Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2020 16:45 Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt misræmi í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttaiðkun annars vegar og tilmæla sóttvarnalæknis hins vegar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. Sömu skilyrði skuli gilda um íþróttaiðkun og líkamsrækt, þ.e. að iðka megi hvoru tveggja ef regla um 20 manna hámarksfjölda og 2 metra nálægðarmörk er virt. Líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna á morgun innan þessa ramma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu sem send var út til áréttingar vegna opnunar líkamsræktarstöðva. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt misræmi í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttaiðkun annars vegar og tilmæla sóttvarnalæknis hins vegar. Ákvæði nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir, sem tekur á gildi á morgun, heimilar opnun líkamsræktarstöðva, sem hafa verið lokaðar síðan í byrjun mánaðar. Sóttvarnalæknir hefur hins vegar talað fyrir því að stöðvunum verði lokað áfram í ljósi þess að þangað megi rekja mörg smit í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir. Heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnalæknir funduðu í dag til að fara yfir þau ákvæði sem gilda um íþróttir og líkamsrækt í reglugerð heilbrigðisráðherra. Jafnræðis og meðalhófs gætt Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins sem send var út nú á fimmta tímanum er bent á að í nýjasta minnisblaði sóttvarnalæknis sé lagt til að íþróttaiðkun án snertingar verði leyfð að hámarki í 20 manna hópi, þar sem tveggja metra reglan er virt, sótthreinsun sinnt og engir áhorfendur viðstaddir. Aftur á móti hafi verið lagt til að líkamsræktarstöðvar skyldu lokaðar. „Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekki væri stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Ákvörðunin byggist á því að jafnræðis og meðalhófs sé gætt. „Í reglugerðinni er því kveðið á um að líkamsræktarstöðvar megi vera opnar, að því gefnu að þar sé einungis stunduð starfsemi sem rúmast innan þeirra takmarkana sem reglugerðin setur. Ráðuneytið minnir á að öll blöndun milli hópa er óheimil, hvort sem er í tengslum við salernisaðstöðu, búningsaðstöðu, inn- og útganga o.s.frv,“ segir í tilkynningu. Sóttvarnalæknir vinnur nú að gerð leiðbeininga til heilsuræktar- og íþróttastöðva á grundvelli reglugerðar heilbrigðisráðherra. Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hafa þegar gefið það út að þær hyggist opna á morgun innan þess ramma sem reglugerðin býður. Þannig verði boðið upp á skipulagða hóptíma, að viðhöfðum fjöldatakmörkunum, tveggja metra reglu og öðrum sóttvörnum. Þá verða líkamsræktarstöðvar Hreyfingar einnig líklega opnaðar á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. 19. október 2020 12:24 Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. 16. október 2020 17:24 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. Sömu skilyrði skuli gilda um íþróttaiðkun og líkamsrækt, þ.e. að iðka megi hvoru tveggja ef regla um 20 manna hámarksfjölda og 2 metra nálægðarmörk er virt. Líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna á morgun innan þessa ramma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu sem send var út til áréttingar vegna opnunar líkamsræktarstöðva. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt misræmi í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttaiðkun annars vegar og tilmæla sóttvarnalæknis hins vegar. Ákvæði nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir, sem tekur á gildi á morgun, heimilar opnun líkamsræktarstöðva, sem hafa verið lokaðar síðan í byrjun mánaðar. Sóttvarnalæknir hefur hins vegar talað fyrir því að stöðvunum verði lokað áfram í ljósi þess að þangað megi rekja mörg smit í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir. Heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnalæknir funduðu í dag til að fara yfir þau ákvæði sem gilda um íþróttir og líkamsrækt í reglugerð heilbrigðisráðherra. Jafnræðis og meðalhófs gætt Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins sem send var út nú á fimmta tímanum er bent á að í nýjasta minnisblaði sóttvarnalæknis sé lagt til að íþróttaiðkun án snertingar verði leyfð að hámarki í 20 manna hópi, þar sem tveggja metra reglan er virt, sótthreinsun sinnt og engir áhorfendur viðstaddir. Aftur á móti hafi verið lagt til að líkamsræktarstöðvar skyldu lokaðar. „Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekki væri stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Ákvörðunin byggist á því að jafnræðis og meðalhófs sé gætt. „Í reglugerðinni er því kveðið á um að líkamsræktarstöðvar megi vera opnar, að því gefnu að þar sé einungis stunduð starfsemi sem rúmast innan þeirra takmarkana sem reglugerðin setur. Ráðuneytið minnir á að öll blöndun milli hópa er óheimil, hvort sem er í tengslum við salernisaðstöðu, búningsaðstöðu, inn- og útganga o.s.frv,“ segir í tilkynningu. Sóttvarnalæknir vinnur nú að gerð leiðbeininga til heilsuræktar- og íþróttastöðva á grundvelli reglugerðar heilbrigðisráðherra. Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hafa þegar gefið það út að þær hyggist opna á morgun innan þess ramma sem reglugerðin býður. Þannig verði boðið upp á skipulagða hóptíma, að viðhöfðum fjöldatakmörkunum, tveggja metra reglu og öðrum sóttvörnum. Þá verða líkamsræktarstöðvar Hreyfingar einnig líklega opnaðar á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. 19. október 2020 12:24 Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. 16. október 2020 17:24 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14
Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. 19. október 2020 12:24
Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. 16. október 2020 17:24