Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2020 23:43 Frá fjölmennri athöfn í Rósagarði Hvíta hússins laugardaginn 26. september. Þar kynnti Trump Amey Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt. Síðan hafa fjölmargir sem sóttu athöfnina greinst með kórónuveiruna. Getty/The Washington Post Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. Fauci segir að „ofurdreifing“ hafi orðið á veirunni á viðburðinum. Trump greindist með kórónuveiruna í lok síðustu viku. Laugardaginn áður kynnti hann Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt við Hvíta húsið við fjölmenna athöfn. Myndir frá viðburðinum sýna fólk sitja þétt saman, flest grímulaust. Fjölmargir sem viðstaddir voru athöfnina hafa síðan greinst með kórónuveiruna, þar af margir úr starfsliði forsetans. Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna.Getty/Al Drago Fauci var inntur eftir því í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS í dag hvað honum þætti um þá stefnu Bandaríkjastjórnar að koma til dæmis ekki á grímuskyldu. „Ég held að tölurnar tali sínu máli,“ svaraði Fauci. „Það varð „ofurdreifing“ [á kórónuveirunni] á viðburði í Hvíta húsinu og það var við aðstæður þar sem fólk var þétt saman og bar ekki grímur. Þannig að tölurnar tala sínu máli.“ Þar vísaði Fauci til áðurnefndrar athafnar, hvar Barrett var kynnt sem hæstaréttardómaraefni. Trump, sem greindist með veiruna fyrir rétt rúmri viku, mun koma fram í sjónvarpsviðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni í kvöld. Þar hyggst hann jafnframt gangast undir læknisskoðun. Þá mun Trump ávarpa hundruð áheyrenda á svölum Hvíta hússins á morgun. Þá verða tíu dagar liðnir frá því að forsetinn greindist, að sögn lækna hans. Á mánudag er svo fjöldafundur á dagskrá í Flórída, hvar búist er við að Trump ávarpi stuðningsmenn sína. Ekkert verður hins vegar af kappræðum Trumps og mótframbjóðenda hans í forsetakosningunum, Joe Biden, sem ráðgert var að yrðu haldnar 15. október. Þetta kemur fram í tilkynningum frá báðum framboðum í dag. Trump hafði áður neitað að taka þátt í kappræðunum sem fara áttu fram í gegnum netið. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. Fauci segir að „ofurdreifing“ hafi orðið á veirunni á viðburðinum. Trump greindist með kórónuveiruna í lok síðustu viku. Laugardaginn áður kynnti hann Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt við Hvíta húsið við fjölmenna athöfn. Myndir frá viðburðinum sýna fólk sitja þétt saman, flest grímulaust. Fjölmargir sem viðstaddir voru athöfnina hafa síðan greinst með kórónuveiruna, þar af margir úr starfsliði forsetans. Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna.Getty/Al Drago Fauci var inntur eftir því í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS í dag hvað honum þætti um þá stefnu Bandaríkjastjórnar að koma til dæmis ekki á grímuskyldu. „Ég held að tölurnar tali sínu máli,“ svaraði Fauci. „Það varð „ofurdreifing“ [á kórónuveirunni] á viðburði í Hvíta húsinu og það var við aðstæður þar sem fólk var þétt saman og bar ekki grímur. Þannig að tölurnar tala sínu máli.“ Þar vísaði Fauci til áðurnefndrar athafnar, hvar Barrett var kynnt sem hæstaréttardómaraefni. Trump, sem greindist með veiruna fyrir rétt rúmri viku, mun koma fram í sjónvarpsviðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni í kvöld. Þar hyggst hann jafnframt gangast undir læknisskoðun. Þá mun Trump ávarpa hundruð áheyrenda á svölum Hvíta hússins á morgun. Þá verða tíu dagar liðnir frá því að forsetinn greindist, að sögn lækna hans. Á mánudag er svo fjöldafundur á dagskrá í Flórída, hvar búist er við að Trump ávarpi stuðningsmenn sína. Ekkert verður hins vegar af kappræðum Trumps og mótframbjóðenda hans í forsetakosningunum, Joe Biden, sem ráðgert var að yrðu haldnar 15. október. Þetta kemur fram í tilkynningum frá báðum framboðum í dag. Trump hafði áður neitað að taka þátt í kappræðunum sem fara áttu fram í gegnum netið.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04
Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20
Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48