Hefur ekki undan við að skila þýfi kattarins Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 21. október 2020 19:39 Þjófóttur köttur í Kópavogi virðist taka mið af árstíðum við val á þýfinu. Eigandi segist eiga fullt í fangi með að reyna skila því sem hann stelur af nágrönnunum. Fjölskylda í Kópavogi tók mömmu hans að sér frá Kattholti fyrir einu og hálfu ári en hún var kettlingafull. „Hann var eini kettlingurinn sem kom eiginlega öfugur út og það voru pínu vandræði með fæðinguna, þannig við ákváðum að eiga hann. Hann er mjög óvenjulegur karakter,“ segir Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, eigandi Leós. Fljótlega eftir að Leo varð fullvaxta fór að bera á undarlegri hegðun hans. Í sumar kom Leó nánast á hverjum degi heim með leikföng og sundgleraugu sem hann hafði rænt úr heitum pottum í hverfinu. Í haust tók annað tímabil við. „Hann fór að koma inn með gluggalista,“ segir Theodóra. „Sumir hverjir voru bara mjög langir. Þetta voru bara tveggja metra langir listar sem hann var að draga hérna inn til okkar.“ Og nú virðist Leó vera kominn með annað þema. „Þetta er jólasería. Þannig þetta er nýjasta þemað hjá honum. Ég bara vona að hann fari ekki að draga jólaseríur frá nágrönnunum inn til mín,“ segir Theodóra. „Þannig að hann er svona „seasonal“ safnari.“ Theodóra hefur brugðið á það ráð að auglýsa athæfi kattarins á Facebooksíðu hverfisins þar sem hún lýsir eftir eiganda þýfisins. Þá er hún búin að kaupa GPStæki sem hún festir á köttinn til að geta fylgst með ferðum hans. „Ég á eftir að fara í nokkur hús og skila þessu dóti sem hann hefur verið að taka. Ég vona bara að fólk hafi gaman að þessu, þetta er skemmtileg kista og hún er ægilega góð og við komum þessu til skila sem hann er að taka til.“ Kópavogur Dýr Gæludýr Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Þjófóttur köttur í Kópavogi virðist taka mið af árstíðum við val á þýfinu. Eigandi segist eiga fullt í fangi með að reyna skila því sem hann stelur af nágrönnunum. Fjölskylda í Kópavogi tók mömmu hans að sér frá Kattholti fyrir einu og hálfu ári en hún var kettlingafull. „Hann var eini kettlingurinn sem kom eiginlega öfugur út og það voru pínu vandræði með fæðinguna, þannig við ákváðum að eiga hann. Hann er mjög óvenjulegur karakter,“ segir Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, eigandi Leós. Fljótlega eftir að Leo varð fullvaxta fór að bera á undarlegri hegðun hans. Í sumar kom Leó nánast á hverjum degi heim með leikföng og sundgleraugu sem hann hafði rænt úr heitum pottum í hverfinu. Í haust tók annað tímabil við. „Hann fór að koma inn með gluggalista,“ segir Theodóra. „Sumir hverjir voru bara mjög langir. Þetta voru bara tveggja metra langir listar sem hann var að draga hérna inn til okkar.“ Og nú virðist Leó vera kominn með annað þema. „Þetta er jólasería. Þannig þetta er nýjasta þemað hjá honum. Ég bara vona að hann fari ekki að draga jólaseríur frá nágrönnunum inn til mín,“ segir Theodóra. „Þannig að hann er svona „seasonal“ safnari.“ Theodóra hefur brugðið á það ráð að auglýsa athæfi kattarins á Facebooksíðu hverfisins þar sem hún lýsir eftir eiganda þýfisins. Þá er hún búin að kaupa GPStæki sem hún festir á köttinn til að geta fylgst með ferðum hans. „Ég á eftir að fara í nokkur hús og skila þessu dóti sem hann hefur verið að taka. Ég vona bara að fólk hafi gaman að þessu, þetta er skemmtileg kista og hún er ægilega góð og við komum þessu til skila sem hann er að taka til.“
Kópavogur Dýr Gæludýr Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira