Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var í eldlínunni með liði sínu, Valencia, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið fékk Unicaja Malaga í heimsókn.
Martin hóf leik á varamannabekknum en lék yfir 20 mínútur í leiknum.
Valenica hafði frumkvæðið framan af í nokkuð jöfnum leik en staðan í leikhléi var 33-28, Valencia í vil.
Gestirnir reyndust öflugri í síðari hálfleik og náðu að snúa leiknum sér í vil. Lokatölur 66-71 fyrir Malaga.
Martin skoraði 5 stig í leiknum auk þess að taka 2 fráköst og gefa 1 stoðsendingu en Bojan Dubljevic var stigahæstur í liði Valencia með 15 stig.