5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2020 11:00 Goðsögn! Alfreð Finnbogason komst á forsíður grísku blaðanna með sigurmarkinu gegn Arsenal fyrir fimm árum. Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst á ný á þriðjudaginn þegar átta leikir í E til H-riðlum fara fram. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili; Mikael Neville Andersson sem leikur með Danmerkurmeisturum Midtjylland og Ögmund Kristinsson hjá grísku meisturunum í Olympiacos. Ögmundur og félagar eru í C-riðli með Porto, Manchester City og Marseille. Það var ansi eftirminnilegt þegar Íslendingur spilaði síðast með Olympiacos á enskri grundu í Meistaradeildinni. Jafnaldri Ögmundar og félagi hans í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, skoraði þá sigurmark Olympiacos gegn Arsenal, 2-3, á Emirates í London. Olympiacos fékk Alfreð á láni frá Real Sociedad fyrir tímabilið 2015-16. Hann skoraði tvö mörk fyrir félagið í þrettán leikjum; eitt í 3-4 sigri á Panthrakikos í grísku úrvalsdeildinni og svo í fyrrnefndum leik gegn Arsenal. Það var jafnframt fyrsti Meistaradeildarleikur Alfreðs á ferlinum. Bæði Arsenal og Olympiacos töpuðu í 1. umferð riðlakeppninnar, Arsenal 2-1 fyrir Dinamo Zagreb og Olympiacos 0-3 fyrir Bayern München. Það var því mikið undir á Emirates þriðjudagskvöldið 29. september 2015. Pardo kom Olympiacos yfir á 33. mínútu en Theo Walcott jafnaði fyrir Arsenal tveimur mínútum síðar. Fimm mínútum fyrir hálfleik skoraði David Ospina, markvörður Arsenal, svo sjálfsmark og kom Grikkjunum aftur yfir. Alfreð kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Brown Ideye. Alexis Sánchez jafnaði fyrir Arsenal á 65. mínútu en aðeins mínútu síðar skoraði Alfreð sigurmark Olympiacos með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Pardo. Markið má sjá hér fyrir neðan. „Það er ekki hægt að kvarta undan neinu núna,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi eftir leikinn á Emirates. „Þetta er fyrsti sigur Olympiakos í Englandi eftir tólf töp í röð. Það er gaman að vera hluti af því. Gaman að vera hluti af sögunni.“ Alfreð varð annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni á eftir Eiði Smára Guðjohnsen sem skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona. Þeir tveir ásamt Arnóri Sigurðssyni eru einu Íslendingarnir sem hafa skorað í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir þennan frækna sigur á Arsenal á Emirates komst Olympiacos ekki í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og varð að gera sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar að góðu. Þótt Arsenal hafi tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í F-riðli náði liðið 2. sætinu með því að vinna Dinamo Zagreb og Olympiacos í síðustu tveimur leikjum sínum. Olivier Giroud skoraði öll mörk Arsenal í 0-3 sigri á Olympiacos í Grikklandi í lokaumferð riðlakeppninnar sem tryggði Skyttunum farseðilinn í útsláttarkeppnina. Alfreð stoppaði stutt við hjá Olympiacos en hann var lánaður Augsburg í Þýskalandi í byrjun febrúar 2016. Augsburg keypti Alfreð svo frá Real Sociedad um sumarið og hann hefur leikið þar síðan við góðan orðstír. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst á ný á þriðjudaginn þegar átta leikir í E til H-riðlum fara fram. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili; Mikael Neville Andersson sem leikur með Danmerkurmeisturum Midtjylland og Ögmund Kristinsson hjá grísku meisturunum í Olympiacos. Ögmundur og félagar eru í C-riðli með Porto, Manchester City og Marseille. Það var ansi eftirminnilegt þegar Íslendingur spilaði síðast með Olympiacos á enskri grundu í Meistaradeildinni. Jafnaldri Ögmundar og félagi hans í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, skoraði þá sigurmark Olympiacos gegn Arsenal, 2-3, á Emirates í London. Olympiacos fékk Alfreð á láni frá Real Sociedad fyrir tímabilið 2015-16. Hann skoraði tvö mörk fyrir félagið í þrettán leikjum; eitt í 3-4 sigri á Panthrakikos í grísku úrvalsdeildinni og svo í fyrrnefndum leik gegn Arsenal. Það var jafnframt fyrsti Meistaradeildarleikur Alfreðs á ferlinum. Bæði Arsenal og Olympiacos töpuðu í 1. umferð riðlakeppninnar, Arsenal 2-1 fyrir Dinamo Zagreb og Olympiacos 0-3 fyrir Bayern München. Það var því mikið undir á Emirates þriðjudagskvöldið 29. september 2015. Pardo kom Olympiacos yfir á 33. mínútu en Theo Walcott jafnaði fyrir Arsenal tveimur mínútum síðar. Fimm mínútum fyrir hálfleik skoraði David Ospina, markvörður Arsenal, svo sjálfsmark og kom Grikkjunum aftur yfir. Alfreð kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Brown Ideye. Alexis Sánchez jafnaði fyrir Arsenal á 65. mínútu en aðeins mínútu síðar skoraði Alfreð sigurmark Olympiacos með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Pardo. Markið má sjá hér fyrir neðan. „Það er ekki hægt að kvarta undan neinu núna,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi eftir leikinn á Emirates. „Þetta er fyrsti sigur Olympiakos í Englandi eftir tólf töp í röð. Það er gaman að vera hluti af því. Gaman að vera hluti af sögunni.“ Alfreð varð annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni á eftir Eiði Smára Guðjohnsen sem skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona. Þeir tveir ásamt Arnóri Sigurðssyni eru einu Íslendingarnir sem hafa skorað í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir þennan frækna sigur á Arsenal á Emirates komst Olympiacos ekki í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og varð að gera sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar að góðu. Þótt Arsenal hafi tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í F-riðli náði liðið 2. sætinu með því að vinna Dinamo Zagreb og Olympiacos í síðustu tveimur leikjum sínum. Olivier Giroud skoraði öll mörk Arsenal í 0-3 sigri á Olympiacos í Grikklandi í lokaumferð riðlakeppninnar sem tryggði Skyttunum farseðilinn í útsláttarkeppnina. Alfreð stoppaði stutt við hjá Olympiacos en hann var lánaður Augsburg í Þýskalandi í byrjun febrúar 2016. Augsburg keypti Alfreð svo frá Real Sociedad um sumarið og hann hefur leikið þar síðan við góðan orðstír. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Sjá meira
6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00