Að þora, geta og vilja Una Hildardóttir skrifar 19. október 2020 16:01 Um þessar mundir eru 50 ár síðan Rauðsokkuhreyfingin var stofnuð en 19. október 1970 kom hópur kvenna saman í kjallara Norræna hússins og hreyfing varð til. Fyrr sama ár hafi hópurinn byrjað að koma saman á sama stað til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og tóku þátt i 1. maí göngunni. Þær báru risastóra styttu af konu með slagorðinu „Manneskja – ekki markaðsvara.“ Þungunarrof, getnaðarvarnir, barnaheimili og mat á heimilsstörfum kvenna voru meðal baráttumála hreyfingarinnar. Hálfri öld síðar eru þessi mál enn til umræðu, en sem betur fer höfum við séð miklar framfarir í kvenfrelsismálum. Hið persónulega er fyrir löngu orðið pólitískt og nú eru leikskólar, þungunarrof og fæðingarorlof mál sem rædd eru opinskátt á öllum stigum samfélagsins. Vorið 2019 samþykkti Alþingi lög um þungunarrof sem tryggðu loks sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama en réttur kvenna yfir eigin líkama var eitt fyrsta baráttumál rauðsokkuhreyfingarinnar. Þær tóku þátt í að skrifa löggjöf um fóstureyðingar og getnaðarvarnir en þá var sjálfsákvörðunarréttur kvenna ekki viðurkenndur, samfélagið var ekki til í að samþykkja þá róttæku hugmynd að konur réðu sér sjálfar. Það hafðist loksins, 49 árum seinna. Á spjalli við vinkonur mínar á dögunum rifjaðist upp fyrir mér menntaskólaverkefni sem við höfðum unnið saman fyrir um það bil tíu árum. Umfjöllunarefnið var hvernig kynlíf og þá sérstaklega nakinn kvenmannslíkami væri notaður í auglýsingum. Niðurstaðan var sú að kvenlíkaminn væri svo markaðsvæddur að samfélagið væri hætt að taka eftir því. Þetta var um það bil 40 árum eftir að rauðsokkurnar gengu með styttuna af konunni sem var manneskja en ekki markaðsvara á 1. maí. Við höfum komist svo ofboðslega langt. Fimmtíu ár hljómar eins og langur tími en í stóra samhenginu er þetta ekki mjög langt. Við eigum það til að gleyma því að það er ekki heil mannsævi liðin frá stærstu sigrunum í baráttunni fyrir mannréttindum. Sumir samfélagshópar þurfa enn að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum sínum. Á síðustu árum hafa sem betur fer stórir sigrar verið unnir hver á eftir öðrum. Það er mikilvægt að gleyma ekki hverjir ruddu brautina. Hverjir þorðu, gátu og vildu breyta samfélaginu til hins betra og börðust fyrir breytingum sem við njótum góðs af á hverju degi. Þegar loks sjást sprungur í glerþakinu er mikilvægt að þakka þeim sem létu fyrstu höggin dynja. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Jafnréttismál Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru 50 ár síðan Rauðsokkuhreyfingin var stofnuð en 19. október 1970 kom hópur kvenna saman í kjallara Norræna hússins og hreyfing varð til. Fyrr sama ár hafi hópurinn byrjað að koma saman á sama stað til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og tóku þátt i 1. maí göngunni. Þær báru risastóra styttu af konu með slagorðinu „Manneskja – ekki markaðsvara.“ Þungunarrof, getnaðarvarnir, barnaheimili og mat á heimilsstörfum kvenna voru meðal baráttumála hreyfingarinnar. Hálfri öld síðar eru þessi mál enn til umræðu, en sem betur fer höfum við séð miklar framfarir í kvenfrelsismálum. Hið persónulega er fyrir löngu orðið pólitískt og nú eru leikskólar, þungunarrof og fæðingarorlof mál sem rædd eru opinskátt á öllum stigum samfélagsins. Vorið 2019 samþykkti Alþingi lög um þungunarrof sem tryggðu loks sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama en réttur kvenna yfir eigin líkama var eitt fyrsta baráttumál rauðsokkuhreyfingarinnar. Þær tóku þátt í að skrifa löggjöf um fóstureyðingar og getnaðarvarnir en þá var sjálfsákvörðunarréttur kvenna ekki viðurkenndur, samfélagið var ekki til í að samþykkja þá róttæku hugmynd að konur réðu sér sjálfar. Það hafðist loksins, 49 árum seinna. Á spjalli við vinkonur mínar á dögunum rifjaðist upp fyrir mér menntaskólaverkefni sem við höfðum unnið saman fyrir um það bil tíu árum. Umfjöllunarefnið var hvernig kynlíf og þá sérstaklega nakinn kvenmannslíkami væri notaður í auglýsingum. Niðurstaðan var sú að kvenlíkaminn væri svo markaðsvæddur að samfélagið væri hætt að taka eftir því. Þetta var um það bil 40 árum eftir að rauðsokkurnar gengu með styttuna af konunni sem var manneskja en ekki markaðsvara á 1. maí. Við höfum komist svo ofboðslega langt. Fimmtíu ár hljómar eins og langur tími en í stóra samhenginu er þetta ekki mjög langt. Við eigum það til að gleyma því að það er ekki heil mannsævi liðin frá stærstu sigrunum í baráttunni fyrir mannréttindum. Sumir samfélagshópar þurfa enn að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum sínum. Á síðustu árum hafa sem betur fer stórir sigrar verið unnir hver á eftir öðrum. Það er mikilvægt að gleyma ekki hverjir ruddu brautina. Hverjir þorðu, gátu og vildu breyta samfélaginu til hins betra og börðust fyrir breytingum sem við njótum góðs af á hverju degi. Þegar loks sjást sprungur í glerþakinu er mikilvægt að þakka þeim sem létu fyrstu höggin dynja. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun