Í leik Manchester City og Arsenal í gær kom upp atvik sem hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum. Sergio Agüero, leikmaður Man City, tók þá í öxl aðstoðardómarans Sian Massey-Ellis eftir að hún dæmdi ekki argentíska framherjanum í hag.
Mikil umræða myndaðist hvort Aguero hefði gert slíkt hið sama ef Massey væri karlkyns. Pep Guardiola, þjálfari Man City, kom hinum 32 ára gamla Agüero til varnar eftir leik.
"Come on guys. Sergio is the nicest person I ever met in my life. Look for problems in other situations not in this one."
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2020
„Sergio er ein besta manneskja sem ég hef kynnst á ævi minni. Ekki vera að leita að vandamálum þar sem það eru engin,“ sagði Guardiola eftir leik.
Skoðun Guardiola skiptir þó litlu hér þar sem það stendur skýrt í reglunum að leikmenn megi ekki snerta dómara. Agüero slapp því með skrekkinn.
For those asking.
— Dr Rosena Allin-Khan (@DrRosena) October 17, 2020
IFAB Rule Book:
12.3: Sending off offences include physical or aggressive behaviour towards a match official.https://t.co/QOvWT5vyUc
Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, Aston Villa og núverandi starfsmaðru Sky Sports, sagði að Agüero vissi upp á sig sökina og ætti að vita betur. Þó hrósaði hann Massey-Ellis fyrir viðbrögð sín en hún lyfti einfaldlega upp hendinni og benti svo Aguero á að ganga í burtu.
Hvað leikinn varðar þá vann City 1-0 sigur á Arsenal þökk sé Raheem Sterling. Það er eflaust sá aðili sem Aguero ætti að vera taka utan um frekar en dómara leiksins.