Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag og kvöld en alls má finna fimm beinar útsendingar á stöðvunum í dag.
Klukkan 18.45 verður flautað til leiks í tveimur leikjum í Þjóðadeildinni. Þýskaland fær Sviss í heimsókn á meðan Spánverjar fara til Úkraínu og mæta heimamönnum.
Eftir leikina í Þjóðadeildinni í kvöld verða svo allir leikir kvöldsins gerðir upp og sýnt frá öllum mörkunum. Markaþátturinn hefst klukkan 20.45.
Klukkan 19.15 heldur svo Vodafonedeildin í CS:GO áfram að rúlla en Dusty getur tryggt sér sigurinn í kvöld.
Pepsi Max mörkin eru á sínum stað í kvöld þrátt fyrir að enginn fótbolti hefur verið spilaður í íslensku deildunum en Helena Ólafsdóttir og spekingar hennar munu hins vegar fara yfir stöðuna í deildum hérlendis og erlendis.
Allar útsendingar dagsins má sjá hér.