Fótbolti

Mbappe sagður hafa engan á­huga á að fram­lengja samning sinn hjá PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe eftir tapið gegn Manchester United á síðustu leiktíð.
Mbappe eftir tapið gegn Manchester United á síðustu leiktíð. TF-Images/Getty Images

Kylian Mbappe, framherji PSG, verður ekki leikmaður PSG lengur en til ársins 2022 ef marka má fréttir franskra fjölmiðla fyrr í dag.

Núverandi samningur Mbappe við Parísarliðið rennur út sumarið 2022 en ætli PSG ekki að missa hann frítt gætu þeir þurft að selja hann næsta sumar.

Le Parisien greinir frá því að áhugi Mbappe á því að framlengja við félagið, lengur en til ársins 2022, sé enginn. Real Madrid og Liverpool fylgjast vel með gangi mála hjá Frakkanum.

PSG hefur reynt að fá Frakkinn til þess að framlengja samning sinn enda einn af bestu leikmönnum heims en það hefur ekki tekist til þessa. Franskir miðlar segja áhugann ekki til staðar hjá hinum 21 árs Mbappe.

Parísarliðið borgaði 160 milljónir punda fyrir hann er hann kom frá Mónakó árið 2018 en takist PSG ekki að semja við Mbappe gætu þeir þurft að selja hann næsta sumar í kringum 100 milljónir punda.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Real er á eftir Mbappe. Þeir reyndu að fá hann þegar var fjórtán ára og einnig þegar hann skipti Mónakó út fyrir PSG. Mbappe er ólmur sagður vilja vinna með átrúnaðargoði sínu úr æsku; Zinedine Zidane.

Leikur PSG og Man. United verður í beinni útsendingu í kvöld. Upphitun hefst klukkan 18.30 og öllum leikjum dagsins verður svo gerð skil í Meistaradeildarmörkunum eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×