Hannes segir boltann ekki hafa verið inni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2020 21:06 Þetta var tæpt. Vísir/Vilhelm „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. Danir unnu 3-0 sigur, sannfærandi sigur. Fyrsta markið í blálok fyrri hálfeiks skipti miklu. Hannes varði skalla frá Simon Kjær í bakið á Rúnari Má og þaðan lak boltinn í átt að marki. Yfir línuna eða ekki? Hannes segir nei og landsmenn virðast flestir sammála. Aðstoðardómarinn flaggaði mark. Engin marklínutækni er notuð í Þjóðadeildinni. „Eina sem ég veit er að það er ekki fræðilegur að hann hefði ekki séð þetta. Hann giskar bara á þetta.“ Markið má sjá hér að neðan. Niðurstaðan 3-0 og enn einn sigur Dana á Íslandi staðreynd. „Þetta eru ljótar tölur. Erum að mæta frábæru liði. Vorum virkilega vel tjúnaðir. Fannst fyrri hálffeikurinn spilast ágætlega. Fengu ekki færi Svo fá þeir þetta mark undir lok fyrir hálfieks sem kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur.“ Annað mark Dana var furðulegt. Rúnar Már reyndi skot af löngu færi sem aftasti maður. Boltinn hrökk af varnarmanni til Christian Eriksen sem tók 50 metra sprett upp völlinn og skoraði. Hannes sagði „góð spurning“ aðspurður hvað hefði gerst í því marki. Hannes Þór átti engan möguleika í þriðja marki Dana. Skov setti boltann með sínum veikari fæti upp í vinkilinn af vítateigslínunni.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að skoða það aftur. Allur varnarhelmingurinn er laus. Rúnar smellhittir þennan bolta. Ég hef aldrei séð svona áður hjá okkur. Ég er nokkuð viss um að þetta mun aldrei koma fyrir aftur.“ Von er á Belgum til Íslands í fjórðu umferð riðilsins á miðvikudag. „Við þurfum að þétta raðirnar og finna neistann. Þetta er eitt albesta liðið í heiminum. Þurfum að vera í stuði þegar þeir mæta hingað.“ Belgar unnu fyrri leikinn gegn Íslandi 6-1. Þeir töpuðu svo 2-1 gegn Englandi á útivelli í kvöld. Klippa: Viðtal við Hannes eftir Danaleik Þjóðadeild UEFA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
„Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. Danir unnu 3-0 sigur, sannfærandi sigur. Fyrsta markið í blálok fyrri hálfeiks skipti miklu. Hannes varði skalla frá Simon Kjær í bakið á Rúnari Má og þaðan lak boltinn í átt að marki. Yfir línuna eða ekki? Hannes segir nei og landsmenn virðast flestir sammála. Aðstoðardómarinn flaggaði mark. Engin marklínutækni er notuð í Þjóðadeildinni. „Eina sem ég veit er að það er ekki fræðilegur að hann hefði ekki séð þetta. Hann giskar bara á þetta.“ Markið má sjá hér að neðan. Niðurstaðan 3-0 og enn einn sigur Dana á Íslandi staðreynd. „Þetta eru ljótar tölur. Erum að mæta frábæru liði. Vorum virkilega vel tjúnaðir. Fannst fyrri hálffeikurinn spilast ágætlega. Fengu ekki færi Svo fá þeir þetta mark undir lok fyrir hálfieks sem kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur.“ Annað mark Dana var furðulegt. Rúnar Már reyndi skot af löngu færi sem aftasti maður. Boltinn hrökk af varnarmanni til Christian Eriksen sem tók 50 metra sprett upp völlinn og skoraði. Hannes sagði „góð spurning“ aðspurður hvað hefði gerst í því marki. Hannes Þór átti engan möguleika í þriðja marki Dana. Skov setti boltann með sínum veikari fæti upp í vinkilinn af vítateigslínunni.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að skoða það aftur. Allur varnarhelmingurinn er laus. Rúnar smellhittir þennan bolta. Ég hef aldrei séð svona áður hjá okkur. Ég er nokkuð viss um að þetta mun aldrei koma fyrir aftur.“ Von er á Belgum til Íslands í fjórðu umferð riðilsins á miðvikudag. „Við þurfum að þétta raðirnar og finna neistann. Þetta er eitt albesta liðið í heiminum. Þurfum að vera í stuði þegar þeir mæta hingað.“ Belgar unnu fyrri leikinn gegn Íslandi 6-1. Þeir töpuðu svo 2-1 gegn Englandi á útivelli í kvöld. Klippa: Viðtal við Hannes eftir Danaleik
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira