„Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 13:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. Eins og Vísir hefur greint frá reiknaði Björn Leví raunmætingu þingmanna í hlutfalli við þá mætingu sem ætlast er til af þeim. Þá tók hann tímann á hversu seint þingmenn hafa mætt samtals á fundi. Þar er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvað seinastur. Samkvæmt útreikningum Björns hefur hann samtals mætt 13 klukkustundum og 42 mínútum of seint á nefndarfundi. Ásmundur er þó með mætingu upp á rúmlega 90% samkvæmt útreikningum Björns. Fjármálaráðherra tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur.https://t.co/7SqhYfewSB— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) October 11, 2020 „Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur,“ tísti Bjarni. Í tísti sínu vísar Bjarni til þess að Björn Leví er skráður með yfir 100% mætingu á fundi, ásamt fleiri þingmönnum. Ber þar að nefna Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmann Viðreisnar, sem skráð er með 184% mætingu, hæst allra. Björn Leví fór yfir ástæður þessa í viðtali við Vísi. „Stundum fer prósent mætingar yfir 100 prósent. Það er vegna áheyrnarfulltrúa sem mæta á aukafundi sem þeir eru ekki aðalmenn í og mæta þannig á miklu fleiri fundi en þau eiga að mæta á,“ sagði Björn Leví í samtali við Vísi þegar mætingarskráningin var til umfjöllunar. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis um mætingarbókhald Björns Leví. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. Eins og Vísir hefur greint frá reiknaði Björn Leví raunmætingu þingmanna í hlutfalli við þá mætingu sem ætlast er til af þeim. Þá tók hann tímann á hversu seint þingmenn hafa mætt samtals á fundi. Þar er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvað seinastur. Samkvæmt útreikningum Björns hefur hann samtals mætt 13 klukkustundum og 42 mínútum of seint á nefndarfundi. Ásmundur er þó með mætingu upp á rúmlega 90% samkvæmt útreikningum Björns. Fjármálaráðherra tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur.https://t.co/7SqhYfewSB— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) October 11, 2020 „Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur,“ tísti Bjarni. Í tísti sínu vísar Bjarni til þess að Björn Leví er skráður með yfir 100% mætingu á fundi, ásamt fleiri þingmönnum. Ber þar að nefna Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmann Viðreisnar, sem skráð er með 184% mætingu, hæst allra. Björn Leví fór yfir ástæður þessa í viðtali við Vísi. „Stundum fer prósent mætingar yfir 100 prósent. Það er vegna áheyrnarfulltrúa sem mæta á aukafundi sem þeir eru ekki aðalmenn í og mæta þannig á miklu fleiri fundi en þau eiga að mæta á,“ sagði Björn Leví í samtali við Vísi þegar mætingarskráningin var til umfjöllunar. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis um mætingarbókhald Björns Leví.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira