Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 23:19 Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Meira en þrjátíu þúsund einstaklingar, eða 30.044, hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Yfir 2.300 undirskriftir hafa safnast frá því í morgun. Markmið samtakanna var að ná 25 þúsund undirskriftum áður en listanum er lokað þann 19. október næstkomandi og eru það um 10 prósent kjósenda. Þann 20. október verður undirskriftalistinn afhentur en þá verða átta ár liðin frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. „Þetta er ótrúlegt, ég veit ekki hvað er annað hægt að segja en að við erum brjálæðislega þakklát og glöð að loksins sé hægt að sýna sameiginlega hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli, að þetta mál klárist,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins og ein þeirra sem stendur að undirskriftasöfnuninni. „Það að við séu búin að ná okkar fyrsta takmarki, 25.000 undirskriftum, og okkar seinna og við erum ekki næstum því búin. Þetta er alveg stórkostlegt.“ Hvað heldurðu að margir skrái sig á listann? „Eftir þetta allt saman, það sögðu svo margir við okkur að við næðum aldrei 25 þúsund undirskriftum, en það tókst og nú tókst þrjátíu, kannski tekst okkur að ná 35 þúsund, ég veit það ekki. Núna er allt í einu að myndast stjórnarskrárstund. Það eru svo margir sem eru til í að gera svo ótrúlega mikið til að fá þetta til að takast,“ segir Katrín. „Það munu allir hjálpast að á þessu síðustu metrum, þetta gæti farið miklu hærra. En við erum bara ótrúlega þakklát fyrir hverja einustu undirskrift sem kemur í viðbót við þetta, þetta er gjörsigur eins og við sjáum það.“ Hvað ef 10 prósent þjóðarinnar skrifar undir? „Það væri enn táknrænna og fallegra ef við næðum því. Það væri mjög fallegt viðmið líka, börnin skipta líka máli, þetta er nú ekki síst fyrir komandi kynslóðir,“ segir Katrín. Stjórnarskrá Alþingi Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Stjórnarskrá á undarlegum tímum Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. 2. október 2020 10:30 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Meira en þrjátíu þúsund einstaklingar, eða 30.044, hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Yfir 2.300 undirskriftir hafa safnast frá því í morgun. Markmið samtakanna var að ná 25 þúsund undirskriftum áður en listanum er lokað þann 19. október næstkomandi og eru það um 10 prósent kjósenda. Þann 20. október verður undirskriftalistinn afhentur en þá verða átta ár liðin frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. „Þetta er ótrúlegt, ég veit ekki hvað er annað hægt að segja en að við erum brjálæðislega þakklát og glöð að loksins sé hægt að sýna sameiginlega hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli, að þetta mál klárist,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins og ein þeirra sem stendur að undirskriftasöfnuninni. „Það að við séu búin að ná okkar fyrsta takmarki, 25.000 undirskriftum, og okkar seinna og við erum ekki næstum því búin. Þetta er alveg stórkostlegt.“ Hvað heldurðu að margir skrái sig á listann? „Eftir þetta allt saman, það sögðu svo margir við okkur að við næðum aldrei 25 þúsund undirskriftum, en það tókst og nú tókst þrjátíu, kannski tekst okkur að ná 35 þúsund, ég veit það ekki. Núna er allt í einu að myndast stjórnarskrárstund. Það eru svo margir sem eru til í að gera svo ótrúlega mikið til að fá þetta til að takast,“ segir Katrín. „Það munu allir hjálpast að á þessu síðustu metrum, þetta gæti farið miklu hærra. En við erum bara ótrúlega þakklát fyrir hverja einustu undirskrift sem kemur í viðbót við þetta, þetta er gjörsigur eins og við sjáum það.“ Hvað ef 10 prósent þjóðarinnar skrifar undir? „Það væri enn táknrænna og fallegra ef við næðum því. Það væri mjög fallegt viðmið líka, börnin skipta líka máli, þetta er nú ekki síst fyrir komandi kynslóðir,“ segir Katrín.
Stjórnarskrá Alþingi Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Stjórnarskrá á undarlegum tímum Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. 2. október 2020 10:30 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31
Stjórnarskrá á undarlegum tímum Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. 2. október 2020 10:30
Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51