Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2020 19:30 Roberto Martínez hefur stýrt belgíska landsliðinu frá 2016 með frábærum árangri. stöð 2 sport Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta, reiknar ekki með auðveldum leik gegn Íslandi er liðin mætast á Laugardalsvelli annað kvöld. Hann segir sitt lið klárt í bátana eftir slæm úrslit gegn Englendingum í síðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Neðst í fréttinni má sjá viðtal Vísis við Martinez. „Það var mjög súr stemning í leikmannahópnum eftir tapið gegn Englandi svo það má búast við liði sem vill bæta upp fyrir það. Það er stutt síðan liðin mættust síðast svo við vitum hvað Ísland vill gera og þeir vita hvað við viljum gera. Við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur og við þurfum að vera tilbúnir í það, þurfum að spila okkar leik eins vel og við mögulega getum,“ sagði Martinez við Vísi í dag. Aðspurður hvort við myndum sjá Belgíu reyna nýta sér það að íslenska liðið væri vængbrotið þá benti Martinez góðfúslega á að Belgarnir væru líka án lykilmanna á borð við markvörðinn Thibaut Courtois [Real Madrid], Kevin de Bruyne [Manchester City], Eden Hazard [Real Madrid], Thorgan Hazard [Borussia Dortmund] og Dries Mertens [Napoli]. hvernig hefurðu það, Ísland? pic.twitter.com/F8DBM5ILBy— Belgian Red Devils (@BelRedDevils) October 13, 2020 „Að vera án leikmanna er hluti af fótbolta í dag. Við erum með fimm lykilmenn fjarverandi. Öll landslið eru í sömu aðstæðum. Við erum að spila þrjá leiki með stuttu millibili. Ísland stóð sig frábærlega í leiknum gegn Rúmeníu og er nú komið í leik sem getur gefið þeim sæti á EM. Leikurinn á móti Dönum var mjög jafn í fyrri hálfleik eins og þú býst við þegar íslenska landsliðið spilar svo þetta verður erfiður leikur. Við reiknum ekki með að fá neitt gefins frá öflugu íslensku liði sem heldur stöðu mjög vel og við þurfum að vera upp á okkar besta til að fá það sem við viljum út úr leiknum,“ sagði Martinez jafnframt. „Leikmenn okkar eru reynslumiklir og sumir þeirra spila eða hafa spilað í Englandi svo ég tel ekki að kuldinn muni hafa nein áhrif á þá,“ sagði Martinez og glotti við tönn áður en hann hélt áfram. „Ég held að þetta snúist meira um ferðalögin, við höfum stuttan tíma til að jafna okkur eftir leiki og verðum að gera það vel. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem við spilum þrjá leiki í sama landsleikjahléinu. Svo það hefur eflaust meiri áhrif heldur en veðrið eða þá þær aðstæður sem við lifum við núna.“ Martinez telur ekki að smit starfsliðs Íslands muni hafa nein áhrif á leik morgundagsins þó hann vorkenni þjálfarateyminu þar sem þeir geta ekki verið á hliðarlínunni. Það eru ekki margir landsleikir á ári og leiðinlegt að missa úr leik. Þá taldi hann engar líkur að leiknum yrði frestað. Klippa: Viðtal við þjálfara Belgíu Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta, reiknar ekki með auðveldum leik gegn Íslandi er liðin mætast á Laugardalsvelli annað kvöld. Hann segir sitt lið klárt í bátana eftir slæm úrslit gegn Englendingum í síðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Neðst í fréttinni má sjá viðtal Vísis við Martinez. „Það var mjög súr stemning í leikmannahópnum eftir tapið gegn Englandi svo það má búast við liði sem vill bæta upp fyrir það. Það er stutt síðan liðin mættust síðast svo við vitum hvað Ísland vill gera og þeir vita hvað við viljum gera. Við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur og við þurfum að vera tilbúnir í það, þurfum að spila okkar leik eins vel og við mögulega getum,“ sagði Martinez við Vísi í dag. Aðspurður hvort við myndum sjá Belgíu reyna nýta sér það að íslenska liðið væri vængbrotið þá benti Martinez góðfúslega á að Belgarnir væru líka án lykilmanna á borð við markvörðinn Thibaut Courtois [Real Madrid], Kevin de Bruyne [Manchester City], Eden Hazard [Real Madrid], Thorgan Hazard [Borussia Dortmund] og Dries Mertens [Napoli]. hvernig hefurðu það, Ísland? pic.twitter.com/F8DBM5ILBy— Belgian Red Devils (@BelRedDevils) October 13, 2020 „Að vera án leikmanna er hluti af fótbolta í dag. Við erum með fimm lykilmenn fjarverandi. Öll landslið eru í sömu aðstæðum. Við erum að spila þrjá leiki með stuttu millibili. Ísland stóð sig frábærlega í leiknum gegn Rúmeníu og er nú komið í leik sem getur gefið þeim sæti á EM. Leikurinn á móti Dönum var mjög jafn í fyrri hálfleik eins og þú býst við þegar íslenska landsliðið spilar svo þetta verður erfiður leikur. Við reiknum ekki með að fá neitt gefins frá öflugu íslensku liði sem heldur stöðu mjög vel og við þurfum að vera upp á okkar besta til að fá það sem við viljum út úr leiknum,“ sagði Martinez jafnframt. „Leikmenn okkar eru reynslumiklir og sumir þeirra spila eða hafa spilað í Englandi svo ég tel ekki að kuldinn muni hafa nein áhrif á þá,“ sagði Martinez og glotti við tönn áður en hann hélt áfram. „Ég held að þetta snúist meira um ferðalögin, við höfum stuttan tíma til að jafna okkur eftir leiki og verðum að gera það vel. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem við spilum þrjá leiki í sama landsleikjahléinu. Svo það hefur eflaust meiri áhrif heldur en veðrið eða þá þær aðstæður sem við lifum við núna.“ Martinez telur ekki að smit starfsliðs Íslands muni hafa nein áhrif á leik morgundagsins þó hann vorkenni þjálfarateyminu þar sem þeir geta ekki verið á hliðarlínunni. Það eru ekki margir landsleikir á ári og leiðinlegt að missa úr leik. Þá taldi hann engar líkur að leiknum yrði frestað. Klippa: Viðtal við þjálfara Belgíu Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16
Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn