Safnaði tæpri 1,3 milljón til styrktar Bleiku slaufunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 22:01 Eggert Unnar safnaði tæpri 1,3 milljón til styrktar Bleiku slaufunni með því að streyma tölvuleikjaspili í sólarhring. Aðsend Eggert Unnar Snæþórsson, tvítugur tölvuleikjakappi, safnaði tæpum 1,3 milljónum króna til styrktar Bleiku slaufunni. Hann safnaði fjárhæðinni með því að spila tölvuleiki í 24 klukkustundir sem var varpað út í beinni og segist hann afar þakklátur öllum sem styrktu þetta verðuga verkefni. Eggert hefur lengi streymt tölvuleikjaspili á netinu og segir hann það hluti af „stream-menningunni“ að streyma til styrktar góðu málefni. Hann hafi alltaf langað að gera það en viljað að það væri fyrir eitthvað sem skipti hann miklu máli. „Mamma mín fékk brjóstakrabbamein á þessu ári þannig að mér fannst bara tilvalið að gera eitthvað gott fyrir bleiku slaufuna,“ segir Eggert Unnar. „Súrrealískt“ að hafa safnað svo hárri upphæð Svokallað „stream“ er þegar fólk spilar tölvuleiki í netinu í beinni og talar við fólk sem er að fylgjast með eða að spila með. Eggert fékk til sín nokkra fræga gesti sem tóku þátt í streyminu. Alan Walker, plötusnúður og framleiðandi, Herra Hnetusmjör rappari, Aron Mola leikari og fleiri komu að streyminu og segist Eggert þeim mjög þakklátur. „Ég vil þakka þeim sem komu og voru með. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta allt, þetta fór langt fram úr. Ég gerði YouTube myndband fyrir þetta og sagði þar að í draumaheimi ef næðum við hálfri milljón myndi ég fá mér tattoo og það að safna næstum 1,3 milljón króna er geðbilun, þetta er súrrealískt. Ég er mjög þakklátur,“ segir Eggert Unnar. „Ég planaði þetta bara með viku fyrirvara. Ég sendi bara á þá skilaboð og þekkti alla nema Herra Hnetusmjör fyrir. Þannig að ég sendi bara á þá og spurði hvort við ættum ekki að gera eitthvað gott og þeir voru allir til í þetta.“ Ætlaði að streyma í tólf tíma en það breyttist fljótt Hann segist upprunalega hafa ætlað að streyma í tólf tíma. Það hafi hins vegar undið hratt upp á sig og hann endaði á að spila tölvuleiki í beinni útsendingu í sólarhring. Það hafi verð krefjandi, en hann segist bara hafa sofið í tvo klukkutíma nóttina fyrir streymið vegna þess hve hann var stressaður. „Upprunalega ætlaði ég bara að vera í beinni í tólf tíma en ég var með áskoranir, þannig að ef ég náði ákveðinni upphæð þá gerði ég eitthvað í staðin. Ég vaxaði á mér fótleggina, Alexandra kærastan mín málaði mig og fleira. Einn af þessum hlutum var að ef ég myndi ná 3000 dollurum myndi ég gera 24 tíma „stream.“ Þannig að ég var í beinni í 24 tíma.“ Hann segir streymið hafa gengið svo vel að hann hafi verið beðinn um að gera þetta mánaðarlega. „Þetta gekk svo vel að ég var beðinn um að gera þetta mánaðarlega núna en ég held að það sé aðeins of mikið. En hver veit, við sjáum bara til á næsta ári. Þetta var ótrúlega gaman, þetta var einn af bestu dögum lífs míns þannig kannski geri ég þetta aftur. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Eggert Unnar Snæþórsson, tvítugur tölvuleikjakappi, safnaði tæpum 1,3 milljónum króna til styrktar Bleiku slaufunni. Hann safnaði fjárhæðinni með því að spila tölvuleiki í 24 klukkustundir sem var varpað út í beinni og segist hann afar þakklátur öllum sem styrktu þetta verðuga verkefni. Eggert hefur lengi streymt tölvuleikjaspili á netinu og segir hann það hluti af „stream-menningunni“ að streyma til styrktar góðu málefni. Hann hafi alltaf langað að gera það en viljað að það væri fyrir eitthvað sem skipti hann miklu máli. „Mamma mín fékk brjóstakrabbamein á þessu ári þannig að mér fannst bara tilvalið að gera eitthvað gott fyrir bleiku slaufuna,“ segir Eggert Unnar. „Súrrealískt“ að hafa safnað svo hárri upphæð Svokallað „stream“ er þegar fólk spilar tölvuleiki í netinu í beinni og talar við fólk sem er að fylgjast með eða að spila með. Eggert fékk til sín nokkra fræga gesti sem tóku þátt í streyminu. Alan Walker, plötusnúður og framleiðandi, Herra Hnetusmjör rappari, Aron Mola leikari og fleiri komu að streyminu og segist Eggert þeim mjög þakklátur. „Ég vil þakka þeim sem komu og voru með. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta allt, þetta fór langt fram úr. Ég gerði YouTube myndband fyrir þetta og sagði þar að í draumaheimi ef næðum við hálfri milljón myndi ég fá mér tattoo og það að safna næstum 1,3 milljón króna er geðbilun, þetta er súrrealískt. Ég er mjög þakklátur,“ segir Eggert Unnar. „Ég planaði þetta bara með viku fyrirvara. Ég sendi bara á þá skilaboð og þekkti alla nema Herra Hnetusmjör fyrir. Þannig að ég sendi bara á þá og spurði hvort við ættum ekki að gera eitthvað gott og þeir voru allir til í þetta.“ Ætlaði að streyma í tólf tíma en það breyttist fljótt Hann segist upprunalega hafa ætlað að streyma í tólf tíma. Það hafi hins vegar undið hratt upp á sig og hann endaði á að spila tölvuleiki í beinni útsendingu í sólarhring. Það hafi verð krefjandi, en hann segist bara hafa sofið í tvo klukkutíma nóttina fyrir streymið vegna þess hve hann var stressaður. „Upprunalega ætlaði ég bara að vera í beinni í tólf tíma en ég var með áskoranir, þannig að ef ég náði ákveðinni upphæð þá gerði ég eitthvað í staðin. Ég vaxaði á mér fótleggina, Alexandra kærastan mín málaði mig og fleira. Einn af þessum hlutum var að ef ég myndi ná 3000 dollurum myndi ég gera 24 tíma „stream.“ Þannig að ég var í beinni í 24 tíma.“ Hann segir streymið hafa gengið svo vel að hann hafi verið beðinn um að gera þetta mánaðarlega. „Þetta gekk svo vel að ég var beðinn um að gera þetta mánaðarlega núna en ég held að það sé aðeins of mikið. En hver veit, við sjáum bara til á næsta ári. Þetta var ótrúlega gaman, þetta var einn af bestu dögum lífs míns þannig kannski geri ég þetta aftur.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00