Bó mun syngja fyrir tómum sal á jólatónleikum Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2020 08:46 Jólagestir Björgvins hafa verið einhverjir vinsælustu jólatónleikarnir á ári hverju. Peter Fjeldsted Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið, en ástæðuna má að sjálfsögðu rekja til kórónuveiruvaraldursins. Verið sé að leita nýrra lausna og hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. Þannig verði hægt að sjá þá í öllum heiminum. Fjölmargir Íslendingar hafa haft það sem hefð að sækja jólatónleika á aðventu, en mikil óvissa ríkir nú um viðburðina sem skipulagir voru í ár. Tuttugu manna samkomubann er nú í gildi og hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að varlega þurfi að fara í að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Einhverjir tónleikarnir enn á dagskrá Blaðið hefur eftir Hrefnu Sif Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Tix, að einhverjir tónlistarmenn hafi nú þegar hætt við jólatónleika í ár. Baggalútur, Bubbi, Friðrik Ómar og Geir Ólafs stefni þó enn að tónleikahaldi um jólin. Emmsé Gauti sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að fyrirhugaðir jólatónleikar hans – Julevenner Emmsjé Gauta – verði ekki í hefðbundinni mynd að þessu sinni. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og einn af meðlimum Baggalúts, sagðist í samtali við Vísi um helgina að hann hefði áhyggjur af stöðunni, en sveitin hefur haldið eina vinsælustu jólatónleika á landinu undanfarin ár. Sagði hann að vel hafi selst á jólatónleikana, en samkomutakmarkanirnar setji þó stórt strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega bara skelfilegt. Við erum með nálægt 40 manns okkar megin í vinnu við þetta, svo er allt Háskólabíó nánast undirlagt af þessu, þannig það er allt starfsfólkið þar. Eins og þetta lítur út núna þá verður ekki mikið fjör,“ segir Bragi Valdimar. Þó segir hann að Baggalútsmenn haldi í bjartsýnina þar sem ekkert sé öruggt þegar kemur að stöðunni í desember. Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið, en ástæðuna má að sjálfsögðu rekja til kórónuveiruvaraldursins. Verið sé að leita nýrra lausna og hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. Þannig verði hægt að sjá þá í öllum heiminum. Fjölmargir Íslendingar hafa haft það sem hefð að sækja jólatónleika á aðventu, en mikil óvissa ríkir nú um viðburðina sem skipulagir voru í ár. Tuttugu manna samkomubann er nú í gildi og hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að varlega þurfi að fara í að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Einhverjir tónleikarnir enn á dagskrá Blaðið hefur eftir Hrefnu Sif Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Tix, að einhverjir tónlistarmenn hafi nú þegar hætt við jólatónleika í ár. Baggalútur, Bubbi, Friðrik Ómar og Geir Ólafs stefni þó enn að tónleikahaldi um jólin. Emmsé Gauti sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að fyrirhugaðir jólatónleikar hans – Julevenner Emmsjé Gauta – verði ekki í hefðbundinni mynd að þessu sinni. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og einn af meðlimum Baggalúts, sagðist í samtali við Vísi um helgina að hann hefði áhyggjur af stöðunni, en sveitin hefur haldið eina vinsælustu jólatónleika á landinu undanfarin ár. Sagði hann að vel hafi selst á jólatónleikana, en samkomutakmarkanirnar setji þó stórt strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega bara skelfilegt. Við erum með nálægt 40 manns okkar megin í vinnu við þetta, svo er allt Háskólabíó nánast undirlagt af þessu, þannig það er allt starfsfólkið þar. Eins og þetta lítur út núna þá verður ekki mikið fjör,“ segir Bragi Valdimar. Þó segir hann að Baggalútsmenn haldi í bjartsýnina þar sem ekkert sé öruggt þegar kemur að stöðunni í desember.
Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira