Fótbolti

Dagskráin í dag: Ítalski boltinn, spænski boltinn, golf og NFL

Ísak Hallmundarson skrifar
Andri Fannar og félagar í Bologna verða í beinni á Stöð 2 Sport 4 kl. 10:30 í dag.
Andri Fannar og félagar í Bologna verða í beinni á Stöð 2 Sport 4 kl. 10:30 í dag. vísir/getty

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Fjölmargar beinar útsendingar eru á boðstólnum, þar ber helst að nefna nokkra leiki úr ítalska fótboltanum, NFL deildinni í Bandaríkjunum, spænska körfuboltann og fótboltann og PGA-mótaröðina í golfi.

Andri Fannar Baldursson og félagar í Bologna taka á móti Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst leikurinn kl. 10:30. Roma og Benevento mætast síðan kl. 18:45 og er sá leikur í beinni útsendingu á sömu stöð.

Villarreal og Valencia mætast í áhugaverðri viðureign í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 14:00. 

Klukkan 16:30 mætir Saski Baskonia stórliði Barcelona í spænsku ACB deildinni í körfubolta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Á slaginu 17:00 mætast síðan Pittsburgh Steelers og Cleveland Browns í NFL-deildinni.

Þetta og fjölmargt fleira verður í boði á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag og fram eftir kvöldi en alla dagskránna má skoða hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×