„Er hvorki vond né köld þó ég vilji ekki eignast börn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2020 10:31 Ingunn segist hafa upplifað fordóma eftir að hún fór að tjá sig um það að hana langaði ekki í börn. „Ég er ekki köld eða vond kona þó ég vilji ekki eignast börn,“ segir hin 33 ára Ingunn Oddsdóttir í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Ingunn segir að það séu miklir fordómar í samfélaginu gagnvart konum sem ekki vilja eignast börn. Og þær verða iðulega fyrir aðkasti og lítilsvirðingu. Ingunn segist aldrei hafa viljað eignast börn og er gift manni sem er alveg samstíga henni þar. „Það er alltaf erfitt að vera í minnihluta. Mér leið alltaf eins og það vantaði eitthvað í hjartað á mér. Fólk talar um að það sé núna loksins orðið að heild þegar það eignast barn og ég hugsaði þá alltaf, það hlýtur að vera eitthvað að mér. Ég vissi aldrei nákvæmlega hvað það var og ég hef alltaf haft það fínt, það vantaði ekkert hjá mér.“ Hún segir að þegar hún og maðurinn hennar hafi byrjað þeirra samband hafi hún upplifað eins og þau væru fjölskylda, þau tvö. „Við ræddum það mjög oft og ég vildi ekki að hann myndi fatta eftir tíu ár að hann langaði þá í börn. Þetta er eitthvað sem skiptir mestu máli í sambandi að vera sammála um barneignir. Ef það er einhver sem langar í börn þá er það allan daginn eitthvað sem hann á að gera. En ef þig langar ekki í börn þá þarftu það ekki. Þetta er eitthvað sem fólk verður að vera samstíga um og fólk þarf að ræða þetta.“ Hún segir að maðurinn hennar hafi í upphafi einhvern veginn ekki áttað sig á því að þetta væri möguleiki. „Ég held að hann hafi bara verið feginn en mér fannst svolítið erfitt að trúa því að hann væri með mér í liði í þessu, því hann er svo góður maður og þar af leiðandi yrði hann svo góður pabbi. Við erum búin að tala um þetta mjög oft og sérstaklega áður en við giftum okkur.“ Ingunn og eiginmaðurinn á góðri stundu. Hvað ef eiginmaðurinn hennar skiptir um skoðun og langar einn daginn að eignast börn? „Þetta er rosalega erfið spurning. Það er ekki eitthvað sem ég gæti gert fyrir hann. Ég fæ bara kvíða við tilhugsunina að eiga börn, verða mamma og vera ólétt. Þetta er ekki eins og að ákveða í hvaða kjól ég vil vera, þetta er ákvörðun um hvað ég vilji gera við lífið mitt.“ Hún segir að fjölmargar konur hafi haft samband við sig eftir að hún hafi byrjað að ræða málið opinberlega. „Ég fæ að heyra hluti eins og að fólk hefði kannski ekki ákveðið að eignast börn ef það hefði vitað að það væri í boði að sleppa því. Eftir því sem ég tala meira um þetta kemur í ljós að margir vina minna eru þarna líka og það er frábært.“ Ingunn segir að fólk treysti sér lítið til að tala um þessa hluti. „Mér finnst stundum, þegar ég er að tala um þetta, að mér líði eins og ég sé svolítið óþekk eða athyglissjúk að vera svona öðruvísi, en þetta er bara líf mitt. Ég hata ekki börn, alls ekki. Mér finnst grátandi börn í Krónunni ekki skemmtileg en það finnst engum. Ég hef upplifað eins og það vanti eitthvað í hjartað mitt eða sálina, að ég væri eitthvað rugluð. Miðað við umræðuna upplifi ég bara að ef ég ætla ekki að eignast börn, þá byrjar lífið mitt bara aldrei. Þetta hefur alveg komið upp í huga mínum en ég veit alveg betur,“ segir Ingunn sem segist vera sátt við sjálfan sig í dag. „Núna veit ég að ég er hvorki vond né köld þó ég vilji ekki eignast börn,“ segir Ingunn. Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið „Fortíðin er þarna, beint fyrir framan nefið á okkur“ Menning Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
„Ég er ekki köld eða vond kona þó ég vilji ekki eignast börn,“ segir hin 33 ára Ingunn Oddsdóttir í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Ingunn segir að það séu miklir fordómar í samfélaginu gagnvart konum sem ekki vilja eignast börn. Og þær verða iðulega fyrir aðkasti og lítilsvirðingu. Ingunn segist aldrei hafa viljað eignast börn og er gift manni sem er alveg samstíga henni þar. „Það er alltaf erfitt að vera í minnihluta. Mér leið alltaf eins og það vantaði eitthvað í hjartað á mér. Fólk talar um að það sé núna loksins orðið að heild þegar það eignast barn og ég hugsaði þá alltaf, það hlýtur að vera eitthvað að mér. Ég vissi aldrei nákvæmlega hvað það var og ég hef alltaf haft það fínt, það vantaði ekkert hjá mér.“ Hún segir að þegar hún og maðurinn hennar hafi byrjað þeirra samband hafi hún upplifað eins og þau væru fjölskylda, þau tvö. „Við ræddum það mjög oft og ég vildi ekki að hann myndi fatta eftir tíu ár að hann langaði þá í börn. Þetta er eitthvað sem skiptir mestu máli í sambandi að vera sammála um barneignir. Ef það er einhver sem langar í börn þá er það allan daginn eitthvað sem hann á að gera. En ef þig langar ekki í börn þá þarftu það ekki. Þetta er eitthvað sem fólk verður að vera samstíga um og fólk þarf að ræða þetta.“ Hún segir að maðurinn hennar hafi í upphafi einhvern veginn ekki áttað sig á því að þetta væri möguleiki. „Ég held að hann hafi bara verið feginn en mér fannst svolítið erfitt að trúa því að hann væri með mér í liði í þessu, því hann er svo góður maður og þar af leiðandi yrði hann svo góður pabbi. Við erum búin að tala um þetta mjög oft og sérstaklega áður en við giftum okkur.“ Ingunn og eiginmaðurinn á góðri stundu. Hvað ef eiginmaðurinn hennar skiptir um skoðun og langar einn daginn að eignast börn? „Þetta er rosalega erfið spurning. Það er ekki eitthvað sem ég gæti gert fyrir hann. Ég fæ bara kvíða við tilhugsunina að eiga börn, verða mamma og vera ólétt. Þetta er ekki eins og að ákveða í hvaða kjól ég vil vera, þetta er ákvörðun um hvað ég vilji gera við lífið mitt.“ Hún segir að fjölmargar konur hafi haft samband við sig eftir að hún hafi byrjað að ræða málið opinberlega. „Ég fæ að heyra hluti eins og að fólk hefði kannski ekki ákveðið að eignast börn ef það hefði vitað að það væri í boði að sleppa því. Eftir því sem ég tala meira um þetta kemur í ljós að margir vina minna eru þarna líka og það er frábært.“ Ingunn segir að fólk treysti sér lítið til að tala um þessa hluti. „Mér finnst stundum, þegar ég er að tala um þetta, að mér líði eins og ég sé svolítið óþekk eða athyglissjúk að vera svona öðruvísi, en þetta er bara líf mitt. Ég hata ekki börn, alls ekki. Mér finnst grátandi börn í Krónunni ekki skemmtileg en það finnst engum. Ég hef upplifað eins og það vanti eitthvað í hjartað mitt eða sálina, að ég væri eitthvað rugluð. Miðað við umræðuna upplifi ég bara að ef ég ætla ekki að eignast börn, þá byrjar lífið mitt bara aldrei. Þetta hefur alveg komið upp í huga mínum en ég veit alveg betur,“ segir Ingunn sem segist vera sátt við sjálfan sig í dag. „Núna veit ég að ég er hvorki vond né köld þó ég vilji ekki eignast börn,“ segir Ingunn.
Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið „Fortíðin er þarna, beint fyrir framan nefið á okkur“ Menning Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira