Táningurinn Johan Cruyff skoraði tvívegis þegar Liverpool mætti Ajax síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 13:31 Johan Cruyff var frábær knattspyrnumaður og mikill áhrifavaldur í hollenskum fótbolta sem og hjá Barcelona. Getty/Mark Leech Nítján ára gamall Johan Cruyff var á skotskónum í báðum leikjunum þegar Ajax sló Liverpool út úr Evrópukeppni meistaraliða í desember 1966. Í kvöld mætast liðin í fyrsta sinn síðan þá eða í næstum því 54 ár. Leikurinn á Johan Cruyff Arena í Amsterdam í kvöld verður fyrsti leikur Ajax og Liverpool síðan í Evrópukeppni meistaraliða 1966-67. Ajax vann þá fyrri leikinn 5-1 á heimavelli sínum og tryggði sér síðan sæti í þriðju umferð með því að gera 2-2 jafntefli í seinni leiknum á Anfield í Liverpool. Leikurinn fór fram í mikilli þoku í Amsterdam. Á þessum árum var Johan Cruyff aðeins nítján ára gamall en hafði slegið í gegn á tímabilinu á undan. Johan Cruyff skoraði eitt af fimm mörkum Ajax í fyrri leiknum og skoraði síðan bæði mörkin í jafntefli á Anfield. Cruyff skoraði alls 41 mark í 41 leik í öllum keppnum á þessu tímabili. Stórsigurinn í fyrri leiknum kom Ajax á kortið í Evrópu en liðið átti síðan eftir að vinna Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð frá 1971 til 1973. Þá var Johan Cruyff orðinn besti knattspyrnumaður heims og um sumarið var hann seldur til Barcelona. Hér fyrir neðan má sjá hollenska heimildarmynd um þennan sögulega sigur Ajax á Liverpool. watch on YouTube Frá þessum tapleik í Amsterdam fyrir tæpum 54 árum síðan þá hefur Liverpool ekki tapað í þrettán leikjum á móti hollenskum liðum þar af hefur liðið unnið átta þeirra. Ajax hefur ekki gengið vel í síðustu heimaleikjum sínum í Meistaradeildinni en liðið er án sigurs í síðustu sex leikjum þar af hafa fjórir þeirra tapast og tveir á móti enskum liðum (2-3 á móti Tottenham í maí 2019 og 0-1 á móti Chelsra í október 2019). Leikur Ajax og Liverpool í kvöld hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldins frá og með 18.30 á Stöð 2 Sport 2 en að auki verða sýndir beint leikur Real Madrid og Shakhtar Donetsk (S2 Sport 4 klukkan 16.45), leikur Bayern München og Atletico Madrid (S2 Sport klukkan 18.50) og leikur Manchester City og Porto (S2 Sport 5 klukkan 18.50). watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Nítján ára gamall Johan Cruyff var á skotskónum í báðum leikjunum þegar Ajax sló Liverpool út úr Evrópukeppni meistaraliða í desember 1966. Í kvöld mætast liðin í fyrsta sinn síðan þá eða í næstum því 54 ár. Leikurinn á Johan Cruyff Arena í Amsterdam í kvöld verður fyrsti leikur Ajax og Liverpool síðan í Evrópukeppni meistaraliða 1966-67. Ajax vann þá fyrri leikinn 5-1 á heimavelli sínum og tryggði sér síðan sæti í þriðju umferð með því að gera 2-2 jafntefli í seinni leiknum á Anfield í Liverpool. Leikurinn fór fram í mikilli þoku í Amsterdam. Á þessum árum var Johan Cruyff aðeins nítján ára gamall en hafði slegið í gegn á tímabilinu á undan. Johan Cruyff skoraði eitt af fimm mörkum Ajax í fyrri leiknum og skoraði síðan bæði mörkin í jafntefli á Anfield. Cruyff skoraði alls 41 mark í 41 leik í öllum keppnum á þessu tímabili. Stórsigurinn í fyrri leiknum kom Ajax á kortið í Evrópu en liðið átti síðan eftir að vinna Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð frá 1971 til 1973. Þá var Johan Cruyff orðinn besti knattspyrnumaður heims og um sumarið var hann seldur til Barcelona. Hér fyrir neðan má sjá hollenska heimildarmynd um þennan sögulega sigur Ajax á Liverpool. watch on YouTube Frá þessum tapleik í Amsterdam fyrir tæpum 54 árum síðan þá hefur Liverpool ekki tapað í þrettán leikjum á móti hollenskum liðum þar af hefur liðið unnið átta þeirra. Ajax hefur ekki gengið vel í síðustu heimaleikjum sínum í Meistaradeildinni en liðið er án sigurs í síðustu sex leikjum þar af hafa fjórir þeirra tapast og tveir á móti enskum liðum (2-3 á móti Tottenham í maí 2019 og 0-1 á móti Chelsra í október 2019). Leikur Ajax og Liverpool í kvöld hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldins frá og með 18.30 á Stöð 2 Sport 2 en að auki verða sýndir beint leikur Real Madrid og Shakhtar Donetsk (S2 Sport 4 klukkan 16.45), leikur Bayern München og Atletico Madrid (S2 Sport klukkan 18.50) og leikur Manchester City og Porto (S2 Sport 5 klukkan 18.50). watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn