Endurtekin sóttkví barna áhyggjuefni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2020 22:31 Óalgengt er að börn veikist alvarlega af kórónuveirunni og almennt vara veikindin stutt, að sögn Valtýs Thors Stefánssonar barnasmitsjúkdómalæknis á barnaspítalanum. Endurtekin sóttkví sé hins vegar áhyggjuefni enda íþyngjandi fyrir börn og fjölskyldur. Ríflega 220 börn eru nú í einangrun með kórónuveirusmit. „Við höfum alveg séð krakka sem verða lasin, eins og fullorðna, en þá sérstaklega unglinga sem verða veikir og fá háan hita og líður bölvanlega. En ekkert þeirra náð því stigi að þurfa innlögn á spítala eða meðhöndlun með einhverjum sértækum lyfjum við Covid-sýkingu,“ segir Valtýr. „En við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að það er mjög fátítt að börnin veikist alvarlega.“ Þau börn sem fá einkenni fá hefðbundin flensueinkenni; kvef, hósta og hita, en þau hressast almennt á þremur til fjórum dögum. Þau þurfa þó alltaf að vera í einangrun í tvær vikur. „Það má kannski halda það að sumum þyki það of langt, sérstaklega fyrir þá sem eru algjörlega einkennalausir. Og sum lönd í kringum okkur hafa verið með styttri tíma í einangrun fyrir þá sem eru einkennalausir. Það getur vel verið að það muni verða síðar meir hjá okkur, þegar við erum komin með betri upplýsingar þess eðlis,“ segir hann. „En grundvallar spurningin er samt hvað er best fyrir almannaheill og hingað til hefur það verið talið besta leiðin til þess að hamla útbreiðslu.“ Þá sé sóttkví ekki síður íþyngjandi. „Það er vissulega eitthvað sem við höfum haft áhyggjur af. Hvernig verður útkoman úr slíkum endurteknum sóttkvíum og fjarvistum frá skóla. Við vitum hreinlega ekki nægilega mikið um það til þess að geta svarað því á þessari stundu hvaða áhrif það hefur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Óalgengt er að börn veikist alvarlega af kórónuveirunni og almennt vara veikindin stutt, að sögn Valtýs Thors Stefánssonar barnasmitsjúkdómalæknis á barnaspítalanum. Endurtekin sóttkví sé hins vegar áhyggjuefni enda íþyngjandi fyrir börn og fjölskyldur. Ríflega 220 börn eru nú í einangrun með kórónuveirusmit. „Við höfum alveg séð krakka sem verða lasin, eins og fullorðna, en þá sérstaklega unglinga sem verða veikir og fá háan hita og líður bölvanlega. En ekkert þeirra náð því stigi að þurfa innlögn á spítala eða meðhöndlun með einhverjum sértækum lyfjum við Covid-sýkingu,“ segir Valtýr. „En við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að það er mjög fátítt að börnin veikist alvarlega.“ Þau börn sem fá einkenni fá hefðbundin flensueinkenni; kvef, hósta og hita, en þau hressast almennt á þremur til fjórum dögum. Þau þurfa þó alltaf að vera í einangrun í tvær vikur. „Það má kannski halda það að sumum þyki það of langt, sérstaklega fyrir þá sem eru algjörlega einkennalausir. Og sum lönd í kringum okkur hafa verið með styttri tíma í einangrun fyrir þá sem eru einkennalausir. Það getur vel verið að það muni verða síðar meir hjá okkur, þegar við erum komin með betri upplýsingar þess eðlis,“ segir hann. „En grundvallar spurningin er samt hvað er best fyrir almannaheill og hingað til hefur það verið talið besta leiðin til þess að hamla útbreiðslu.“ Þá sé sóttkví ekki síður íþyngjandi. „Það er vissulega eitthvað sem við höfum haft áhyggjur af. Hvernig verður útkoman úr slíkum endurteknum sóttkvíum og fjarvistum frá skóla. Við vitum hreinlega ekki nægilega mikið um það til þess að geta svarað því á þessari stundu hvaða áhrif það hefur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira