Tveir erlendir leikmenn farnir frá ÍBV og óljóst með hina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2020 14:31 Grace Hancock og Miyah Watford hafa leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. vísir/daníel Óvíst er hversu margir af erlendu leikmönnunum sem hafa leikið með ÍBV í sumar verða með liðinu í síðustu tveimur leikjum þess í Pepsi Max-deild kvenna, að því gefnu að hægt verði að klára Íslandsmótið. ÍBV er í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sautján stig, einu stigi frá fallsæti. Átta erlendir leikmenn hafa leikið með ÍBV í sumar: Danielle Tolmais, Miyah Watford, Grace Hancock, Fatma Kara, Hanna Kallmaier, Eliza Spruntule, Olga Sevcova og Karlina Miksone. Þær þrjár síðastnefndu eru nú með lettneska landsliðinu sem mætir Svíþjóð og Slóvakíu í undankeppni EM á næstu dögum. Tolmais yfirgaf herbúðir ÍBV fyrir nokkru síðan og ljóst er að þær Watford og Hancock koma ekki aftur til liðsins. Watford lék fimmtán leiki með ÍBV í Pepsi Max-deildinni í sumar og skoraði þrjú mörk og Hancock lék tíu leiki og skoraði eitt mark. „Flestar þeirra eru í landsliðsverkefni eins og er. En af þeim sem byrjuðu mótið eru þrjár farnar. Svo eru hinar samningslausar og það er verið að semja aftur. Þær þurfa reyndar að fara í sóttkví þegar þær mæta aftur. Þetta er mjög óljóst hjá okkur og kemur illa við okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi í dag. „Allar þær sem koma til baka í kringum 1. nóvember eftir landsleikina fara í sóttkví. En það er reyndar ekkert staðfest að þær komi til baka. Þetta er í vinnslu. Við verðum sennilega ekki með sama lið og við höfum spilað á.“ Eins og áður sagði á ÍBV tvo leiki eftir í Pepsi Max-deildinni, gegn Selfossi á útivelli og KR á heimavelli. Ný dagsetning fyrir þá leiki kemur í dag. „Það ætti að vera í lagi að spila hér svo lengi sem það er ekki snjór og vitlaust veður. Við æfum bara úti núna og það ekkert vandamál, nema við þurfum að æfa fyrr út af myrkri,“ sagði Andri aðspurður um aðstæður til fótboltaiðkunar í Vestmannaeyjum. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Langflest félög vildu klára mótið en miklar áhyggjur vegna æfingabanns Langflest knattspyrnufélaganna í efstu deildum karla voru sammála ákvörðun stjórnar KSÍ um að freista þess að klára Íslandsmótið 2020 innan vallar. Miklar áhyggjur eru þó vegna æfingabanns sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2020 13:53 Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Guðni Bergsson útskýrir afstöðu KSÍ að ætla að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. 20. október 2020 18:13 KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Óvíst er hversu margir af erlendu leikmönnunum sem hafa leikið með ÍBV í sumar verða með liðinu í síðustu tveimur leikjum þess í Pepsi Max-deild kvenna, að því gefnu að hægt verði að klára Íslandsmótið. ÍBV er í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sautján stig, einu stigi frá fallsæti. Átta erlendir leikmenn hafa leikið með ÍBV í sumar: Danielle Tolmais, Miyah Watford, Grace Hancock, Fatma Kara, Hanna Kallmaier, Eliza Spruntule, Olga Sevcova og Karlina Miksone. Þær þrjár síðastnefndu eru nú með lettneska landsliðinu sem mætir Svíþjóð og Slóvakíu í undankeppni EM á næstu dögum. Tolmais yfirgaf herbúðir ÍBV fyrir nokkru síðan og ljóst er að þær Watford og Hancock koma ekki aftur til liðsins. Watford lék fimmtán leiki með ÍBV í Pepsi Max-deildinni í sumar og skoraði þrjú mörk og Hancock lék tíu leiki og skoraði eitt mark. „Flestar þeirra eru í landsliðsverkefni eins og er. En af þeim sem byrjuðu mótið eru þrjár farnar. Svo eru hinar samningslausar og það er verið að semja aftur. Þær þurfa reyndar að fara í sóttkví þegar þær mæta aftur. Þetta er mjög óljóst hjá okkur og kemur illa við okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi í dag. „Allar þær sem koma til baka í kringum 1. nóvember eftir landsleikina fara í sóttkví. En það er reyndar ekkert staðfest að þær komi til baka. Þetta er í vinnslu. Við verðum sennilega ekki með sama lið og við höfum spilað á.“ Eins og áður sagði á ÍBV tvo leiki eftir í Pepsi Max-deildinni, gegn Selfossi á útivelli og KR á heimavelli. Ný dagsetning fyrir þá leiki kemur í dag. „Það ætti að vera í lagi að spila hér svo lengi sem það er ekki snjór og vitlaust veður. Við æfum bara úti núna og það ekkert vandamál, nema við þurfum að æfa fyrr út af myrkri,“ sagði Andri aðspurður um aðstæður til fótboltaiðkunar í Vestmannaeyjum.
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Langflest félög vildu klára mótið en miklar áhyggjur vegna æfingabanns Langflest knattspyrnufélaganna í efstu deildum karla voru sammála ákvörðun stjórnar KSÍ um að freista þess að klára Íslandsmótið 2020 innan vallar. Miklar áhyggjur eru þó vegna æfingabanns sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2020 13:53 Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Guðni Bergsson útskýrir afstöðu KSÍ að ætla að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. 20. október 2020 18:13 KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Langflest félög vildu klára mótið en miklar áhyggjur vegna æfingabanns Langflest knattspyrnufélaganna í efstu deildum karla voru sammála ákvörðun stjórnar KSÍ um að freista þess að klára Íslandsmótið 2020 innan vallar. Miklar áhyggjur eru þó vegna æfingabanns sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2020 13:53
Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Guðni Bergsson útskýrir afstöðu KSÍ að ætla að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. 20. október 2020 18:13
KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23