Strákarnir hans Helga þeir fyrstu sem ná ekki að vinna San Marinó í sex ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2020 16:30 Úr leik Liechtenstein og San Marinó í Þjóðadeildinni í gær. getty/Harry Langer San Marinó gerði markalaust jafntefli við Liechtenstein í Vaduz í riðli 2 í D-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema að þetta var í fyrsta sinn í sex ár sem San Marinó tapar ekki leik. Fyrir leikinn í gær var San Marinó búið að tapa 39 leikjum í röð. It s our first point in six years, to end this historical night on a positive note. Thank you so much for the amazing support tonight. And remember: keep believing and Forza Titani. #lieSMR— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 13, 2020 Helgi Kolviðsson er þjálfari Liechtenstein sem er fyrsta liðið síðan Eistland í nóvember 2014 sem mistekst að vinna San Marinó. Helgi tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að hætta með liðið þegar samningur hans rennur út um áramótin. San Marinó er jafnan talið lélegasta landslið heims og er í 208. og neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Eftir jafnteflið í gær eru landsleikir sem San Marinó hefur ekki tapað ekki lengur teljandi á fingrum annarrar handar. Af þessum sex leikjum sem San Marinó hefur ekki tapað eru þrír gegn Liechtenstein. Eini sigur San Marinó í sögunni kom gegn Liechtenstein í vináttulandsleik 2004. Helgi Kolviðsson svekktur í leiknum í gær.getty/Harry Langer Stigið sem San Marinó fékk í gær er fyrsta stigið sem San Marinó fær á útivelli í keppnisleik síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Lettland í apríl 2001. Eftir leikinn sagði Gary Johnson af sér sem þjálfari Letta. Jafnteflið í gær þýðir jafnframt að Ísland er nú eina liðið sem á eftir að fá stig í Þjóðadeildinni síðan henni var hleypt af stokkunum fyrir tveimur árum. San Marinó hefur alls leikið 168 landsleiki; unnið einn, gert fimm jafntefli og tapað 162. Markatalan er 24-700, San Marinó í óhag. Tveir merkustu leikir San Marinó komu sennilega í undankeppni HM 1994. Liðið gerði þá markalaust jafntefli við Tyrkland og náði svo forystunni gegn Englandi þegar sjónvarpssölumaðurinn Davide Gualtieri skoraði eftir 8,3 sekúndur í leik liðanna í Bologna á Ítalíu. England vann leikinn reyndar, 1-7. Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis San Marínó Liechtenstein Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Sjá meira
San Marinó gerði markalaust jafntefli við Liechtenstein í Vaduz í riðli 2 í D-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema að þetta var í fyrsta sinn í sex ár sem San Marinó tapar ekki leik. Fyrir leikinn í gær var San Marinó búið að tapa 39 leikjum í röð. It s our first point in six years, to end this historical night on a positive note. Thank you so much for the amazing support tonight. And remember: keep believing and Forza Titani. #lieSMR— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 13, 2020 Helgi Kolviðsson er þjálfari Liechtenstein sem er fyrsta liðið síðan Eistland í nóvember 2014 sem mistekst að vinna San Marinó. Helgi tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að hætta með liðið þegar samningur hans rennur út um áramótin. San Marinó er jafnan talið lélegasta landslið heims og er í 208. og neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Eftir jafnteflið í gær eru landsleikir sem San Marinó hefur ekki tapað ekki lengur teljandi á fingrum annarrar handar. Af þessum sex leikjum sem San Marinó hefur ekki tapað eru þrír gegn Liechtenstein. Eini sigur San Marinó í sögunni kom gegn Liechtenstein í vináttulandsleik 2004. Helgi Kolviðsson svekktur í leiknum í gær.getty/Harry Langer Stigið sem San Marinó fékk í gær er fyrsta stigið sem San Marinó fær á útivelli í keppnisleik síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Lettland í apríl 2001. Eftir leikinn sagði Gary Johnson af sér sem þjálfari Letta. Jafnteflið í gær þýðir jafnframt að Ísland er nú eina liðið sem á eftir að fá stig í Þjóðadeildinni síðan henni var hleypt af stokkunum fyrir tveimur árum. San Marinó hefur alls leikið 168 landsleiki; unnið einn, gert fimm jafntefli og tapað 162. Markatalan er 24-700, San Marinó í óhag. Tveir merkustu leikir San Marinó komu sennilega í undankeppni HM 1994. Liðið gerði þá markalaust jafntefli við Tyrkland og náði svo forystunni gegn Englandi þegar sjónvarpssölumaðurinn Davide Gualtieri skoraði eftir 8,3 sekúndur í leik liðanna í Bologna á Ítalíu. England vann leikinn reyndar, 1-7.
Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis San Marínó Liechtenstein Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Sjá meira