Yfirvöld í Ischgl hundsuðu viðvaranir íslenskra yfirvalda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 16:00 Talið er að skíðafólk hafi smitast af kórónuveirunni í austurríska bænum Ischgl þegar í febrúar og borið hana með sér víða um lönd. Vísir/EPA Stjórnvöld í austurríska héraðinu Tíról virðast hafa hundsað viðvaranir um útbreiðslu kórónuveirunnar á skíðasvæðinu Ischgl sem bárust þeim frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Samskipti og fundargerðir eru sagðar gefa til kynna að yfirvöld í Tíról hafi gert lítið úr útbreiðslu veirunnar á svæðinu í þeirri von um að vernda orðspor Ischgl. Þetta kemur fram í frétt AFP sem hefur gögnin undir höndum og mbl.is greinir frá. Þúsundir blaðsíðna af gögnum um útbreiðsluna á svæðinu hafa verið skoðaðar af fréttamönnum AFP og eru þar á meðal tölvupóstsamskipti, skilaboð og fundargögn. Í fundargerð neyðarfundar heilbrigðisyfirvalda í Tíról eftir að smit greindist hjá barþjóni Kitsloch þann 7. mars er vitnað í Anítu Luckner-Hornischer embættismann, sem segir: „Við megum líklega vænta margra smita sem tengjast barnum.“ Í fréttatilkynningu sem yfirvöld í Tíról sendu frá sér nokkrum klukkustundum síðar er allt annað hljóð. Þar segir að ólíklegt þyki, frá læknisfræðilegu sjónarhorni, að gestir barsins hafi smitast, og er þar haft eftir hinum sama embættismanni og taldi líklegt að gestir barsins myndu smitast, henni Luckner-Hornischer. Hlustuðu frekar á íslenska ferðamenn en heilbrigðisyfirvöld Tveir Íslendingar sem dvalið höfðu í Ischgl lýstu því yfir, eftir að þeir greindust með veiruna, að þeir teldu sig mögulega hafa smitast í flugvélinni á leið heim. Fram kemur í gögnum AFP að yfirvöld í Ischgl hafi frekar tekið mark á frásögn íslensku ferðamannanna tveggja en aðvörunum íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Gögn sem renna stoðum undir það er tölvupóstur sem sendur var af héraðsstjóranum Markus Maass til embættismanns í Tíról þar sem hann segir mikilvægt að efasemdir ferðamannanna um uppruna smitsins komi fram. Með því væri hægt að koma Ischgl „úr eldlínunni.“ Þá var fréttatilkynning frá Tíról um málið titluð: „Íslenskir gestir í Tíról smituðust líklega af kórónuveirunni í flugi á leið sinni heim.“ Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira
Stjórnvöld í austurríska héraðinu Tíról virðast hafa hundsað viðvaranir um útbreiðslu kórónuveirunnar á skíðasvæðinu Ischgl sem bárust þeim frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Samskipti og fundargerðir eru sagðar gefa til kynna að yfirvöld í Tíról hafi gert lítið úr útbreiðslu veirunnar á svæðinu í þeirri von um að vernda orðspor Ischgl. Þetta kemur fram í frétt AFP sem hefur gögnin undir höndum og mbl.is greinir frá. Þúsundir blaðsíðna af gögnum um útbreiðsluna á svæðinu hafa verið skoðaðar af fréttamönnum AFP og eru þar á meðal tölvupóstsamskipti, skilaboð og fundargögn. Í fundargerð neyðarfundar heilbrigðisyfirvalda í Tíról eftir að smit greindist hjá barþjóni Kitsloch þann 7. mars er vitnað í Anítu Luckner-Hornischer embættismann, sem segir: „Við megum líklega vænta margra smita sem tengjast barnum.“ Í fréttatilkynningu sem yfirvöld í Tíról sendu frá sér nokkrum klukkustundum síðar er allt annað hljóð. Þar segir að ólíklegt þyki, frá læknisfræðilegu sjónarhorni, að gestir barsins hafi smitast, og er þar haft eftir hinum sama embættismanni og taldi líklegt að gestir barsins myndu smitast, henni Luckner-Hornischer. Hlustuðu frekar á íslenska ferðamenn en heilbrigðisyfirvöld Tveir Íslendingar sem dvalið höfðu í Ischgl lýstu því yfir, eftir að þeir greindust með veiruna, að þeir teldu sig mögulega hafa smitast í flugvélinni á leið heim. Fram kemur í gögnum AFP að yfirvöld í Ischgl hafi frekar tekið mark á frásögn íslensku ferðamannanna tveggja en aðvörunum íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Gögn sem renna stoðum undir það er tölvupóstur sem sendur var af héraðsstjóranum Markus Maass til embættismanns í Tíról þar sem hann segir mikilvægt að efasemdir ferðamannanna um uppruna smitsins komi fram. Með því væri hægt að koma Ischgl „úr eldlínunni.“ Þá var fréttatilkynning frá Tíról um málið titluð: „Íslenskir gestir í Tíról smituðust líklega af kórónuveirunni í flugi á leið sinni heim.“
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira
Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30
Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23
Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03