Guð blessi heimilin - aftur? Ólafur Ísleifsson skrifar 11. október 2020 10:01 Yfirskrift þessa pistils er fengin úr yfirlýsingu stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna 6. október sl. sem krefst þess að heimilin verði varin fyrir afleiðingum kórónufaraldursins, ekki síður en fyrirtæki. Sjónarmið stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna Enginn, ekki ein einasta fjölskylda, á að eiga á hættu að missa heimili sitt af völdum covid-19, segja HH. Heimili landsins eru ekki afgangsstærð heldur meðal hornsteina samfélagsins. Hagsmunasamtök heimilanna leggja áherslu á að stjórnvöld dragi lærdóm af skelfilegum afleiðingum bankahrunsins og verji heimili landsins áður en skaðinn er skeður. Stjórn hagsmunasamtakanna segir að enda þótt margir hafi orðið atvinnulausir eftir hrunið hafi það ekki verið eini vandi þeirra þúsunda sem misstu heimili sín eftir hrun, heldur frekar stökkbreyttar afborganir húsnæðislána, m.a. vegna verðtrygginga. Þetta reyndist þúsundum fjölskyldna ofviða þrátt fyrir að fólk væri í vinnu og yki við sig vinnu í viðleitni til að standa undir lánum. Þegar liðin eru 12 ár frá því forsætisráðherra bað Guð blessa Ísland, er við hæfi að minna á skelfilegar afleiðingar aðgerðaleysis og vanhugsaðra aðgerða stjórnvalda, fyrir heimili landsins. Þau mistök sem gerð voru þá mega aldrei endurtaka sig, segir í yfirlýsingu stjórnar hagsmunasamtakanna. Reynslan af hruninu og eftirleik þess Ábendingar Hagsmunasamtaka heimilanna eiga við enda flestum í fersku minni skeytingarleysi norrænu velferðarstjórnarinnar undir forystu Jóhönnu og Steingríms um heimilin. Reyndar gengu þau lengra gegn hagsmunum heimila og fjölskyldna með því að heita starfsmönnum ríkisbanka veglegum kaupauka gengju þeir nægilega hart fram við innheimtu stökkbreyttra lána. Þau gáfu út veiðileyfi á heimili og fjölskyldur eins og það var orðað á sínum tíma. Skjaldborgin sem lofað var reis aldrei, þau skipti engu að verðtryggingin æddi yfir landið eldi eyðandi. Foreldrar máttu þúsundum saman leiða börn sín sér við hönd út af heimilinum. Opinberar tölur staðfesta að þetta átti við 10-15 þúsund heimili og snerti beint tugþúsundir Íslendinga. Þessi framganga ráðamanna á sínum tíma gleymist ekki. Eftir að kjósendur ráku þau frá völdum fengu margir síðbúna sárabót með leiðréttingunni undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í ríkisstjórninni sem á eftir fylgdi. Kröfur stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna Í yfirlýsingu sinni um aðgerðir vegna veirufársins krefst stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þess að sett verði þak á verðbætur lána heimilanna í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Telja samtökin þá aðgerð mundu ein og sér hjálpa mörgum heimilum. Samhliða því verður að stöðva nauðungarsölur á heimilum a.m.k. út næsta ár, svo þau heimili sem verða fyrir hvað mestum tekjumissi fái tækifæri til að vinna sig úr tímabundnum erfiðleikum í því skjóli sem heimilið er. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess jafnframt sem eini hlutlausi aðilinn á Íslandi með sérþekkingu á sviði neytendaverndar heimilanna á fjármálamarkaði að fá aðkomu að öllum ákvörðunum stjórnvalda um lausnir fyrir heimilin. Tillögur á Alþingi Greinarhöfundi hefur með fyrirspurnum til ráðherra á Alþingi tekist að afla upplýsinga um fjölda þeirra heimila sem tekin voru af fjölskyldum í eftirleik hrunsins eins og rakið var að ofan. Þá sést af svari við fyrirspurn um vægi húsnæðisliðarins í vísitölunni að hann hefur á umliðnum árum reynst hin eiginlega vísitala þrátt fyrir að vera ákveðinn á opinberri skrifstofu úti í bæ án tillits til hagrænna sjónarmiða. Lunginn af verðbótaálagi á lán undanfarinn ár verður rakinn til húsnæðisliðarins en ekki almennra verðbreytinga sem vísitölunni var ætlað að endurspegla. Ekki er rými hér til að rekja allan tillöguflutning minn á Alþingi um varnir í þágu heimilanna. Þó skal getið um frumvarp sem ætlað er að þrengja svo að vísitölunni að hún heyri sögunni til. Ræðir hér um aðgerðir sem saman mega kallast tangarsókn gegn vísitölunni og felast í afnámi húsnæðisliðar, afnámi áhrifa óbeinna skatta auk annarra aðgerða. Lyklafrumvarpið Þá skal loks getið um frumvarp greinarhöfundar um lyklafrumvarp sem lagt hefur verið að nýju fram á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að stofni til sprottið að frumkvæði Hagsmunasamtaka heimilanna. Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi veðandlag lána sinna, þ.e. hlutaðeigandi fasteign, og ganga skuldlausir frá borði ef í harðbakkann slær. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta sé einhliða á hendi lántaka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Yfirskrift þessa pistils er fengin úr yfirlýsingu stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna 6. október sl. sem krefst þess að heimilin verði varin fyrir afleiðingum kórónufaraldursins, ekki síður en fyrirtæki. Sjónarmið stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna Enginn, ekki ein einasta fjölskylda, á að eiga á hættu að missa heimili sitt af völdum covid-19, segja HH. Heimili landsins eru ekki afgangsstærð heldur meðal hornsteina samfélagsins. Hagsmunasamtök heimilanna leggja áherslu á að stjórnvöld dragi lærdóm af skelfilegum afleiðingum bankahrunsins og verji heimili landsins áður en skaðinn er skeður. Stjórn hagsmunasamtakanna segir að enda þótt margir hafi orðið atvinnulausir eftir hrunið hafi það ekki verið eini vandi þeirra þúsunda sem misstu heimili sín eftir hrun, heldur frekar stökkbreyttar afborganir húsnæðislána, m.a. vegna verðtrygginga. Þetta reyndist þúsundum fjölskyldna ofviða þrátt fyrir að fólk væri í vinnu og yki við sig vinnu í viðleitni til að standa undir lánum. Þegar liðin eru 12 ár frá því forsætisráðherra bað Guð blessa Ísland, er við hæfi að minna á skelfilegar afleiðingar aðgerðaleysis og vanhugsaðra aðgerða stjórnvalda, fyrir heimili landsins. Þau mistök sem gerð voru þá mega aldrei endurtaka sig, segir í yfirlýsingu stjórnar hagsmunasamtakanna. Reynslan af hruninu og eftirleik þess Ábendingar Hagsmunasamtaka heimilanna eiga við enda flestum í fersku minni skeytingarleysi norrænu velferðarstjórnarinnar undir forystu Jóhönnu og Steingríms um heimilin. Reyndar gengu þau lengra gegn hagsmunum heimila og fjölskyldna með því að heita starfsmönnum ríkisbanka veglegum kaupauka gengju þeir nægilega hart fram við innheimtu stökkbreyttra lána. Þau gáfu út veiðileyfi á heimili og fjölskyldur eins og það var orðað á sínum tíma. Skjaldborgin sem lofað var reis aldrei, þau skipti engu að verðtryggingin æddi yfir landið eldi eyðandi. Foreldrar máttu þúsundum saman leiða börn sín sér við hönd út af heimilinum. Opinberar tölur staðfesta að þetta átti við 10-15 þúsund heimili og snerti beint tugþúsundir Íslendinga. Þessi framganga ráðamanna á sínum tíma gleymist ekki. Eftir að kjósendur ráku þau frá völdum fengu margir síðbúna sárabót með leiðréttingunni undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í ríkisstjórninni sem á eftir fylgdi. Kröfur stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna Í yfirlýsingu sinni um aðgerðir vegna veirufársins krefst stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þess að sett verði þak á verðbætur lána heimilanna í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Telja samtökin þá aðgerð mundu ein og sér hjálpa mörgum heimilum. Samhliða því verður að stöðva nauðungarsölur á heimilum a.m.k. út næsta ár, svo þau heimili sem verða fyrir hvað mestum tekjumissi fái tækifæri til að vinna sig úr tímabundnum erfiðleikum í því skjóli sem heimilið er. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess jafnframt sem eini hlutlausi aðilinn á Íslandi með sérþekkingu á sviði neytendaverndar heimilanna á fjármálamarkaði að fá aðkomu að öllum ákvörðunum stjórnvalda um lausnir fyrir heimilin. Tillögur á Alþingi Greinarhöfundi hefur með fyrirspurnum til ráðherra á Alþingi tekist að afla upplýsinga um fjölda þeirra heimila sem tekin voru af fjölskyldum í eftirleik hrunsins eins og rakið var að ofan. Þá sést af svari við fyrirspurn um vægi húsnæðisliðarins í vísitölunni að hann hefur á umliðnum árum reynst hin eiginlega vísitala þrátt fyrir að vera ákveðinn á opinberri skrifstofu úti í bæ án tillits til hagrænna sjónarmiða. Lunginn af verðbótaálagi á lán undanfarinn ár verður rakinn til húsnæðisliðarins en ekki almennra verðbreytinga sem vísitölunni var ætlað að endurspegla. Ekki er rými hér til að rekja allan tillöguflutning minn á Alþingi um varnir í þágu heimilanna. Þó skal getið um frumvarp sem ætlað er að þrengja svo að vísitölunni að hún heyri sögunni til. Ræðir hér um aðgerðir sem saman mega kallast tangarsókn gegn vísitölunni og felast í afnámi húsnæðisliðar, afnámi áhrifa óbeinna skatta auk annarra aðgerða. Lyklafrumvarpið Þá skal loks getið um frumvarp greinarhöfundar um lyklafrumvarp sem lagt hefur verið að nýju fram á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að stofni til sprottið að frumkvæði Hagsmunasamtaka heimilanna. Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi veðandlag lána sinna, þ.e. hlutaðeigandi fasteign, og ganga skuldlausir frá borði ef í harðbakkann slær. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta sé einhliða á hendi lántaka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun