Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 10:02 Aron Einar Gunnarsson og Guðlaugur Victor Pálsson fagna Gylfa Þór Sigurðssyni eftir mark þess síðastnefnda á móti Rúmeníu. Vísir/Vilhelm Sigurinn á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar kom íslenska landsliðinu ekki bara í hreinan úrslitaleik heldur einnig upp um sæti á heimslistanum. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun hækka sig um tvö sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu landsliðanna á listanum eftir úrslitin í landsliðsglugganum sem kláraðist í vikunni. Gylfi Sigurdsson Which goal was better? 1 OR 2 #EURO2020 | @footballiceland pic.twitter.com/T9ZzUOcAKG— UEFA Nations League (@EURO2020) October 12, 2020 Íslenska landsliðið lækkaði sig um tvö sæti á síðasta lista og sat í 41. til 42. sæti á honum. Liðið fer nú aftur upp um tvö sæti og aftur inn á topp fjörtíu. Íslenska liðið verður í 39. sæti listans í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem íslenska landsliðið hækkar sig á FIFA-listanum. Ísland deilir reyndar þessu sæti með landsliði Marokkó og verður því ekkert landslið í sæti númer fjörutíu. Marokkó er að hækka sig um fjögur sæti. Rúmenska landsliðið tapaði ekki bara fyrir Íslandi heldur steinlá liðið einnig fyrir Noregi í leiknum á eftir. Liðið tapaði einnig lokaleik sínum á móti Austurríki. Rúmenar hrynja niður listann og niður fyrir Ísland en rúmenska landsliðið fer út 34. sæti niður í sæti númer 44 en það er tíu sæta fall. Síðasta hækkaði Íslands sig á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins í nóvember 2019 þegar liðið fór út 40. sæti upp í sæti 39. Íslenska landsliðið hefur nú setið í sætum 39 til 41 undanfarna fjórtán mánuði. Hér fyrir neðan má sjá þessu úteikninga Alexis Martín-Tamayo eða Mister Chip eins og hann kallar sig á Twitter. Recién sacado del horno. Aquí tenéis el NUEVO RANKING FIFA que será publicado el próximo 22-octubre. Para que esperar tanto tiempo? pic.twitter.com/uQbY2hjofb— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 16, 2020 Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Sigurinn á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar kom íslenska landsliðinu ekki bara í hreinan úrslitaleik heldur einnig upp um sæti á heimslistanum. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun hækka sig um tvö sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu landsliðanna á listanum eftir úrslitin í landsliðsglugganum sem kláraðist í vikunni. Gylfi Sigurdsson Which goal was better? 1 OR 2 #EURO2020 | @footballiceland pic.twitter.com/T9ZzUOcAKG— UEFA Nations League (@EURO2020) October 12, 2020 Íslenska landsliðið lækkaði sig um tvö sæti á síðasta lista og sat í 41. til 42. sæti á honum. Liðið fer nú aftur upp um tvö sæti og aftur inn á topp fjörtíu. Íslenska liðið verður í 39. sæti listans í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem íslenska landsliðið hækkar sig á FIFA-listanum. Ísland deilir reyndar þessu sæti með landsliði Marokkó og verður því ekkert landslið í sæti númer fjörutíu. Marokkó er að hækka sig um fjögur sæti. Rúmenska landsliðið tapaði ekki bara fyrir Íslandi heldur steinlá liðið einnig fyrir Noregi í leiknum á eftir. Liðið tapaði einnig lokaleik sínum á móti Austurríki. Rúmenar hrynja niður listann og niður fyrir Ísland en rúmenska landsliðið fer út 34. sæti niður í sæti númer 44 en það er tíu sæta fall. Síðasta hækkaði Íslands sig á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins í nóvember 2019 þegar liðið fór út 40. sæti upp í sæti 39. Íslenska landsliðið hefur nú setið í sætum 39 til 41 undanfarna fjórtán mánuði. Hér fyrir neðan má sjá þessu úteikninga Alexis Martín-Tamayo eða Mister Chip eins og hann kallar sig á Twitter. Recién sacado del horno. Aquí tenéis el NUEVO RANKING FIFA que será publicado el próximo 22-octubre. Para que esperar tanto tiempo? pic.twitter.com/uQbY2hjofb— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 16, 2020
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira