Þykir leitt að verða vitni að óróanum í samfélaginu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 11:28 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að sér þyki leitt að verða vitni að þeim óróa sem skapast hefur í samfélaginu eftir að hann skilaði minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar og svo útgáfu nýrra reglugerða ráðherra í kjölfarið. Þórólfur segist telja að bæði hann og ráðuneytið þurfi að draga lærdóm af þessum óróa og verða samhentari og skýrari í framsetningu sinni í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Vísaði hann til reglugerða sem tóku gildi á þriðjudag. Mikið hefur verið rætt um misræmi í minnisblaði sóttvarnalæknis og svo atriði í annarri reglugerðinni sem snýr að því hvort líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu megi hafa opið eða ekki. Lagði Þórólfur til að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu og heimilaði hópatíma í stöðvunum að uppfylltu tuttugu manna samkomubanni og að ítrustu sóttvarna yrði gætt. Þá hefur verið gagnrýnt að fullorðnir megi mæta í ræktina á sama tíma og íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggi alveg niðri. Mörg atriði óskýr og í einstaka tilfellum misvísandi Þórólfur ræddi minnisblaðið og reglugerðirnar á upplýsingafundinum í dag. „Mér þykir leitt að verða vitni að þeim óróa sem hefur komið upp í kjölfarið á útgáfu minnisblaðsins og reglugerðanna en ein af ástæðum þess er vafalaust sú að reglugerðirnar og minnisblaðið er í mörgum atriðum óskýrar og í einstaka tilfellum misvísandi. En ég vona hins vegar að þrátt fyrir þessa hnökra þá sjái allir meginmarkmið aðgerðanna sem er að forðast hópamyndun, forðast of mikla nánd, sérstaklega óskyldra og ótengdra aðila, og forðast smithættu af sameiginlegum snertiflötum. Þetta eru meginatriði aðgerðanna og hafa verið allan tímann í raun og veru,“ sagði Þórólfur. Ef allir hefðu þetta í huga væri nokkuð ljóst hvað þyrfti að gera til að hindra útbreiðslu veirunnar og tryggja þann árangur sem sóst er eftir. Ekki óeðlilegt að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis „Ég held hins vegar að við getum sagt að bæði ég og ráðuneytið þurfum að draga okkar lærdóm af þessum óróa og vera samhentari og skýrari í framsetningu í framtíðinni. Ég vil líka endurtaka það sem ég hef sagt margoft að mér finnst ekkert óeðlilegt við það að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir því sem ég legg til. Stjórnvöld þurfa að taka tillit til fjölmargra annarra þátta en sóttvarna og bera að endingu ábyrgð á þeim ráðstöfunum sem gripið er til,“ sagði Þórólfur. Jafnframt sagðist hann ekki efst um það að ef vikið væri frá tillögum hans þá fylgdu því viðhlítandi skýringar. Þá áréttaði hann að þrátt fyrir að fjölda smitaðra hafi farið fækkandi síðustu daga þá væri baráttunni ekki lokið. „Og ég vil hvetja alla til dáða á næstu mánuðum,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að sér þyki leitt að verða vitni að þeim óróa sem skapast hefur í samfélaginu eftir að hann skilaði minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar og svo útgáfu nýrra reglugerða ráðherra í kjölfarið. Þórólfur segist telja að bæði hann og ráðuneytið þurfi að draga lærdóm af þessum óróa og verða samhentari og skýrari í framsetningu sinni í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Vísaði hann til reglugerða sem tóku gildi á þriðjudag. Mikið hefur verið rætt um misræmi í minnisblaði sóttvarnalæknis og svo atriði í annarri reglugerðinni sem snýr að því hvort líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu megi hafa opið eða ekki. Lagði Þórólfur til að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu og heimilaði hópatíma í stöðvunum að uppfylltu tuttugu manna samkomubanni og að ítrustu sóttvarna yrði gætt. Þá hefur verið gagnrýnt að fullorðnir megi mæta í ræktina á sama tíma og íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggi alveg niðri. Mörg atriði óskýr og í einstaka tilfellum misvísandi Þórólfur ræddi minnisblaðið og reglugerðirnar á upplýsingafundinum í dag. „Mér þykir leitt að verða vitni að þeim óróa sem hefur komið upp í kjölfarið á útgáfu minnisblaðsins og reglugerðanna en ein af ástæðum þess er vafalaust sú að reglugerðirnar og minnisblaðið er í mörgum atriðum óskýrar og í einstaka tilfellum misvísandi. En ég vona hins vegar að þrátt fyrir þessa hnökra þá sjái allir meginmarkmið aðgerðanna sem er að forðast hópamyndun, forðast of mikla nánd, sérstaklega óskyldra og ótengdra aðila, og forðast smithættu af sameiginlegum snertiflötum. Þetta eru meginatriði aðgerðanna og hafa verið allan tímann í raun og veru,“ sagði Þórólfur. Ef allir hefðu þetta í huga væri nokkuð ljóst hvað þyrfti að gera til að hindra útbreiðslu veirunnar og tryggja þann árangur sem sóst er eftir. Ekki óeðlilegt að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis „Ég held hins vegar að við getum sagt að bæði ég og ráðuneytið þurfum að draga okkar lærdóm af þessum óróa og vera samhentari og skýrari í framsetningu í framtíðinni. Ég vil líka endurtaka það sem ég hef sagt margoft að mér finnst ekkert óeðlilegt við það að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir því sem ég legg til. Stjórnvöld þurfa að taka tillit til fjölmargra annarra þátta en sóttvarna og bera að endingu ábyrgð á þeim ráðstöfunum sem gripið er til,“ sagði Þórólfur. Jafnframt sagðist hann ekki efst um það að ef vikið væri frá tillögum hans þá fylgdu því viðhlítandi skýringar. Þá áréttaði hann að þrátt fyrir að fjölda smitaðra hafi farið fækkandi síðustu daga þá væri baráttunni ekki lokið. „Og ég vil hvetja alla til dáða á næstu mánuðum,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira