110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 20. október 2020 16:39 Líkamsræktarstöðvar fengu að opna á ný í dag og bjóða upp á hópatíma. Tækjasalir eru þó enn lokaðir. Vísir/Vilhelm 110 kórónuveirusmit hafa verið rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. Þetta kemur fram í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar tók gildi í dag. Með henni fengu líkamsræktarstöðvar að opna á ný, innan ramma reglugerðarinnar, eftir að hafa verið gert að loka í byrjun mánaðar. Stöðvarnar mega halda úti hóptímum, að uppfylltum skilyrðum um sóttvarnir, tveggja metra reglu og fjöldatakmarkanir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að sér þætti ekki hyggilegt að opna líkamsræktarstöðvar á ný í ljósi þess að þær væru „aðaluppspretta faraldursins“ sem nú gengur yfir. Fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku að margir hefðu smitast af veirunni í tengslum við íþróttaiðkun. Þannig var stærsta hópsýking faraldursins rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs, þar sem 55 greindust með veiruna. Hún dreifði sér svo til 180 annarra og kom af stað minnst fimm minni hópsýkingum, sem m.a. tengist skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Þá hefur tekist að rekja minnst tíu hópsýkingar sem telja 30-50 manns. Einhverjar þeirra tengjast líkamsrækt, að því er fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku. Eins og staðan er í dag hefur tekist að rekja 110 smit beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem hlaupa væntanlega á hundruðum. Þegar kom fram í liðinni viku að á sjötta hundrað hefðu greinst með veiruna í þremur stærstu hópsýkingum landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að ekki sé borin virðing fyrir íþróttahreyfingunni í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann kallar eftir betra samtali við yfirvöld. 20. október 2020 13:31 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
110 kórónuveirusmit hafa verið rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. Þetta kemur fram í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar tók gildi í dag. Með henni fengu líkamsræktarstöðvar að opna á ný, innan ramma reglugerðarinnar, eftir að hafa verið gert að loka í byrjun mánaðar. Stöðvarnar mega halda úti hóptímum, að uppfylltum skilyrðum um sóttvarnir, tveggja metra reglu og fjöldatakmarkanir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að sér þætti ekki hyggilegt að opna líkamsræktarstöðvar á ný í ljósi þess að þær væru „aðaluppspretta faraldursins“ sem nú gengur yfir. Fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku að margir hefðu smitast af veirunni í tengslum við íþróttaiðkun. Þannig var stærsta hópsýking faraldursins rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs, þar sem 55 greindust með veiruna. Hún dreifði sér svo til 180 annarra og kom af stað minnst fimm minni hópsýkingum, sem m.a. tengist skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Þá hefur tekist að rekja minnst tíu hópsýkingar sem telja 30-50 manns. Einhverjar þeirra tengjast líkamsrækt, að því er fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis í síðustu viku. Eins og staðan er í dag hefur tekist að rekja 110 smit beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem hlaupa væntanlega á hundruðum. Þegar kom fram í liðinni viku að á sjötta hundrað hefðu greinst með veiruna í þremur stærstu hópsýkingum landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að ekki sé borin virðing fyrir íþróttahreyfingunni í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann kallar eftir betra samtali við yfirvöld. 20. október 2020 13:31 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
„Ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að ekki sé borin virðing fyrir íþróttahreyfingunni í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Hann kallar eftir betra samtali við yfirvöld. 20. október 2020 13:31
Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03