„Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 15:31 Egill Einarsson er ekki svo sáttur með stöðuna á líkamsræktarstöðvum landsins. Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. „Ég get verið á skrifstofunni en þetta er helvíti rólegt meðan líkamsræktarstöðvarnar eru lokaðar en vonandi verða þetta bara tvær vikur í viðbót,“ segir Egill Einarsson á FM957 í morgun. „Fólk virðist ekki vera að hreyfa sig mikið þegar þessar stöðvar eru lokaðar. Það er helvíti þreytt að sprikla heima í stofu til lengri tíma. Ég sá það í fyrstu lokuninni að fólk nennti þessu í viku að hoppa heima á gólfinu en það verður fljótt mjög þreytt. Ég sé það bara í þessari lokun að fólk nennir þessu ekkert, fer bara í sófann og mætir þegar það opnar aftur.“ Hann segir að fólk eigi almennt mjög erfitt með mataræðið þegar það er heima allan daginn. „Ég hef aldrei séð fólk koma jafn illa út úr mælingum og á þessu ári. Þú átt alveg að geta gert hörkuæfingar með eigin líkamsþyngd en fólki finnst það bara leiðinlegt. Nú má fólk vera í einhverjum hóptímum en ekki fara í ræktina. Þetta er allt saman mjög sérstakt, en vonandi eru bara einhverjar tvær vikur í þetta.“ Hnefaleikastöð er ekki eins og venjuleg líkamsræktarstöð Hann býst ekkert endilega við að fólk flykkist í ræktina þegar banninu verður aflétt. „Það er notla önnur hver sófakartafla landsins í einhverri herferð gegn líkamsræktarstöðvum. Ég get ekki opnað Vísi þá er einhver trúður kominn að tala um gymmið. Það gleymist svolítið að þessi smit eru úr hnefaleikastöðinni, ekki líkamsrækt. Fólk þekkir greinilega ekki muninn á hnefaleikastöð og líkamsrækt. Líktu bara saman tennisvelli og gymmi. Fólk er bara með frómas í hausnum, því miður. Svo labba þrjú þúsund manns hingað inn í Sporthúsið á dag og það er ekki eitt smit.“ Egill segir að fólk hafi almennt verið mjög duglegt við það að þrífa vel eftir sig í Sporthúsinu og sprittað vel. „Ég er með mikið af fólki sem eru að glíma við andleg veikindi og lyfin þeirra er bara líkamsræktin, hreyfa sig, borða hollt og það þarf að meta kostina og galla áður en þú lokar bara á líkamsrækt. Svo er líka betra að vera í góðu formi ef þú færð þessa ógeðslegu veiru. Þórólfur horfir væntanlega bara á þessa hnefaleikastöð sem rækt, en hann er bara að gera sína vinnu og mér finnst hann standa sig mjög vel og ég er aðdáandi. En fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brennslan Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. „Ég get verið á skrifstofunni en þetta er helvíti rólegt meðan líkamsræktarstöðvarnar eru lokaðar en vonandi verða þetta bara tvær vikur í viðbót,“ segir Egill Einarsson á FM957 í morgun. „Fólk virðist ekki vera að hreyfa sig mikið þegar þessar stöðvar eru lokaðar. Það er helvíti þreytt að sprikla heima í stofu til lengri tíma. Ég sá það í fyrstu lokuninni að fólk nennti þessu í viku að hoppa heima á gólfinu en það verður fljótt mjög þreytt. Ég sé það bara í þessari lokun að fólk nennir þessu ekkert, fer bara í sófann og mætir þegar það opnar aftur.“ Hann segir að fólk eigi almennt mjög erfitt með mataræðið þegar það er heima allan daginn. „Ég hef aldrei séð fólk koma jafn illa út úr mælingum og á þessu ári. Þú átt alveg að geta gert hörkuæfingar með eigin líkamsþyngd en fólki finnst það bara leiðinlegt. Nú má fólk vera í einhverjum hóptímum en ekki fara í ræktina. Þetta er allt saman mjög sérstakt, en vonandi eru bara einhverjar tvær vikur í þetta.“ Hnefaleikastöð er ekki eins og venjuleg líkamsræktarstöð Hann býst ekkert endilega við að fólk flykkist í ræktina þegar banninu verður aflétt. „Það er notla önnur hver sófakartafla landsins í einhverri herferð gegn líkamsræktarstöðvum. Ég get ekki opnað Vísi þá er einhver trúður kominn að tala um gymmið. Það gleymist svolítið að þessi smit eru úr hnefaleikastöðinni, ekki líkamsrækt. Fólk þekkir greinilega ekki muninn á hnefaleikastöð og líkamsrækt. Líktu bara saman tennisvelli og gymmi. Fólk er bara með frómas í hausnum, því miður. Svo labba þrjú þúsund manns hingað inn í Sporthúsið á dag og það er ekki eitt smit.“ Egill segir að fólk hafi almennt verið mjög duglegt við það að þrífa vel eftir sig í Sporthúsinu og sprittað vel. „Ég er með mikið af fólki sem eru að glíma við andleg veikindi og lyfin þeirra er bara líkamsræktin, hreyfa sig, borða hollt og það þarf að meta kostina og galla áður en þú lokar bara á líkamsrækt. Svo er líka betra að vera í góðu formi ef þú færð þessa ógeðslegu veiru. Þórólfur horfir væntanlega bara á þessa hnefaleikastöð sem rækt, en hann er bara að gera sína vinnu og mér finnst hann standa sig mjög vel og ég er aðdáandi. En fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brennslan Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira