Hefur ekki undan við að skila þýfi kattarins Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 21. október 2020 19:39 Þjófóttur köttur í Kópavogi virðist taka mið af árstíðum við val á þýfinu. Eigandi segist eiga fullt í fangi með að reyna skila því sem hann stelur af nágrönnunum. Fjölskylda í Kópavogi tók mömmu hans að sér frá Kattholti fyrir einu og hálfu ári en hún var kettlingafull. „Hann var eini kettlingurinn sem kom eiginlega öfugur út og það voru pínu vandræði með fæðinguna, þannig við ákváðum að eiga hann. Hann er mjög óvenjulegur karakter,“ segir Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, eigandi Leós. Fljótlega eftir að Leo varð fullvaxta fór að bera á undarlegri hegðun hans. Í sumar kom Leó nánast á hverjum degi heim með leikföng og sundgleraugu sem hann hafði rænt úr heitum pottum í hverfinu. Í haust tók annað tímabil við. „Hann fór að koma inn með gluggalista,“ segir Theodóra. „Sumir hverjir voru bara mjög langir. Þetta voru bara tveggja metra langir listar sem hann var að draga hérna inn til okkar.“ Og nú virðist Leó vera kominn með annað þema. „Þetta er jólasería. Þannig þetta er nýjasta þemað hjá honum. Ég bara vona að hann fari ekki að draga jólaseríur frá nágrönnunum inn til mín,“ segir Theodóra. „Þannig að hann er svona „seasonal“ safnari.“ Theodóra hefur brugðið á það ráð að auglýsa athæfi kattarins á Facebooksíðu hverfisins þar sem hún lýsir eftir eiganda þýfisins. Þá er hún búin að kaupa GPStæki sem hún festir á köttinn til að geta fylgst með ferðum hans. „Ég á eftir að fara í nokkur hús og skila þessu dóti sem hann hefur verið að taka. Ég vona bara að fólk hafi gaman að þessu, þetta er skemmtileg kista og hún er ægilega góð og við komum þessu til skila sem hann er að taka til.“ Kópavogur Dýr Gæludýr Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Þjófóttur köttur í Kópavogi virðist taka mið af árstíðum við val á þýfinu. Eigandi segist eiga fullt í fangi með að reyna skila því sem hann stelur af nágrönnunum. Fjölskylda í Kópavogi tók mömmu hans að sér frá Kattholti fyrir einu og hálfu ári en hún var kettlingafull. „Hann var eini kettlingurinn sem kom eiginlega öfugur út og það voru pínu vandræði með fæðinguna, þannig við ákváðum að eiga hann. Hann er mjög óvenjulegur karakter,“ segir Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, eigandi Leós. Fljótlega eftir að Leo varð fullvaxta fór að bera á undarlegri hegðun hans. Í sumar kom Leó nánast á hverjum degi heim með leikföng og sundgleraugu sem hann hafði rænt úr heitum pottum í hverfinu. Í haust tók annað tímabil við. „Hann fór að koma inn með gluggalista,“ segir Theodóra. „Sumir hverjir voru bara mjög langir. Þetta voru bara tveggja metra langir listar sem hann var að draga hérna inn til okkar.“ Og nú virðist Leó vera kominn með annað þema. „Þetta er jólasería. Þannig þetta er nýjasta þemað hjá honum. Ég bara vona að hann fari ekki að draga jólaseríur frá nágrönnunum inn til mín,“ segir Theodóra. „Þannig að hann er svona „seasonal“ safnari.“ Theodóra hefur brugðið á það ráð að auglýsa athæfi kattarins á Facebooksíðu hverfisins þar sem hún lýsir eftir eiganda þýfisins. Þá er hún búin að kaupa GPStæki sem hún festir á köttinn til að geta fylgst með ferðum hans. „Ég á eftir að fara í nokkur hús og skila þessu dóti sem hann hefur verið að taka. Ég vona bara að fólk hafi gaman að þessu, þetta er skemmtileg kista og hún er ægilega góð og við komum þessu til skila sem hann er að taka til.“
Kópavogur Dýr Gæludýr Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira