Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 19:01 Kasper Hjulmand tók við stjórn danska liðsins á þessu ári. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Ísland og Danmörk mætast í Þjóðadeildinni í knattspyrnu annað kvöld. Íslenska liðið lagði Rúmena á fimmtudaginn og tryggði sér þar með úrslitaleik gegn Ungverjum um sæti á Evrópumótinu 2020. Danska liðið er þegar komið með farseðilinn þangað en hefur - líkt og Ísland - ekki enn landað sigri í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Kasper Hjulmland, þjálfari liðsins, segir að lið sitt sé tilbúið og býst við erfiðum leik. „Ég býst við mjög erfiðum leik, Ísland er verðugur mótherji. Við berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu, sérstaklega hér í Reykjavík þar sem þeir hafa náð í mjög góð úrslit undanfarin ár,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, um leikinn annað kvöld. „Ég hef fylgst með íslenska liðinu í mörg ár og ber mikla virðingu fyrir liðinu. Ég tel ekki að þetta sé leikur sem við verðum að vinna [e. must win]. Þetta er hins vegar lykilleikur fyrir báðar þjóðir, við erum tilbúnir að berjast og tilbúnir að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná í þrjú stig,“ sagði Hjulmand einnig. „Áhorfendaleysi hefur áhrif á leiki um alla Evrópu, bæði hjá félags- og landsliðum. Ég held að það eina jákvæða sem við getum tekið úr þessu er að við áttum okkur á af hverju við erum hér. Fótbolti snýst um fólkið og við söknum allir stuðningsfólks okkar, þau eru ástæðan fyrir því að við gerum þetta. Ég vona að við getum hleypt þeim á völlinn sem fyrst,“ sagði þjálfari Dana aðspurður hvort hann teldi að áhorfendaleysi myndi hafa áhrif á leik morgundagsins. Um breyttan leikstíl danska liðsins Hjulmland er nýtekinn við danska liðinu en hann tók við af Åge Hareide í júlí á þessu ári. Hann er að reyna þróa leikstíl liðsins. Hann vill spila 4-3-3 leikkerfi og leggur ef til vill meiri áherslu á að halda boltanum heldur en Danir hafa gert undanfarin ár. „Hann [leikstíllinn] er mjög ungur. Ég er ekki að reyna finna upp hjólið. Þetta snýst um að þróa leik okkar. Sama hver er þjálfari þá mun hann reyna þróa leikstíl liðs síns. Ég tók við liði sem var mjög vel þjálfað og hafði góðan grunn. Ég er að reyna bæta nokkrum nýjum hlutum við, líkt og allir þjálfarar myndu gera.“ „Ég held að við höfum þegar sýnt framfarir gegn Englandi og Belgíu, áttum góðan leik gegn Færeyjum á miðvikudag og við reynum að byggja ofan á hvern leik. Við höfum ekki náð mörgum æfingum svo við verðum að taka einn leik í einu en ég tel okkur vera á réttri braut. Þetta er mjög góður hópur, leikmennirnir eru frábærir, við erum hungraðir í að vinna meira og erum tilbúnir í leikinn.“ Við hverju má búast frá danska liðinu á morgun „Það má búast við því að við séum tilbúnir og það má búast við því að við munum spila með því hugrekki og ástríðu sem þarf til að vinna Ísland. Við verðum að vera harðir í horn að taka og fara í öll návígi af krafti. Við verðum að jafna ástríðu þeirra og liðsanda. Bæta svo okkar leikstíl ofan á það. Það má reikna með að sjá lið sem vill stjórna leiknum og gera sitt besta til að vinna leikinn,“ sagði Hjulmand að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Ísland og Danmörk mætast í Þjóðadeildinni í knattspyrnu annað kvöld. Íslenska liðið lagði Rúmena á fimmtudaginn og tryggði sér þar með úrslitaleik gegn Ungverjum um sæti á Evrópumótinu 2020. Danska liðið er þegar komið með farseðilinn þangað en hefur - líkt og Ísland - ekki enn landað sigri í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Kasper Hjulmland, þjálfari liðsins, segir að lið sitt sé tilbúið og býst við erfiðum leik. „Ég býst við mjög erfiðum leik, Ísland er verðugur mótherji. Við berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu, sérstaklega hér í Reykjavík þar sem þeir hafa náð í mjög góð úrslit undanfarin ár,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, um leikinn annað kvöld. „Ég hef fylgst með íslenska liðinu í mörg ár og ber mikla virðingu fyrir liðinu. Ég tel ekki að þetta sé leikur sem við verðum að vinna [e. must win]. Þetta er hins vegar lykilleikur fyrir báðar þjóðir, við erum tilbúnir að berjast og tilbúnir að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná í þrjú stig,“ sagði Hjulmand einnig. „Áhorfendaleysi hefur áhrif á leiki um alla Evrópu, bæði hjá félags- og landsliðum. Ég held að það eina jákvæða sem við getum tekið úr þessu er að við áttum okkur á af hverju við erum hér. Fótbolti snýst um fólkið og við söknum allir stuðningsfólks okkar, þau eru ástæðan fyrir því að við gerum þetta. Ég vona að við getum hleypt þeim á völlinn sem fyrst,“ sagði þjálfari Dana aðspurður hvort hann teldi að áhorfendaleysi myndi hafa áhrif á leik morgundagsins. Um breyttan leikstíl danska liðsins Hjulmland er nýtekinn við danska liðinu en hann tók við af Åge Hareide í júlí á þessu ári. Hann er að reyna þróa leikstíl liðsins. Hann vill spila 4-3-3 leikkerfi og leggur ef til vill meiri áherslu á að halda boltanum heldur en Danir hafa gert undanfarin ár. „Hann [leikstíllinn] er mjög ungur. Ég er ekki að reyna finna upp hjólið. Þetta snýst um að þróa leik okkar. Sama hver er þjálfari þá mun hann reyna þróa leikstíl liðs síns. Ég tók við liði sem var mjög vel þjálfað og hafði góðan grunn. Ég er að reyna bæta nokkrum nýjum hlutum við, líkt og allir þjálfarar myndu gera.“ „Ég held að við höfum þegar sýnt framfarir gegn Englandi og Belgíu, áttum góðan leik gegn Færeyjum á miðvikudag og við reynum að byggja ofan á hvern leik. Við höfum ekki náð mörgum æfingum svo við verðum að taka einn leik í einu en ég tel okkur vera á réttri braut. Þetta er mjög góður hópur, leikmennirnir eru frábærir, við erum hungraðir í að vinna meira og erum tilbúnir í leikinn.“ Við hverju má búast frá danska liðinu á morgun „Það má búast við því að við séum tilbúnir og það má búast við því að við munum spila með því hugrekki og ástríðu sem þarf til að vinna Ísland. Við verðum að vera harðir í horn að taka og fara í öll návígi af krafti. Við verðum að jafna ástríðu þeirra og liðsanda. Bæta svo okkar leikstíl ofan á það. Það má reikna með að sjá lið sem vill stjórna leiknum og gera sitt besta til að vinna leikinn,“ sagði Hjulmand að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55
Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45