Miedema orðin markahæst í sögu deildarinnar er Arsenal valtaði yfir Tottenham | Úrslit dagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2020 16:46 Vivianne Miedema hefur skorað 50 mörk í 50 leikjum fyrir Arsenal. Catherine Ivill/Getty Images Alls fóru fjórir leikir fram í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi í dag. Arsenal vann stórsigur á erkifjendum sínum í Tottenham Hotspur, Everton og Manchester City misstigu sig í toppbaráttunni og Manchester United vann góðan sigur. Leikur Arsenal og Tottenham var í raun búinn eftir aðeins 15. mínútna leik. Staðan þá strax orðin 3-0 þökk sé mörkum Katie McCabe, Vivianne Miedema og Caitlin Foord. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Miedema bætt við tveimur mörkum og þar með fullkomnað þrennu sína. Vivianne Miedema. That s it. That s the tweet. pic.twitter.com/bkYulKIh3r— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 18, 2020 Staðan því 5-0 í hálfleik. Lucia Leon kórónaði leik Tottenham er hún klúðraði vítaspyrnu í upphafi fyrri hálfleiks og þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum skoraði Caitlin Foord sjötta mark Arsenal. Leon minnkaði muninn í 6-1 á 75. mínútu og þar við sat. Öruggur sigur Arsenal og liðið sem fyrr á toppi deildarinnar. Miedema hefur nú skorað 50 mörk í aðeins 50 leikjum í deildinni sem gerir hana að markahæsta leikmanni í sögu ensku Ofurdeildarinnar eins og hún heitir. Both of Vivianne Miedema's first-ever #BarclaysFAWSL goal and the record-breaking goal have been assisted by @DanielleDonk 1st goal October 2017 Everton Van de Donk 50th goal October 2020 Tottenham Van de Donk pic.twitter.com/UpySF4esZi— miedemastuff (@miedemastuff) October 18, 2020 Manchester United heimsótti West Ham United og vann góðan sigur í miklum markaleik. Lokatölur 4-2 þar sem Alessia Russo skoraði tvívegis. Þær Tobin Heath og Christen Press bættu svið sitt hvoru markinu. Emily Van Egmond og Rachel Daly skoruðu mörk West Ham. Everton missteig sig í toppbaráttunni en liðið varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í dag. Sömu sögu er að segja af Manchester City en liðið gerði 1-1 jafntefli við Reading. Staðan í deildinni er þannig að Arsenal er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Þar á eftir koma Everton og Man Utd bæði með 13 stig. Chelsea er svo í 4. sæti með 10 stig en á leik til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi í dag. Arsenal vann stórsigur á erkifjendum sínum í Tottenham Hotspur, Everton og Manchester City misstigu sig í toppbaráttunni og Manchester United vann góðan sigur. Leikur Arsenal og Tottenham var í raun búinn eftir aðeins 15. mínútna leik. Staðan þá strax orðin 3-0 þökk sé mörkum Katie McCabe, Vivianne Miedema og Caitlin Foord. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Miedema bætt við tveimur mörkum og þar með fullkomnað þrennu sína. Vivianne Miedema. That s it. That s the tweet. pic.twitter.com/bkYulKIh3r— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 18, 2020 Staðan því 5-0 í hálfleik. Lucia Leon kórónaði leik Tottenham er hún klúðraði vítaspyrnu í upphafi fyrri hálfleiks og þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum skoraði Caitlin Foord sjötta mark Arsenal. Leon minnkaði muninn í 6-1 á 75. mínútu og þar við sat. Öruggur sigur Arsenal og liðið sem fyrr á toppi deildarinnar. Miedema hefur nú skorað 50 mörk í aðeins 50 leikjum í deildinni sem gerir hana að markahæsta leikmanni í sögu ensku Ofurdeildarinnar eins og hún heitir. Both of Vivianne Miedema's first-ever #BarclaysFAWSL goal and the record-breaking goal have been assisted by @DanielleDonk 1st goal October 2017 Everton Van de Donk 50th goal October 2020 Tottenham Van de Donk pic.twitter.com/UpySF4esZi— miedemastuff (@miedemastuff) October 18, 2020 Manchester United heimsótti West Ham United og vann góðan sigur í miklum markaleik. Lokatölur 4-2 þar sem Alessia Russo skoraði tvívegis. Þær Tobin Heath og Christen Press bættu svið sitt hvoru markinu. Emily Van Egmond og Rachel Daly skoruðu mörk West Ham. Everton missteig sig í toppbaráttunni en liðið varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í dag. Sömu sögu er að segja af Manchester City en liðið gerði 1-1 jafntefli við Reading. Staðan í deildinni er þannig að Arsenal er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Þar á eftir koma Everton og Man Utd bæði með 13 stig. Chelsea er svo í 4. sæti með 10 stig en á leik til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira