U-21 árs landsliðsmaðurinn greindist á dönsku landamærunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2020 11:21 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. vísir/egill Leikmaður í U-21 árs landsliði Íslands greindist með kórónuveiruna við komuna til Danmerkur frá Lúxemborg þar sem liðið lék í undankeppni EM á þriðjudaginn. Ísland vann leikinn, 0-2. Norska liðið Strømsgodset greindi frá því í morgun að þeir Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson, sem voru báðir í byrjunarliðinu gegn Lúxemborg, þyrftu að fara í tíu daga sóttkví eftir að hafa í samskiptum við leikmanninn sem greindist með veiruna. Að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, er ekki vitað til þess að annar leikmaður U-21 árs landsliðsins sé smitaður. „Þessi leikmaður greindist á dönsku landamærunum. Það eru misjafnar reglur um sóttkví milli landa. Einhverjir eru búnir að fara í skimun og eru að fara að spila um helgina. Eftir því sem við best vitum er þetta einstakt smit,“ sagði Klara við Vísi. „Þetta er með ólíkindum. Ég held að þeir hafi verið prófaðir fjórum sinnum á einni viku meðan þeir voru með landsliðinu en þessi veira er úti um allt.“ Aðeins leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum tóku þátt í leiknum í Lúxemborg á þriðjudaginn eins og búið var að ákveða. Að sögn Klöru er starfslið U-21 árs landsliðsins í heimkomusóttkví. Samkvæmt heimildum Vísis þarf einn starfsmaður að fara í venjulega sóttkví þar sem hann var í meiri samskiptum en aðrir við leikmanninn sem smitaðist. Það er þó ekki Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, sem fór strax eftir leikinn í Lúxemborg til Íslands þar sem hann stýrði A-landsliðinu gegn Belgíu daginn eftir. Arnar fór í skimun við komuna til Íslands og kom ekki til móts við íslenska hópinn fyrr en hann hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr smitprófi. Starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna og því þurfti að finna nýtt starfslið í flýti fyrir leikinn gegn Belgum. Arnar og Davíð Snorri Jónasson stýrðu íslenska liðinu af hliðarlínunni en þeir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar A-landsliðsins, voru í glerbúri á Laugardalsvelli. Á upplýsingafundi almannavarna í gær viðurkenndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að það hefðu verið mistök að veita þeim undanþágu til að geta verið á leiknum. Íslenska U-21 árs landsliðið átti að mæta Ítalíu hér á landi í undankeppni EM síðasta föstudag en leiknum var frestað vegna smita í ítalska hópnum. Ekki er komin ný dagsetning á leikinn. KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Leikmaður í U-21 árs landsliði Íslands greindist með kórónuveiruna við komuna til Danmerkur frá Lúxemborg þar sem liðið lék í undankeppni EM á þriðjudaginn. Ísland vann leikinn, 0-2. Norska liðið Strømsgodset greindi frá því í morgun að þeir Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson, sem voru báðir í byrjunarliðinu gegn Lúxemborg, þyrftu að fara í tíu daga sóttkví eftir að hafa í samskiptum við leikmanninn sem greindist með veiruna. Að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, er ekki vitað til þess að annar leikmaður U-21 árs landsliðsins sé smitaður. „Þessi leikmaður greindist á dönsku landamærunum. Það eru misjafnar reglur um sóttkví milli landa. Einhverjir eru búnir að fara í skimun og eru að fara að spila um helgina. Eftir því sem við best vitum er þetta einstakt smit,“ sagði Klara við Vísi. „Þetta er með ólíkindum. Ég held að þeir hafi verið prófaðir fjórum sinnum á einni viku meðan þeir voru með landsliðinu en þessi veira er úti um allt.“ Aðeins leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum tóku þátt í leiknum í Lúxemborg á þriðjudaginn eins og búið var að ákveða. Að sögn Klöru er starfslið U-21 árs landsliðsins í heimkomusóttkví. Samkvæmt heimildum Vísis þarf einn starfsmaður að fara í venjulega sóttkví þar sem hann var í meiri samskiptum en aðrir við leikmanninn sem smitaðist. Það er þó ekki Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, sem fór strax eftir leikinn í Lúxemborg til Íslands þar sem hann stýrði A-landsliðinu gegn Belgíu daginn eftir. Arnar fór í skimun við komuna til Íslands og kom ekki til móts við íslenska hópinn fyrr en hann hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr smitprófi. Starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna og því þurfti að finna nýtt starfslið í flýti fyrir leikinn gegn Belgum. Arnar og Davíð Snorri Jónasson stýrðu íslenska liðinu af hliðarlínunni en þeir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar A-landsliðsins, voru í glerbúri á Laugardalsvelli. Á upplýsingafundi almannavarna í gær viðurkenndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að það hefðu verið mistök að veita þeim undanþágu til að geta verið á leiknum. Íslenska U-21 árs landsliðið átti að mæta Ítalíu hér á landi í undankeppni EM síðasta föstudag en leiknum var frestað vegna smita í ítalska hópnum. Ekki er komin ný dagsetning á leikinn.
KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira