Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2020 14:52 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. Hafi aðgerðir sem nú eru í gildi áhrif á smitstuðulinn má ætla að nýsmituðum fækki heldur á næstu tíu dögum. Sóttvarnalæknir segir að halda verði áfram aðgerðum svo stuðullinn lækki. Spálíkön þurfi þó alltaf að nálgast með ákveðnum fyrirvara. Teymi vísindafólks frá Háskóla Íslands, embætti Landlæknis og Landspítala hefur unnið að gerð spálíkansins síðustu mánuði. Ný rýni um þróun smitstuðuls faraldursins, þ.e. áætlaðan fjölda einstaklinga sem sýktur einstaklingur utan sóttkvíar smitar að jafnaði, var birt í dag. Smitstuðullinn utan sóttkvíar á Íslandi er nú áætlaður 1,4. Hann hefur lækkað undanfarið en fór á tímabili yfir sex í bylgjunni sem nú gengur yfir. Þá fór stuðullinn upp undir þrjá fyrr í október. „[…] miðað við núverandi stöðu má gera ráð fyrir að nokkur fjöldi hafi smitast síðustu daga og muni greinast á næstu dögum. Árangur aðgerða, ef þátttaka almennings er góð, gæti orðið sýnilegur eftir eina vikum,“ segir í rýni um þróun stuðulsins. Þróun smitstuðuls innanlands utan sóttkvíar og dagleg greind smit innanlands. Smitum fækki heldur eða geti allt eins fjölgað Þá er farið yfir mögulega þróun greindra smita hér á landi næstu tíu daga og settar fram tvær sviðsmyndir. Sú fyrri miðar við að núverandi aðgerðir hafi áhrif á smitstuðulinn og hann lækki í svipuðum takti og í fyrstu bylgju eftir samkomutakmörk við 20 manns. Þar er gert ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Þó óvissan sé mikil bendir þessi sviðsmynd til þess að smitum fækki heldur á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 1. Seinni sviðsmyndin miðar við að aðgerðirnar hafi ekki áhrif á smitstuðulinn (t.d. vegna lakari þátttöku almennings í sóttvörnum miðað við í fyrstu bylgju) og hann haldist svipaður áfram. Gert er ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Í þessari sviðsmynd er enn meiri óvissa um þróun faraldursins, og smitum gæti rétt eins fjölgað á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 2. „Sviðsmyndirnar að ofan endurspegla mikla óvissu um hvert stefnir þegar smitstuðullinn er yfir einum. Það er grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn undir 1. Meðan hann er yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Það sem hefur áhrif á smitstuðulinn er okkar hegðun. Munum að þeir sem smitast byrja að smita áður en einkenni koma fram og þess vegna getur hver sem lent í því að smita aðra,“ segir í niðurstöðu rýninnar. Þurfum að halda aðgerðum áfram Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að alltaf beri að taka spálíkön á borð við þetta með fyrirvara. Þau séu aldrei betri en þær forsendur sem menn gefa sér við gerð þeirra. Hann segir að það merkilegasta við rýnina að sínu mati sé þróun smitstuðulsins. „Það virðist vera að þessi R-stuðull sé aðeins á niðurleið og er núna í kringum 1,5, samkvæmt þeirra útreikningum, þ.e.a.s. hjá fólki utan sóttkvíar. Það þýðir það að við þurfum að halda áfram með þessum aðgerðum til að ná smitstuðlinum undir einn, því þá fer faraldurinn að fjara út og minnka,“ segir Þórólfur. Inntur eftir því hvort það teljist ekki nokkuð gott miðað við hversu hár stuðullinn var fyrir ekki svo lengi bendir Þórólfur aftur á að útreikninga sem þessa þurfi að nálgast með fyrirvara. „Þetta eru útreikningar sem gefa vísbendingar. Maður þarf að passa sig á því að oftúlka ekki þessar tölur,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02 Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Líftölfræðingur telur marga ekki virða eins metra fjarlægðarmörk. 6. október 2020 16:04 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. Hafi aðgerðir sem nú eru í gildi áhrif á smitstuðulinn má ætla að nýsmituðum fækki heldur á næstu tíu dögum. Sóttvarnalæknir segir að halda verði áfram aðgerðum svo stuðullinn lækki. Spálíkön þurfi þó alltaf að nálgast með ákveðnum fyrirvara. Teymi vísindafólks frá Háskóla Íslands, embætti Landlæknis og Landspítala hefur unnið að gerð spálíkansins síðustu mánuði. Ný rýni um þróun smitstuðuls faraldursins, þ.e. áætlaðan fjölda einstaklinga sem sýktur einstaklingur utan sóttkvíar smitar að jafnaði, var birt í dag. Smitstuðullinn utan sóttkvíar á Íslandi er nú áætlaður 1,4. Hann hefur lækkað undanfarið en fór á tímabili yfir sex í bylgjunni sem nú gengur yfir. Þá fór stuðullinn upp undir þrjá fyrr í október. „[…] miðað við núverandi stöðu má gera ráð fyrir að nokkur fjöldi hafi smitast síðustu daga og muni greinast á næstu dögum. Árangur aðgerða, ef þátttaka almennings er góð, gæti orðið sýnilegur eftir eina vikum,“ segir í rýni um þróun stuðulsins. Þróun smitstuðuls innanlands utan sóttkvíar og dagleg greind smit innanlands. Smitum fækki heldur eða geti allt eins fjölgað Þá er farið yfir mögulega þróun greindra smita hér á landi næstu tíu daga og settar fram tvær sviðsmyndir. Sú fyrri miðar við að núverandi aðgerðir hafi áhrif á smitstuðulinn og hann lækki í svipuðum takti og í fyrstu bylgju eftir samkomutakmörk við 20 manns. Þar er gert ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Þó óvissan sé mikil bendir þessi sviðsmynd til þess að smitum fækki heldur á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 1. Seinni sviðsmyndin miðar við að aðgerðirnar hafi ekki áhrif á smitstuðulinn (t.d. vegna lakari þátttöku almennings í sóttvörnum miðað við í fyrstu bylgju) og hann haldist svipaður áfram. Gert er ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Í þessari sviðsmynd er enn meiri óvissa um þróun faraldursins, og smitum gæti rétt eins fjölgað á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 2. „Sviðsmyndirnar að ofan endurspegla mikla óvissu um hvert stefnir þegar smitstuðullinn er yfir einum. Það er grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn undir 1. Meðan hann er yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Það sem hefur áhrif á smitstuðulinn er okkar hegðun. Munum að þeir sem smitast byrja að smita áður en einkenni koma fram og þess vegna getur hver sem lent í því að smita aðra,“ segir í niðurstöðu rýninnar. Þurfum að halda aðgerðum áfram Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að alltaf beri að taka spálíkön á borð við þetta með fyrirvara. Þau séu aldrei betri en þær forsendur sem menn gefa sér við gerð þeirra. Hann segir að það merkilegasta við rýnina að sínu mati sé þróun smitstuðulsins. „Það virðist vera að þessi R-stuðull sé aðeins á niðurleið og er núna í kringum 1,5, samkvæmt þeirra útreikningum, þ.e.a.s. hjá fólki utan sóttkvíar. Það þýðir það að við þurfum að halda áfram með þessum aðgerðum til að ná smitstuðlinum undir einn, því þá fer faraldurinn að fjara út og minnka,“ segir Þórólfur. Inntur eftir því hvort það teljist ekki nokkuð gott miðað við hversu hár stuðullinn var fyrir ekki svo lengi bendir Þórólfur aftur á að útreikninga sem þessa þurfi að nálgast með fyrirvara. „Þetta eru útreikningar sem gefa vísbendingar. Maður þarf að passa sig á því að oftúlka ekki þessar tölur,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02 Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Líftölfræðingur telur marga ekki virða eins metra fjarlægðarmörk. 6. október 2020 16:04 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53
67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02
Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Líftölfræðingur telur marga ekki virða eins metra fjarlægðarmörk. 6. október 2020 16:04