„Aldrei verið eins mikilvægt fyrir hreyfinguna að vera sameinuð“ Sylvía Hall skrifar 17. október 2020 12:28 Ragnar Þór mun bjóða sig fram til embættis varaforseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir framboð sitt til embættis varaforseta Alþýðusambandsins fyrst og fremst vera til þess fallið að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Undanfarið ár innan Alþýðusambandsins hafi einkennst af togstreitu en nú þurfi allir að stefna í sömu átt. „Við teljum að það hafi aldrei verið eins mikilvægt og núna að hreyfingin standi þétt saman í þeim verkefnum sem fram undan eru, varðandi heimilin og einstaklinga, þegar fer að kreppa að,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Framboðið sýni vilja hans til þess að leggja sitt af mörkum. „Þetta er fyrst og fremst leið til þess að þétta raðirnar eftir litríkt ár innan Alþýðusambandsins.“ Allt gert í góðri sátt Aðspurður hvort hann bjóði sig fram vegna óánægju með núverandi forystu segir hann svo alls ekki vera. „Þetta er allt gert í góðri sátt og ég er mjög sáttur við það upplegg sem við ætlum að reyna að byggja á eftir ASÍ þingið.“ Tvö varaforsetaembætti eru innan Alþýðusambandsins. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, er 1. varaforseti ASÍ og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er 2. varaforseti. Þó liggur fyrir tillaga um að fjölga varaforsetum og býst Ragnar við því að bæði Kristján og Sólveig bjóði sig aftur fram. „Það er hluti af því að stækka forsetateymið, og þar af leiðandi fá öll samböndin og stærstu aðilana innan Alþýðusambandsins saman í eitt öflugt forsetateymi til þess að stýra okkur áfram í þeim málum sem fram undan eru.“ Hann segir nauðsynlegt á óvissutímum sem þessum að verkalýðshreyfingin standi sterk. Það eigi við nú sem áður. „Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir hreyfinguna að vera sameinuð og sterk.“ Kristján Þórður Snæbjarnarson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru varaforsetar ASÍ. Ragnar býst við því að þau bjóði sig fram aftur.Vísir/Vilhelm Stærsta málið að bregðast við tekjufalli Þrátt fyrir krepputímar blasi við segir Ragnar veturinn leggjast ágætlega í sig. Nú þegar sé hafin mikil vinna við tillögur um hvernig eigi að bregðast við tekjufalli heimila og einstaklinga og er verið að setja þær tillögur saman. „Vonandi náum við árangri þar, það er forgangsmálið núna. Við þurfum að grípa fólkið sem er að taka ákvörðun um hvort það eigi að borga reikningana eða kaupa í matinn. Við verðum núna að leggjast öll á eitt og bregðast við vanda þessa hóps,“ segir Ragnar, sem vonar að stjórnvöld taki vel í tillögurnar. Heildaratvinnuleysi var 9 prósent í september og spáir Vinnumálastofnun að almennt atvinnuleysi aukist nokkuð í október og nóvember. Alls voru 18.443 einstaklingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok septembermánaðar og 3.319 í minnkuðu starfshlutfalli. Staðan er verst á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi fór upp í 19,6 prósent í september. Ragnar segir sjá svipaða þróun meðal félagsmanna VR. „Við erum að sjá miklu meira atvinnuleysi á Suðurnesjunum en á höfuðborgarsvæðinu.“ Vinnumarkaður Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Býður sig fram til varaforseta ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til embættis varaforseta á þingi Alþýðusambands Íslands í næstu viku. 17. október 2020 08:12 Óttast að atvinnuleysi í Reykjanesbæ verði komið í 25% fyrir jól Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir því að í Reykjanesbæ verði atvinnuleysi komið í 25% fyrir jól. 14. október 2020 07:40 Erlendir borgarar og ungt fólk tekið þungt högg í faraldrinum Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. 15. október 2020 19:26 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir framboð sitt til embættis varaforseta Alþýðusambandsins fyrst og fremst vera til þess fallið að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Undanfarið ár innan Alþýðusambandsins hafi einkennst af togstreitu en nú þurfi allir að stefna í sömu átt. „Við teljum að það hafi aldrei verið eins mikilvægt og núna að hreyfingin standi þétt saman í þeim verkefnum sem fram undan eru, varðandi heimilin og einstaklinga, þegar fer að kreppa að,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Framboðið sýni vilja hans til þess að leggja sitt af mörkum. „Þetta er fyrst og fremst leið til þess að þétta raðirnar eftir litríkt ár innan Alþýðusambandsins.“ Allt gert í góðri sátt Aðspurður hvort hann bjóði sig fram vegna óánægju með núverandi forystu segir hann svo alls ekki vera. „Þetta er allt gert í góðri sátt og ég er mjög sáttur við það upplegg sem við ætlum að reyna að byggja á eftir ASÍ þingið.“ Tvö varaforsetaembætti eru innan Alþýðusambandsins. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, er 1. varaforseti ASÍ og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er 2. varaforseti. Þó liggur fyrir tillaga um að fjölga varaforsetum og býst Ragnar við því að bæði Kristján og Sólveig bjóði sig aftur fram. „Það er hluti af því að stækka forsetateymið, og þar af leiðandi fá öll samböndin og stærstu aðilana innan Alþýðusambandsins saman í eitt öflugt forsetateymi til þess að stýra okkur áfram í þeim málum sem fram undan eru.“ Hann segir nauðsynlegt á óvissutímum sem þessum að verkalýðshreyfingin standi sterk. Það eigi við nú sem áður. „Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir hreyfinguna að vera sameinuð og sterk.“ Kristján Þórður Snæbjarnarson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru varaforsetar ASÍ. Ragnar býst við því að þau bjóði sig fram aftur.Vísir/Vilhelm Stærsta málið að bregðast við tekjufalli Þrátt fyrir krepputímar blasi við segir Ragnar veturinn leggjast ágætlega í sig. Nú þegar sé hafin mikil vinna við tillögur um hvernig eigi að bregðast við tekjufalli heimila og einstaklinga og er verið að setja þær tillögur saman. „Vonandi náum við árangri þar, það er forgangsmálið núna. Við þurfum að grípa fólkið sem er að taka ákvörðun um hvort það eigi að borga reikningana eða kaupa í matinn. Við verðum núna að leggjast öll á eitt og bregðast við vanda þessa hóps,“ segir Ragnar, sem vonar að stjórnvöld taki vel í tillögurnar. Heildaratvinnuleysi var 9 prósent í september og spáir Vinnumálastofnun að almennt atvinnuleysi aukist nokkuð í október og nóvember. Alls voru 18.443 einstaklingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok septembermánaðar og 3.319 í minnkuðu starfshlutfalli. Staðan er verst á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi fór upp í 19,6 prósent í september. Ragnar segir sjá svipaða þróun meðal félagsmanna VR. „Við erum að sjá miklu meira atvinnuleysi á Suðurnesjunum en á höfuðborgarsvæðinu.“
Vinnumarkaður Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Býður sig fram til varaforseta ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til embættis varaforseta á þingi Alþýðusambands Íslands í næstu viku. 17. október 2020 08:12 Óttast að atvinnuleysi í Reykjanesbæ verði komið í 25% fyrir jól Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir því að í Reykjanesbæ verði atvinnuleysi komið í 25% fyrir jól. 14. október 2020 07:40 Erlendir borgarar og ungt fólk tekið þungt högg í faraldrinum Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. 15. október 2020 19:26 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Býður sig fram til varaforseta ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til embættis varaforseta á þingi Alþýðusambands Íslands í næstu viku. 17. október 2020 08:12
Óttast að atvinnuleysi í Reykjanesbæ verði komið í 25% fyrir jól Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir því að í Reykjanesbæ verði atvinnuleysi komið í 25% fyrir jól. 14. október 2020 07:40
Erlendir borgarar og ungt fólk tekið þungt högg í faraldrinum Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. 15. október 2020 19:26