Sigurinn á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar kom íslenska landsliðinu ekki bara í hreinan úrslitaleik heldur einnig upp um sæti á heimslistanum.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun hækka sig um tvö sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku.
Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu landsliðanna á listanum eftir úrslitin í landsliðsglugganum sem kláraðist í vikunni.
Gylfi Sigurdsson
— UEFA Nations League (@EURO2020) October 12, 2020
Which goal was better? 1 OR 2 #EURO2020 | @footballiceland pic.twitter.com/T9ZzUOcAKG
Íslenska landsliðið lækkaði sig um tvö sæti á síðasta lista og sat í 41. til 42. sæti á honum. Liðið fer nú aftur upp um tvö sæti og aftur inn á topp fjörtíu.
Íslenska liðið verður í 39. sæti listans í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem íslenska landsliðið hækkar sig á FIFA-listanum. Ísland deilir reyndar þessu sæti með landsliði Marokkó og verður því ekkert landslið í sæti númer fjörutíu. Marokkó er að hækka sig um fjögur sæti.
Rúmenska landsliðið tapaði ekki bara fyrir Íslandi heldur steinlá liðið einnig fyrir Noregi í leiknum á eftir. Liðið tapaði einnig lokaleik sínum á móti Austurríki. Rúmenar hrynja niður listann og niður fyrir Ísland en rúmenska landsliðið fer út 34. sæti niður í sæti númer 44 en það er tíu sæta fall.
Síðasta hækkaði Íslands sig á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins í nóvember 2019 þegar liðið fór út 40. sæti upp í sæti 39. Íslenska landsliðið hefur nú setið í sætum 39 til 41 undanfarna fjórtán mánuði.
Hér fyrir neðan má sjá þessu úteikninga Alexis Martín-Tamayo eða Mister Chip eins og hann kallar sig á Twitter.
Recién sacado del horno. Aquí tenéis el NUEVO RANKING FIFA que será publicado el próximo 22-octubre. Para que esperar tanto tiempo? pic.twitter.com/uQbY2hjofb
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 16, 2020