Væri skaðlegt að bólusetja heila þjóð áður en öðrum er hleypt að Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 15:19 Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum. Vísir/Sigurjón Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að viðkvæmir hópar og framlínufólk ætti alls staðar að vera í forgangi þegar bólusetningar við kórónuveirunni hefjast að lokum. Faraldurinn myndi aðeins dragast á langinn ef byrjað væri á því að bólusetja alla innan tiltekinnar þjóðar. Þetta kom fram í máli Magnúsar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Talsverður gangur er á þróun bóluefnis við kórónuveirunni en ellefu stórar bóluefnarannsóknir víðsvegar um heim eru nú í svokölluðum fasa þrjú, þ.e. á lokastigi þróunar, að sögn Magnúsar. „Ég held að flestir séu bjartsýnir á að einhver af þeim efnum sem þar er verið að rannsaka muni skila sér til almennings þegar fram líða stundir. En hvenær það verður er svo stóra spurningin, og hvaða efni verður það. En ég held það sé ekki raunsætt að reikna með einhverjum stórum fréttum fyrr en einhvern tímann í kringum árslokin, eða öðru hvorum megin við áramótin,“ sagði Magnús. Þá benti Magnús á að Bandaríska lyfjaeftirlitið hafi nýverið sett fram og staðfest tilteknar kröfur um eftirfylgni með þeim sem fá bóluefni. Þeim skuli fylgja eftir í minnst tvo mánuði svo hægt sé að tryggja að þeir fái ekki fylgikvilla tengda efninu. Þetta sagði Magnús að lengdi þróunarferlið. „En þegar menn hafa síðan fundið bóluefni sem virka – og það kann vel að vera að þau verði nokkur, þetta eru að mörgu leyti áþekk bóluefni sum hver – þá verður búið að framleiða allnokkur af sumum af þeim. Nokkrar milljónir skammta sem eru þá tilbúnir og þeir verða þá notaðir samkvæmt þeim samningum sem um það hafa verið gerðir,“ sagði Magnús. Íslenska ríkið hefur þegar gert þrjá samninga um kaup á bóluefni. Nú síðast var tilkynnt um samning Evrópusambandsins við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, sem tryggir aðildarríkjum ESB, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, rétt til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Magnús sagði að þegar bóluefni kæmist loks í notkun yrðu viðkvæmir hópar og framlínufólk líklegast í forgangi. Hann kvaðst í það minnsta vona að sá hátturinn yrði hafður á því annað væri ekki vænlegt til vinnings. „Og reynum að forðast það að bólusetja alla innan einhverrar ákveðinnar þjóðar áður en öðrum er hleypt að. Því það er mjög skaðlegt og mun í raun tryggja það að faraldurinn dregst á langinn. Við þurfum að reyna að vernda þá sem eru í mestri hættu, við fáum mest út úr bóluefninu þannig,“ sagði Magnús. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga. 11. október 2020 19:01 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að viðkvæmir hópar og framlínufólk ætti alls staðar að vera í forgangi þegar bólusetningar við kórónuveirunni hefjast að lokum. Faraldurinn myndi aðeins dragast á langinn ef byrjað væri á því að bólusetja alla innan tiltekinnar þjóðar. Þetta kom fram í máli Magnúsar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Talsverður gangur er á þróun bóluefnis við kórónuveirunni en ellefu stórar bóluefnarannsóknir víðsvegar um heim eru nú í svokölluðum fasa þrjú, þ.e. á lokastigi þróunar, að sögn Magnúsar. „Ég held að flestir séu bjartsýnir á að einhver af þeim efnum sem þar er verið að rannsaka muni skila sér til almennings þegar fram líða stundir. En hvenær það verður er svo stóra spurningin, og hvaða efni verður það. En ég held það sé ekki raunsætt að reikna með einhverjum stórum fréttum fyrr en einhvern tímann í kringum árslokin, eða öðru hvorum megin við áramótin,“ sagði Magnús. Þá benti Magnús á að Bandaríska lyfjaeftirlitið hafi nýverið sett fram og staðfest tilteknar kröfur um eftirfylgni með þeim sem fá bóluefni. Þeim skuli fylgja eftir í minnst tvo mánuði svo hægt sé að tryggja að þeir fái ekki fylgikvilla tengda efninu. Þetta sagði Magnús að lengdi þróunarferlið. „En þegar menn hafa síðan fundið bóluefni sem virka – og það kann vel að vera að þau verði nokkur, þetta eru að mörgu leyti áþekk bóluefni sum hver – þá verður búið að framleiða allnokkur af sumum af þeim. Nokkrar milljónir skammta sem eru þá tilbúnir og þeir verða þá notaðir samkvæmt þeim samningum sem um það hafa verið gerðir,“ sagði Magnús. Íslenska ríkið hefur þegar gert þrjá samninga um kaup á bóluefni. Nú síðast var tilkynnt um samning Evrópusambandsins við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, sem tryggir aðildarríkjum ESB, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, rétt til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Magnús sagði að þegar bóluefni kæmist loks í notkun yrðu viðkvæmir hópar og framlínufólk líklegast í forgangi. Hann kvaðst í það minnsta vona að sá hátturinn yrði hafður á því annað væri ekki vænlegt til vinnings. „Og reynum að forðast það að bólusetja alla innan einhverrar ákveðinnar þjóðar áður en öðrum er hleypt að. Því það er mjög skaðlegt og mun í raun tryggja það að faraldurinn dregst á langinn. Við þurfum að reyna að vernda þá sem eru í mestri hættu, við fáum mest út úr bóluefninu þannig,“ sagði Magnús.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga. 11. október 2020 19:01 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga. 11. október 2020 19:01
Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52