að það eru ekki aðeins innflytjendur sem þurfa að aðlagast nýjum heimahögum, eins og stefnur yfirvalda fyrr á tíðum gáfu til kynna, heldur tekur allt samfélagið breytingum. Þessi staðreynd er orðin almennt samþykkt þó enn kunni einhverjir að berjast gegn henni. Hluti af þessu er að stofnanir þurfa að aðlaga sig breyttu samfélagi með ýmsum hætti. Lögreglan er ekki undanskilin hér. Lögreglan er sýnilegasti hluti réttarvörslukerfisins. Hérlendis nýtur hún mikils traust og er sú stofnun sem nýtur hvað mesta trausts almennings, og á það sameiginlegt með lögreglu annarra Norðurlanda. Fyrir lögregluna er traust mikilvægasta tækið því það helst í hendur við öryggi í samfélaginu. Samfélagið verður nefnilega öruggara þegar fólk leitar til lögreglu óháð bakgrunni, hvoru tveggja til að tilkynna brot gegn sér eða segja frá sem vitni. Þegar fólk úr öllum kimum samfélagsins ber traust til lögreglunnar verður samfélagið okkar öruggara. En traust er áunnið og það er vandmeðfarið. Hlutleysi lögreglu er annar mikilvægur póll í störfum hennar. Eitt af því sem undirstrikar hlutleysið er búningur lögreglumanna og er sérstök fatareglugerð til staðar sem útlistar nákvæmlega hvernig búningurinn lítur út. Hugmyndin að baki því er að lögreglumaðurinn er ekki persóna þegar hann klæðist búningnum heldur er hann hluti réttarvörslukerfisins. Hann er ekki Jón og Gunna með sínar persónulegu skoðanir, hverjar sem þær kunna að vera, heldur er búningurinn tákn þess að lögreglan er hlutlaus og hver sem er, sama hvaða bakgrunn viðkomandi hefur, getur leitað til hennar í skjóli trausts og vænst þess að fá sömu þjónustu og aðrir. Þannig skapast traust og eru því traust og hlutleysi tengt sterkum böndum hvað varða störf lögreglu. Samtímis er samstaða mikilvæg meðal lögreglumanna. Hún er ekki síst mikilvæg til að gæta öryggis lögreglumannanna sjálfra, sem oft á tíðum finna sig í erfiðum og hættulegum aðstæðum. Lögreglumenn eru þeir sem stökkva til og vaða inn í aðstæður sem aðrir hlaupa frá. Þeir spyrja til dæmis ekki um aldur og fyrri störf þegar þeir hefja endurlífgun á manneskju. Til að lögreglumenn geti upplifað öryggistilfinningu í starfi þurfa þeir að treysta félögum sínum fullkomlega. Það er til margar leiðir til að auka samstöðu og er hin lokaða lögreglumenning sá vettvangur þar sem sú samstaðar fær vaxið. Eitt af því sem lögreglumenn hafa notað sem tákn til að sýna samstöðu er „Thin blue line“ merkið. Tákn sem í upphafi táknaði, og táknar enn fyrir marga, samstöðu lögreglumanna. Tákn eru hinsvegar vandmeðfarin því merking þeirra getur tekið breytingum. Tákn geta líka haft ólíka þýðingu fyrir ólíka hópa. Fjölmörg tákn sem í upphafi áttu ekki að þýða eitthvað hatursfullt þýða það í dag, allavega fyrir hluta samfélagsins. Á Íslandi er um 15% landsmanna fólk með erlendan bakgrunn, hlutfallið er mun stærra þegar tekið er inn í myndina fólk með annan erlendan bakgrunn, svo sem einstaklingar sem eiga annað foreldri sitt erlent. Þá hefur líka staða ýmissa minnihlutahópa styrkst verulega á undanförnum áratugum. Lögreglan endurspeglar þó alls ekki samfélag sitt. Fólk sem tilheyrir minnihlutahópum eru örfá innan lögreglunnar. Til mikillar einföldunar má segja að almennt búi lögreglumenn við ákveðna forréttindastöðu í samfélaginu, til dæmis eru þeir að langstærstum hluta með hvítan hörundslit. Fólk í forréttindastöðu ber oft illa kennsl á upplifun þeirra sem búa ekki við slíka stöðu. Það er að mörgu leyti afar eðlilegt. Það er hinsvegar sérstaklega brýnt, vegna eðli lögreglustarfsins, að lögreglumenn fái fræðslu um fjölbreytileika og lögð sé áherslu á að lögreglumenn skilji sjónarhorn minnihlutahópa og valdakerfi samfélagsins. Þess vegna er mikilvægt fyrir lögreglumenn að skoða alla tjáningu sína, hvort sem er í orði, mynd eða verki, og spyrja sig hvort hún sé meiðandi í garð einhverja þeirra hópa samfélagsins sem lögreglumenn þjónusta. Sé einhver vafi til staðar ber lögreglumönnum að horfa til þessa og tjá sig þá ekki með þeim hætti. Einfaldlega vegna þess að slík tjáning af lögreglumönnum getur leitt til ótta og vantrausts gagnvart lögreglu sem síðan getur rýrt öryggi almennings. Allt hangir þetta saman. Allir lögreglunemar fá fræðslu í dag um löggæslustörf í fjölbreyttu samfélagi og á árunum 2017-2018 fengu um 10% starfandi lögreglumanna á landsvísu slíka fræðslu, á vegum Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. En betur má ef duga skal og er brýnt, meðal annars vegna þess að lögreglan endurspeglar illa samfélag sitt, að viðhalda reglulega fræðslu á þessu sviði. Það er ekki síður brýnt að stjórnendur innan lögreglunnar þekki vel til þessa sjónarmiða, og taki föstum tökum á tjáningu sem getur verið meiðandi í garð hluta samfélagsins. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um traust og öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess og því mikilvæga hlutverki sem lögreglan gegnir í því tilliti. Innan þess rúmast enginn vafi um neikvæð viðhorf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Óhjákvæmilega breytist margt í samfélaginu þegar fjölbreytileiki verður meiri. Fleiri innflytjendur og fólk með erlendan bakgrunn, sterkari staða ýmissa minnihlutahópa og fólk með alls kyns sýnileg trúartákn eru hluti af því að búa í fjölbreyttu samfélagi. Almennt er fólki orðið ljóst að það eru ekki aðeins innflytjendur sem þurfa að aðlagast nýjum heimahögum, eins og stefnur yfirvalda fyrr á tíðum gáfu til kynna, heldur tekur allt samfélagið breytingum. Þessi staðreynd er orðin almennt samþykkt þó enn kunni einhverjir að berjast gegn henni. Hluti af þessu er að stofnanir þurfa að aðlaga sig breyttu samfélagi með ýmsum hætti. Lögreglan er ekki undanskilin hér. Lögreglan er sýnilegasti hluti réttarvörslukerfisins. Hérlendis nýtur hún mikils traust og er sú stofnun sem nýtur hvað mesta trausts almennings, og á það sameiginlegt með lögreglu annarra Norðurlanda. Fyrir lögregluna er traust mikilvægasta tækið því það helst í hendur við öryggi í samfélaginu. Samfélagið verður nefnilega öruggara þegar fólk leitar til lögreglu óháð bakgrunni, hvoru tveggja til að tilkynna brot gegn sér eða segja frá sem vitni. Þegar fólk úr öllum kimum samfélagsins ber traust til lögreglunnar verður samfélagið okkar öruggara. En traust er áunnið og það er vandmeðfarið. Hlutleysi lögreglu er annar mikilvægur póll í störfum hennar. Eitt af því sem undirstrikar hlutleysið er búningur lögreglumanna og er sérstök fatareglugerð til staðar sem útlistar nákvæmlega hvernig búningurinn lítur út. Hugmyndin að baki því er að lögreglumaðurinn er ekki persóna þegar hann klæðist búningnum heldur er hann hluti réttarvörslukerfisins. Hann er ekki Jón og Gunna með sínar persónulegu skoðanir, hverjar sem þær kunna að vera, heldur er búningurinn tákn þess að lögreglan er hlutlaus og hver sem er, sama hvaða bakgrunn viðkomandi hefur, getur leitað til hennar í skjóli trausts og vænst þess að fá sömu þjónustu og aðrir. Þannig skapast traust og eru því traust og hlutleysi tengt sterkum böndum hvað varða störf lögreglu. Samtímis er samstaða mikilvæg meðal lögreglumanna. Hún er ekki síst mikilvæg til að gæta öryggis lögreglumannanna sjálfra, sem oft á tíðum finna sig í erfiðum og hættulegum aðstæðum. Lögreglumenn eru þeir sem stökkva til og vaða inn í aðstæður sem aðrir hlaupa frá. Þeir spyrja til dæmis ekki um aldur og fyrri störf þegar þeir hefja endurlífgun á manneskju. Til að lögreglumenn geti upplifað öryggistilfinningu í starfi þurfa þeir að treysta félögum sínum fullkomlega. Það er til margar leiðir til að auka samstöðu og er hin lokaða lögreglumenning sá vettvangur þar sem sú samstaðar fær vaxið. Eitt af því sem lögreglumenn hafa notað sem tákn til að sýna samstöðu er „Thin blue line“ merkið. Tákn sem í upphafi táknaði, og táknar enn fyrir marga, samstöðu lögreglumanna. Tákn eru hinsvegar vandmeðfarin því merking þeirra getur tekið breytingum. Tákn geta líka haft ólíka þýðingu fyrir ólíka hópa. Fjölmörg tákn sem í upphafi áttu ekki að þýða eitthvað hatursfullt þýða það í dag, allavega fyrir hluta samfélagsins. Á Íslandi er um 15% landsmanna fólk með erlendan bakgrunn, hlutfallið er mun stærra þegar tekið er inn í myndina fólk með annan erlendan bakgrunn, svo sem einstaklingar sem eiga annað foreldri sitt erlent. Þá hefur líka staða ýmissa minnihlutahópa styrkst verulega á undanförnum áratugum. Lögreglan endurspeglar þó alls ekki samfélag sitt. Fólk sem tilheyrir minnihlutahópum eru örfá innan lögreglunnar. Til mikillar einföldunar má segja að almennt búi lögreglumenn við ákveðna forréttindastöðu í samfélaginu, til dæmis eru þeir að langstærstum hluta með hvítan hörundslit. Fólk í forréttindastöðu ber oft illa kennsl á upplifun þeirra sem búa ekki við slíka stöðu. Það er að mörgu leyti afar eðlilegt. Það er hinsvegar sérstaklega brýnt, vegna eðli lögreglustarfsins, að lögreglumenn fái fræðslu um fjölbreytileika og lögð sé áherslu á að lögreglumenn skilji sjónarhorn minnihlutahópa og valdakerfi samfélagsins. Þess vegna er mikilvægt fyrir lögreglumenn að skoða alla tjáningu sína, hvort sem er í orði, mynd eða verki, og spyrja sig hvort hún sé meiðandi í garð einhverja þeirra hópa samfélagsins sem lögreglumenn þjónusta. Sé einhver vafi til staðar ber lögreglumönnum að horfa til þessa og tjá sig þá ekki með þeim hætti. Einfaldlega vegna þess að slík tjáning af lögreglumönnum getur leitt til ótta og vantrausts gagnvart lögreglu sem síðan getur rýrt öryggi almennings. Allt hangir þetta saman. Allir lögreglunemar fá fræðslu í dag um löggæslustörf í fjölbreyttu samfélagi og á árunum 2017-2018 fengu um 10% starfandi lögreglumanna á landsvísu slíka fræðslu, á vegum Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. En betur má ef duga skal og er brýnt, meðal annars vegna þess að lögreglan endurspeglar illa samfélag sitt, að viðhalda reglulega fræðslu á þessu sviði. Það er ekki síður brýnt að stjórnendur innan lögreglunnar þekki vel til þessa sjónarmiða, og taki föstum tökum á tjáningu sem getur verið meiðandi í garð hluta samfélagsins. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um traust og öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess og því mikilvæga hlutverki sem lögreglan gegnir í því tilliti. Innan þess rúmast enginn vafi um neikvæð viðhorf.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun