Tottenham og West Ham nældu í tvo af betri mönnum B-deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 10:30 Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham Hotspur og West Ham United nýttu sér það að félagaskiptagluggi ensku B-deildarinnar lokaði ekki fyrri en seinni partinn í gær. Fengu þau bæði eftirsótta leikmenn úr deildinni rétt áður en glugginn lokaði. Sóknarþungi West Ham eykst Said Benrahma, vængmaður frá Alsír, hefur gert það mjög gott með Brentford undanfarin tvö ár. Hann var mikilvægur hlekkur í frábæru liði Brentford sem fór alla leið í úrslitaleik umspilsins um sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Alls skoraði hann 17 mörk í 43 leikjum. Benrahma fer nú á láni til West Ham út tímabilið og mun félagið kaupa hann eftir það. West Ham borgar Brentford fimm milljónir punda fyrir lánssamninginn. Í samningnum er tekið fram að West Ham skuldbindi sig til að kaupa leikmanninn fyrir 20 milljónir punda næsta sumar. Aðrar fimm milljónir punda gætu svo bæst við en þær eru tengdar árangri Benrahma hjá félaginu. Innan við tvö ár eru síðan Brentfort keypti leikmanninn á aðeins þrjár milljónir punda frá franska félaginu Nice. Síðan þá hefur hann næstum tífaldast í verði. Benrahma er spenntur fyrir tilhugsununni að spila með jafn sögufrægu liði og West Ham. Hann mun vera í treyju númer níu. #WelcomeSaid pic.twitter.com/SO0YR1BnaG— West Ham United (@WestHam) October 16, 2020 Mourinho nældi í miðvörð Ef það er eitthvað sem José Mourinho, þjálfara Tottenham Hotspur, finnst skemmtilegt þá er það að festa kaup á ungum og efnilegum miðvörðum. Það hefur gengið ágætlega hjá honum í gegnum tíðina þó þeir tveir sem hann hafi keypt hjá Manchester United hefi ekki endilega náð þeim hæðum sem hann spáði. Mourinho hefur nú ætt við varnarlínu Tottenham en Joe Rodon skrifaði undir fimm ára samning við félagið í gær. Hinn 22 ára gamli Rodon kemur frá Swansea City og kostar Tottenham 11 milljónir punda. Einnig er ákveðin upphæð tengd árangri hans hjá Lundúnaliðinu. Rodon hefur verið fastamaður í liði Swansea síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið tímabilið 2018-2019. Alls lék hann 54 leiki fyrir B-deildarliðið sem er staðsett í Wales en Rodon er Walesverji. Lék Rodon alla þrjá landsleiki liðsins í landsleikjatörninni sem var að ljúka. Alls hefur hann spilað sjö sinnum fyrir þjóð sína. Er honum ætlað að auka breiddina í varnarlínu Tottenham en Jan Vertonghen fór til portúgalska liðsins Benfica í sumar og Juan Foyth fór á láni til Villareal á Spáni. Miðvörðurinn er sjöundi leikmaðurinn sem Mourinho fær til sín í glugganum. Hann verður þriðji Walesverjinn í hópnum en fyrir eru bakvörðurinn Ben Davies og svo að sjálfsögðu Gareth Bale. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham Hotspur og West Ham United nýttu sér það að félagaskiptagluggi ensku B-deildarinnar lokaði ekki fyrri en seinni partinn í gær. Fengu þau bæði eftirsótta leikmenn úr deildinni rétt áður en glugginn lokaði. Sóknarþungi West Ham eykst Said Benrahma, vængmaður frá Alsír, hefur gert það mjög gott með Brentford undanfarin tvö ár. Hann var mikilvægur hlekkur í frábæru liði Brentford sem fór alla leið í úrslitaleik umspilsins um sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Alls skoraði hann 17 mörk í 43 leikjum. Benrahma fer nú á láni til West Ham út tímabilið og mun félagið kaupa hann eftir það. West Ham borgar Brentford fimm milljónir punda fyrir lánssamninginn. Í samningnum er tekið fram að West Ham skuldbindi sig til að kaupa leikmanninn fyrir 20 milljónir punda næsta sumar. Aðrar fimm milljónir punda gætu svo bæst við en þær eru tengdar árangri Benrahma hjá félaginu. Innan við tvö ár eru síðan Brentfort keypti leikmanninn á aðeins þrjár milljónir punda frá franska félaginu Nice. Síðan þá hefur hann næstum tífaldast í verði. Benrahma er spenntur fyrir tilhugsununni að spila með jafn sögufrægu liði og West Ham. Hann mun vera í treyju númer níu. #WelcomeSaid pic.twitter.com/SO0YR1BnaG— West Ham United (@WestHam) October 16, 2020 Mourinho nældi í miðvörð Ef það er eitthvað sem José Mourinho, þjálfara Tottenham Hotspur, finnst skemmtilegt þá er það að festa kaup á ungum og efnilegum miðvörðum. Það hefur gengið ágætlega hjá honum í gegnum tíðina þó þeir tveir sem hann hafi keypt hjá Manchester United hefi ekki endilega náð þeim hæðum sem hann spáði. Mourinho hefur nú ætt við varnarlínu Tottenham en Joe Rodon skrifaði undir fimm ára samning við félagið í gær. Hinn 22 ára gamli Rodon kemur frá Swansea City og kostar Tottenham 11 milljónir punda. Einnig er ákveðin upphæð tengd árangri hans hjá Lundúnaliðinu. Rodon hefur verið fastamaður í liði Swansea síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið tímabilið 2018-2019. Alls lék hann 54 leiki fyrir B-deildarliðið sem er staðsett í Wales en Rodon er Walesverji. Lék Rodon alla þrjá landsleiki liðsins í landsleikjatörninni sem var að ljúka. Alls hefur hann spilað sjö sinnum fyrir þjóð sína. Er honum ætlað að auka breiddina í varnarlínu Tottenham en Jan Vertonghen fór til portúgalska liðsins Benfica í sumar og Juan Foyth fór á láni til Villareal á Spáni. Miðvörðurinn er sjöundi leikmaðurinn sem Mourinho fær til sín í glugganum. Hann verður þriðji Walesverjinn í hópnum en fyrir eru bakvörðurinn Ben Davies og svo að sjálfsögðu Gareth Bale.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira