Komu í veg fyrir 10.000 manna brúðkaup í New York Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 16:27 Tveir strangtrúaðir gyðingar ganga um grímulausir í Williamsburg í Brooklyn. Smituðum í samfélagi þeirra hefur farið fjölgandi undanfarið. Vísir/EPA Heilbrigðisyfirvöld í New York komu í veg fyrir að samfélag strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn héldi brúðkaupsveislu fyrir allt að 10.000 manns í dag. Fimmtíu manns samkomutakmarkanir eru í gildi í borginni vegna kórónuveirufaraldursins en strangtrúaðir gyðingar hafa amast gegn reglunum. Leiðtogar safnaðarins í Yetev Lev D‘Satmar-bænahúsinu sökuðu yfirvöld í New York um „tilefnislausar árásir“ á brúðkaup barnabarns rabbínans sem átti að fara fram í dag. Athöfnin og hátíðarmálsverður hefði aðeins verið opinn nánustu fjölskyldu og almenningi hefði aðeins verið boðið að vera viðstaddur hluta hátíðarhaldanna. Framkvæmdastjóri heilbrigðismála í New York ákvað að grípa persónulega inn í brúðkaupsáformin vegna ótta yfirvalda við að þúsundir manna gætu komið saman þar. Yfirvöld höfðu spurnir af því að von væri á gestum frá öðrum landshlutum þar sem skæðar kórónuveiruhópsýkingar geisa. Lét hann lögreglufulltrúa afhenda leiðtogum bænahússins tilskipun um bannið á föstudag, að sögn New York Times. New York-borg fór sérstaklega illa út úr fyrstu bylgju faraldursins í vetur og vor en hann hefur blossað upp aftur nú í haus, sérstaklega í Brooklyn, Queens og í sýslum fyrir norðan borgina. Töluverður núningur hefur verið á milli Andrews Cuomo, ríkisstjóra, og samfélags strangtrúaðra gyðinga sem telur á sig hallað með sóttvarnaaðgerðum. Sumir þeirra hafa sakað yfirvöld um að beina spjótum sínum sérstaklega að sér vegna trúar þeirra. Veira hefur breiðst út í hópi strangtrúaðra gyðinga sem búa þétt í nánu sambýli við aðra. Þeir eru jafnframt sagðir vantreysta veraldlegum yfirvöldum og vísindum. Cuomo segir aftur á móti að aðgerðirnar hafi leitt til fækkunar nýrra smita. Ástandið sé hins vegar enn ekki nógu gott í sumum hlutum borgarinnar, þar á meðal í Wlilliamsburg þar sem brúðkaupið átti að fara fram. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í New York komu í veg fyrir að samfélag strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn héldi brúðkaupsveislu fyrir allt að 10.000 manns í dag. Fimmtíu manns samkomutakmarkanir eru í gildi í borginni vegna kórónuveirufaraldursins en strangtrúaðir gyðingar hafa amast gegn reglunum. Leiðtogar safnaðarins í Yetev Lev D‘Satmar-bænahúsinu sökuðu yfirvöld í New York um „tilefnislausar árásir“ á brúðkaup barnabarns rabbínans sem átti að fara fram í dag. Athöfnin og hátíðarmálsverður hefði aðeins verið opinn nánustu fjölskyldu og almenningi hefði aðeins verið boðið að vera viðstaddur hluta hátíðarhaldanna. Framkvæmdastjóri heilbrigðismála í New York ákvað að grípa persónulega inn í brúðkaupsáformin vegna ótta yfirvalda við að þúsundir manna gætu komið saman þar. Yfirvöld höfðu spurnir af því að von væri á gestum frá öðrum landshlutum þar sem skæðar kórónuveiruhópsýkingar geisa. Lét hann lögreglufulltrúa afhenda leiðtogum bænahússins tilskipun um bannið á föstudag, að sögn New York Times. New York-borg fór sérstaklega illa út úr fyrstu bylgju faraldursins í vetur og vor en hann hefur blossað upp aftur nú í haus, sérstaklega í Brooklyn, Queens og í sýslum fyrir norðan borgina. Töluverður núningur hefur verið á milli Andrews Cuomo, ríkisstjóra, og samfélags strangtrúaðra gyðinga sem telur á sig hallað með sóttvarnaaðgerðum. Sumir þeirra hafa sakað yfirvöld um að beina spjótum sínum sérstaklega að sér vegna trúar þeirra. Veira hefur breiðst út í hópi strangtrúaðra gyðinga sem búa þétt í nánu sambýli við aðra. Þeir eru jafnframt sagðir vantreysta veraldlegum yfirvöldum og vísindum. Cuomo segir aftur á móti að aðgerðirnar hafi leitt til fækkunar nýrra smita. Ástandið sé hins vegar enn ekki nógu gott í sumum hlutum borgarinnar, þar á meðal í Wlilliamsburg þar sem brúðkaupið átti að fara fram.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira