Furðar sig á fáfræði þingmanna Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2020 17:19 Eiríkur Rögnvaldsson, en lítil ástæða er til að draga þekkingu hans á viðfangsefninu í efa, segir þingmenn vaða reyk í tali sínu um íslenska tungu og mannanöfn. visir/vilhelm „Ég var að hlusta á umræður um mannanöfn á Alþingi. Mér blöskraði satt að segja fáfræði þingmanna um eitt og annað,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur; fyrrverandi prófessor en hann tilheyrir líkast til þeim hópi sem best er að sér um íslenska tungu og íslensk mannanöfn. Ari Trausti misskilur málið Eiríkur fórnaði höndum þegar hann hlustaði á Ara Trausta Guðmundsson þingmann Vinstri grænna segja að stafsetning væri „háð aðkomu Alþingis“. Eiríkur segir þetta „rugl. Um stafsetningu gilda reglur settar af ráðherra, en þær reglur gilda bara í skólum, stofnunum ríkisins og efni sem ríkið gefur út.“ Þegar svo Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins hóf upp raustu sína úr ræðupúlti alþingis fór Eiríkur að nótera hjá sér vitleysuna sem barst um sali þingsins. Birgir Þórarinsson sagði: „Árið 1996 voru millinöfn heimiluð og nú bera flestöll börn millinafn.“ Þetta segir Eiríkur einnig rugl, þingmaðurinn er úti á túni með Ara Trausta. „Það er rugl að „flestöll börn“ beri nú millinafn. Birgir er greinilega að rugla saman seinna nafni og millinafni. Millinafn er sérstök tegund nafns og ekkert svo óskaplega margt fólk sem ber millinafn. Belgingur Birgis stenst ekki skoðun Birgir sagði einnig: „þannig eru til reglur um stafsetningu og málfræði og engin ástæða til að undanskilja mannanöfn“ og „með sömu rökum hlýtur hæstvirtur dómsmálaráðherra þá væntanlega að vilja afnema reglur um stafsetningu og fela þjóðinni vald til að stafsetja orð eftir eigin höfði“. Eiríkur Rögnvaldsson gefur ekki mikið fyrir speki þingmanna um íslensku og mannanöfn. Eiríkur hristir höfuðið yfir þessum vísindum. „Það eru til reglur, en ekki lög, um stafsetningu, en það eru engar opinberar reglur um málfræði. Og almenningur má stafsetja orð eftir eigin höfði.“ Og enn kárnaði gamanið yfir ræðu Birgis þegar hann sagði: „Frumvarpið vegur að íslenskri nafnahefð sem er einstök á heimsvísu“. Slíkur belgingur var ekki við skap Eiríks, ekki síst vegna þess að hann stenst enga skoðun. „Þetta hafa fleiri sagt. Það er rugl – kenning til föður eða móður tíðkast víða um heim. Við höldum stundum að við séum einstakari og merkilegri en við erum.“ Segir frumvarpið ekki fela í sér neinar hættur Eiríkur hefur kynnt sér íslensk mannanöfn í þaula og ritaði gagnmerka umsögn um drög að frumvarpi til laga um mannanöfn sem nú er til umfjöllunar á hinu háa alþingi. Niðurstaða hans er að sú að engin ástæða sé til að ætla að íslenskri tungu stafi hætta af þeim breytingum sem felast í fyrirliggjandi frumvarpi. „Erlend mannanöfn eiga nú þegar greiða leið inn í málið og ekki hefur verið sýnt fram á að þau hafi valdið málspjöllum. Kenning til föður og móður er vissulega hluti íslensks menningararfs en ættarnöfn eru samt ekkert síður hluti íslenskrar tungu en föður- og móðurnöfn. Ekkert liggur fyrir um það að kenning til föður og móður hverfi á stuttum tíma þótt ættarnöfn verði almennt leyfð.“ Í lokaorðum umsagnar Eiríks segir: „Fyrirliggjandi frumvarp er veruleg réttarbót og afnemur þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun mannréttindabrot. Stífar reglur sem vísa í íslenska málstefnu en samræmast ekki jafnréttishugmyndum og stríða gegn réttlætiskennd fólks geta orðið til þess að ala á neikvæðum viðhorfum fólks til íslenskunnar. Því þarf hún síst af öllu á að halda um þessar mundir.“ Alþingi Menning Mannanöfn Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
„Ég var að hlusta á umræður um mannanöfn á Alþingi. Mér blöskraði satt að segja fáfræði þingmanna um eitt og annað,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur; fyrrverandi prófessor en hann tilheyrir líkast til þeim hópi sem best er að sér um íslenska tungu og íslensk mannanöfn. Ari Trausti misskilur málið Eiríkur fórnaði höndum þegar hann hlustaði á Ara Trausta Guðmundsson þingmann Vinstri grænna segja að stafsetning væri „háð aðkomu Alþingis“. Eiríkur segir þetta „rugl. Um stafsetningu gilda reglur settar af ráðherra, en þær reglur gilda bara í skólum, stofnunum ríkisins og efni sem ríkið gefur út.“ Þegar svo Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins hóf upp raustu sína úr ræðupúlti alþingis fór Eiríkur að nótera hjá sér vitleysuna sem barst um sali þingsins. Birgir Þórarinsson sagði: „Árið 1996 voru millinöfn heimiluð og nú bera flestöll börn millinafn.“ Þetta segir Eiríkur einnig rugl, þingmaðurinn er úti á túni með Ara Trausta. „Það er rugl að „flestöll börn“ beri nú millinafn. Birgir er greinilega að rugla saman seinna nafni og millinafni. Millinafn er sérstök tegund nafns og ekkert svo óskaplega margt fólk sem ber millinafn. Belgingur Birgis stenst ekki skoðun Birgir sagði einnig: „þannig eru til reglur um stafsetningu og málfræði og engin ástæða til að undanskilja mannanöfn“ og „með sömu rökum hlýtur hæstvirtur dómsmálaráðherra þá væntanlega að vilja afnema reglur um stafsetningu og fela þjóðinni vald til að stafsetja orð eftir eigin höfði“. Eiríkur Rögnvaldsson gefur ekki mikið fyrir speki þingmanna um íslensku og mannanöfn. Eiríkur hristir höfuðið yfir þessum vísindum. „Það eru til reglur, en ekki lög, um stafsetningu, en það eru engar opinberar reglur um málfræði. Og almenningur má stafsetja orð eftir eigin höfði.“ Og enn kárnaði gamanið yfir ræðu Birgis þegar hann sagði: „Frumvarpið vegur að íslenskri nafnahefð sem er einstök á heimsvísu“. Slíkur belgingur var ekki við skap Eiríks, ekki síst vegna þess að hann stenst enga skoðun. „Þetta hafa fleiri sagt. Það er rugl – kenning til föður eða móður tíðkast víða um heim. Við höldum stundum að við séum einstakari og merkilegri en við erum.“ Segir frumvarpið ekki fela í sér neinar hættur Eiríkur hefur kynnt sér íslensk mannanöfn í þaula og ritaði gagnmerka umsögn um drög að frumvarpi til laga um mannanöfn sem nú er til umfjöllunar á hinu háa alþingi. Niðurstaða hans er að sú að engin ástæða sé til að ætla að íslenskri tungu stafi hætta af þeim breytingum sem felast í fyrirliggjandi frumvarpi. „Erlend mannanöfn eiga nú þegar greiða leið inn í málið og ekki hefur verið sýnt fram á að þau hafi valdið málspjöllum. Kenning til föður og móður er vissulega hluti íslensks menningararfs en ættarnöfn eru samt ekkert síður hluti íslenskrar tungu en föður- og móðurnöfn. Ekkert liggur fyrir um það að kenning til föður og móður hverfi á stuttum tíma þótt ættarnöfn verði almennt leyfð.“ Í lokaorðum umsagnar Eiríks segir: „Fyrirliggjandi frumvarp er veruleg réttarbót og afnemur þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun mannréttindabrot. Stífar reglur sem vísa í íslenska málstefnu en samræmast ekki jafnréttishugmyndum og stríða gegn réttlætiskennd fólks geta orðið til þess að ala á neikvæðum viðhorfum fólks til íslenskunnar. Því þarf hún síst af öllu á að halda um þessar mundir.“
Alþingi Menning Mannanöfn Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24
Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30