Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 12:58 Áletrunin háþrýstiþvegin af veggnum í gær. Aðsend Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. Hann segir áletrunina fyrsta „veggjakrotið“ sem málað var á lóðinni eftir að félagið tók við umsjón hennar seint í sumar. Málið hefur vakið talsverða athygli en stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Áletrunin fékk að standa í tvo sólarhringa. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Svona leit veggurinn út í gærkvöldi.Kolbrún Dögg Arnardóttir Fyrsta veggjakrotið í umsjónartíð Umbru Viktor Jens Vigfússon er framkvæmdastjóri Umbru, rekstrarfélags stjórnarráðsins. Félagið fer m.a. með húsumsjón fyrir ráðuneytin. Viktor segir í samtali við Vísi að Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu 4 hafi nýverið komið í umsjón Umbru. „Við tókum við núna síðla sumars og gerðum þá samning við ráðuneytið um að sjá um húsnæðið og lóðina í kring,“ segir Viktor. Í þeim samningi felist að þrífa allt óumbeðið veggjakrot. „Og þetta var fyrsta veggjakrotið sem kom eftir að við tókum við,“ segir Viktor, inntur eftir því af hverju áletrunin á veggnum hafi verið fjarlægð svo snögglega í ljósi þess að veggjakrot hafi fengið að standa svo til óáreitt á veggnum hingað til. Ásjóna veggjarins hefur verið á þessa leið í gegnum tíðina. Bárust kvartanir vegna áletrunarinnar? „Við fengum bara ábendingu frá ráðuneytinu um að þarna væri búið að krota. Við erum með eftirlitskerfi og öryggisvörslu í kringum húsin. Þannig að þetta bara kom í ljós, að búið væri að mála á vegginn.“ Yfir þrjátíu þúsund einstaklingar hafa nú skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, að því er fram kemur í niðurstöðu nýrrar könnunar MMR. Reykjavík Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19 Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. Hann segir áletrunina fyrsta „veggjakrotið“ sem málað var á lóðinni eftir að félagið tók við umsjón hennar seint í sumar. Málið hefur vakið talsverða athygli en stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Áletrunin fékk að standa í tvo sólarhringa. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Svona leit veggurinn út í gærkvöldi.Kolbrún Dögg Arnardóttir Fyrsta veggjakrotið í umsjónartíð Umbru Viktor Jens Vigfússon er framkvæmdastjóri Umbru, rekstrarfélags stjórnarráðsins. Félagið fer m.a. með húsumsjón fyrir ráðuneytin. Viktor segir í samtali við Vísi að Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu 4 hafi nýverið komið í umsjón Umbru. „Við tókum við núna síðla sumars og gerðum þá samning við ráðuneytið um að sjá um húsnæðið og lóðina í kring,“ segir Viktor. Í þeim samningi felist að þrífa allt óumbeðið veggjakrot. „Og þetta var fyrsta veggjakrotið sem kom eftir að við tókum við,“ segir Viktor, inntur eftir því af hverju áletrunin á veggnum hafi verið fjarlægð svo snögglega í ljósi þess að veggjakrot hafi fengið að standa svo til óáreitt á veggnum hingað til. Ásjóna veggjarins hefur verið á þessa leið í gegnum tíðina. Bárust kvartanir vegna áletrunarinnar? „Við fengum bara ábendingu frá ráðuneytinu um að þarna væri búið að krota. Við erum með eftirlitskerfi og öryggisvörslu í kringum húsin. Þannig að þetta bara kom í ljós, að búið væri að mála á vegginn.“ Yfir þrjátíu þúsund einstaklingar hafa nú skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, að því er fram kemur í niðurstöðu nýrrar könnunar MMR.
Reykjavík Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19 Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18
Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31