Safnaði tæpri 1,3 milljón til styrktar Bleiku slaufunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 22:01 Eggert Unnar safnaði tæpri 1,3 milljón til styrktar Bleiku slaufunni með því að streyma tölvuleikjaspili í sólarhring. Aðsend Eggert Unnar Snæþórsson, tvítugur tölvuleikjakappi, safnaði tæpum 1,3 milljónum króna til styrktar Bleiku slaufunni. Hann safnaði fjárhæðinni með því að spila tölvuleiki í 24 klukkustundir sem var varpað út í beinni og segist hann afar þakklátur öllum sem styrktu þetta verðuga verkefni. Eggert hefur lengi streymt tölvuleikjaspili á netinu og segir hann það hluti af „stream-menningunni“ að streyma til styrktar góðu málefni. Hann hafi alltaf langað að gera það en viljað að það væri fyrir eitthvað sem skipti hann miklu máli. „Mamma mín fékk brjóstakrabbamein á þessu ári þannig að mér fannst bara tilvalið að gera eitthvað gott fyrir bleiku slaufuna,“ segir Eggert Unnar. „Súrrealískt“ að hafa safnað svo hárri upphæð Svokallað „stream“ er þegar fólk spilar tölvuleiki í netinu í beinni og talar við fólk sem er að fylgjast með eða að spila með. Eggert fékk til sín nokkra fræga gesti sem tóku þátt í streyminu. Alan Walker, plötusnúður og framleiðandi, Herra Hnetusmjör rappari, Aron Mola leikari og fleiri komu að streyminu og segist Eggert þeim mjög þakklátur. „Ég vil þakka þeim sem komu og voru með. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta allt, þetta fór langt fram úr. Ég gerði YouTube myndband fyrir þetta og sagði þar að í draumaheimi ef næðum við hálfri milljón myndi ég fá mér tattoo og það að safna næstum 1,3 milljón króna er geðbilun, þetta er súrrealískt. Ég er mjög þakklátur,“ segir Eggert Unnar. „Ég planaði þetta bara með viku fyrirvara. Ég sendi bara á þá skilaboð og þekkti alla nema Herra Hnetusmjör fyrir. Þannig að ég sendi bara á þá og spurði hvort við ættum ekki að gera eitthvað gott og þeir voru allir til í þetta.“ Ætlaði að streyma í tólf tíma en það breyttist fljótt Hann segist upprunalega hafa ætlað að streyma í tólf tíma. Það hafi hins vegar undið hratt upp á sig og hann endaði á að spila tölvuleiki í beinni útsendingu í sólarhring. Það hafi verð krefjandi, en hann segist bara hafa sofið í tvo klukkutíma nóttina fyrir streymið vegna þess hve hann var stressaður. „Upprunalega ætlaði ég bara að vera í beinni í tólf tíma en ég var með áskoranir, þannig að ef ég náði ákveðinni upphæð þá gerði ég eitthvað í staðin. Ég vaxaði á mér fótleggina, Alexandra kærastan mín málaði mig og fleira. Einn af þessum hlutum var að ef ég myndi ná 3000 dollurum myndi ég gera 24 tíma „stream.“ Þannig að ég var í beinni í 24 tíma.“ Hann segir streymið hafa gengið svo vel að hann hafi verið beðinn um að gera þetta mánaðarlega. „Þetta gekk svo vel að ég var beðinn um að gera þetta mánaðarlega núna en ég held að það sé aðeins of mikið. En hver veit, við sjáum bara til á næsta ári. Þetta var ótrúlega gaman, þetta var einn af bestu dögum lífs míns þannig kannski geri ég þetta aftur. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Eggert Unnar Snæþórsson, tvítugur tölvuleikjakappi, safnaði tæpum 1,3 milljónum króna til styrktar Bleiku slaufunni. Hann safnaði fjárhæðinni með því að spila tölvuleiki í 24 klukkustundir sem var varpað út í beinni og segist hann afar þakklátur öllum sem styrktu þetta verðuga verkefni. Eggert hefur lengi streymt tölvuleikjaspili á netinu og segir hann það hluti af „stream-menningunni“ að streyma til styrktar góðu málefni. Hann hafi alltaf langað að gera það en viljað að það væri fyrir eitthvað sem skipti hann miklu máli. „Mamma mín fékk brjóstakrabbamein á þessu ári þannig að mér fannst bara tilvalið að gera eitthvað gott fyrir bleiku slaufuna,“ segir Eggert Unnar. „Súrrealískt“ að hafa safnað svo hárri upphæð Svokallað „stream“ er þegar fólk spilar tölvuleiki í netinu í beinni og talar við fólk sem er að fylgjast með eða að spila með. Eggert fékk til sín nokkra fræga gesti sem tóku þátt í streyminu. Alan Walker, plötusnúður og framleiðandi, Herra Hnetusmjör rappari, Aron Mola leikari og fleiri komu að streyminu og segist Eggert þeim mjög þakklátur. „Ég vil þakka þeim sem komu og voru með. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta allt, þetta fór langt fram úr. Ég gerði YouTube myndband fyrir þetta og sagði þar að í draumaheimi ef næðum við hálfri milljón myndi ég fá mér tattoo og það að safna næstum 1,3 milljón króna er geðbilun, þetta er súrrealískt. Ég er mjög þakklátur,“ segir Eggert Unnar. „Ég planaði þetta bara með viku fyrirvara. Ég sendi bara á þá skilaboð og þekkti alla nema Herra Hnetusmjör fyrir. Þannig að ég sendi bara á þá og spurði hvort við ættum ekki að gera eitthvað gott og þeir voru allir til í þetta.“ Ætlaði að streyma í tólf tíma en það breyttist fljótt Hann segist upprunalega hafa ætlað að streyma í tólf tíma. Það hafi hins vegar undið hratt upp á sig og hann endaði á að spila tölvuleiki í beinni útsendingu í sólarhring. Það hafi verð krefjandi, en hann segist bara hafa sofið í tvo klukkutíma nóttina fyrir streymið vegna þess hve hann var stressaður. „Upprunalega ætlaði ég bara að vera í beinni í tólf tíma en ég var með áskoranir, þannig að ef ég náði ákveðinni upphæð þá gerði ég eitthvað í staðin. Ég vaxaði á mér fótleggina, Alexandra kærastan mín málaði mig og fleira. Einn af þessum hlutum var að ef ég myndi ná 3000 dollurum myndi ég gera 24 tíma „stream.“ Þannig að ég var í beinni í 24 tíma.“ Hann segir streymið hafa gengið svo vel að hann hafi verið beðinn um að gera þetta mánaðarlega. „Þetta gekk svo vel að ég var beðinn um að gera þetta mánaðarlega núna en ég held að það sé aðeins of mikið. En hver veit, við sjáum bara til á næsta ári. Þetta var ótrúlega gaman, þetta var einn af bestu dögum lífs míns þannig kannski geri ég þetta aftur.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00